bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dökkar Rúður
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=15615
Page 1 of 1

Author:  asgeirholm [ Wed 17. May 2006 20:33 ]
Post subject:  Dökkar Rúður

Hversu dökk skygging má vera í hliðarrúðunum framí?
ég er að tala um að flytja inn litað gler (ekki filmað)

Author:  freysi [ Wed 17. May 2006 20:36 ]
Post subject: 

held það megi ekki vera nein dekking í hliðarrúðunum

Author:  íbbi_ [ Wed 17. May 2006 20:38 ]
Post subject: 

öll dekking á hliðarrúðum framí er bönnuð, átt eftir að heyra ýmsa sauði blaðra um ´mígrenis þetta og hitt en reyndy bara að ræða það við lögguna þegar hún stoppar þig..

Author:  Benzer [ Wed 17. May 2006 20:48 ]
Post subject: 

það má vera með litað gler i hliðarrúðum frammí en ekki filmur...
Allavega sagði löggan það við mig þegar ég var með filmur frammí :?

Author:  drolezi [ Wed 17. May 2006 22:13 ]
Post subject: 

Litaða glerið þarf að vera skv. einhverjum evrópustaðli.

Author:  Arnarf [ Wed 17. May 2006 22:35 ]
Post subject: 

Sbr. reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Reglugerð
Í 9. gr. reglugerðar um gerð og búnað ökutækja segir um bifreið. “ Óheimilt er
að þekja framrúðu og fremstu hliðarrúður að hluta eða alveg með litarefnum
eða með litaðri plasthimnu.”

Skoðunarhandbók
Í skoðunarhandbók dómsmálaráðuneytisins segir að framrúða og fremstu
hliðarrúður megi vera úr reyklituðu gleri sé það viðurkennt og með slíka
merkingu skv. ECE reglu nr. 43 eða sambærilegu. Litaðar filmur eða litarefni
sem sett eru á þessar rúður eru hins vegar ekki hluti af viðurkenningu rúðunnar
og eru því ekki heimilaðar. Þetta ákvæði gildir um allar bifreiðar.

Aðeins er heimilt að þekja afturrúður og hliðarrúður aftan við bak ökumannssætis í
öftustu stöðu að hluta eða alveg með litarefnum eða plasthimnu.

Author:  BMWaff [ Thu 18. May 2006 02:39 ]
Post subject: 

Þetta sígur svooooooooooo mikið!!!!!! Fáránlegt! Hvernig væri að reyna að gera eitthvað í þessu? Fá þessu breytt...

Author:  Danni [ Thu 18. May 2006 07:50 ]
Post subject: 

Þetta er mest pointless regla ever. Skil ef það myndi vera sér limit á dekkinguna frammí en bara engin dekking leyfileg er ömurlegt! Er þetta svona í einhverju öðru landi?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/