bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

V-power is no more:(
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=15514
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Fri 12. May 2006 12:39 ]
Post subject:  V-power is no more:(

Ég ætlaði að fylla zetuna í gærkvöldi á Birkimelnum en þar er ein af fáum stöðvum sem selja V-power. Þegar ég stíg útúr bílnum þá fæ ég að vita að v-power sé búið og komi bara ekkert aftur :(

Ég varð bara að skrölta með skottið á milli lappanna til Esso að taka 98okt sem er þá í fyrsta sinn sem zetan fær ekki að drekka v-power síðan ég kaupi bílinn. Eflaust ekkert verra bensín en mér leið bara vel með að kaupa alltaf dýrasta og þá líklega besta bensínið á bílinn minn.

Er þetta bara staðreyndin, að V-power sé "loksins" hætt í sölu :?

Author:  bjahja [ Fri 12. May 2006 12:43 ]
Post subject: 

Hefurðu bara keyrt hann á V power !!$$$$$$!!

En ég hefði viljað hafa það áfram, ég tók það alltaf annað slagið

Author:  Svezel [ Fri 12. May 2006 12:52 ]
Post subject: 

S50 á helst ekki að fá minna en 98ROZ og munurinn á 98okt Esso og V-Power hefur yfirleitt verið <1kr/l svo ég tók bara alltaf V-Power. Mér gæti ekki verið meira sama hvað bensínið kostar á zetuna, ég tek bara það besta og er sáttur :)

Author:  Kull [ Fri 12. May 2006 13:10 ]
Post subject: 

Já, leiðinlegt að þetta hafi dottið upp fyrir. Það virðst bara ekki vera markaður fyrir þetta hérna heima, ekki nógu margir sem vilja "bara það besta" :)

Author:  bimmer [ Fri 12. May 2006 13:13 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Hefurðu bara keyrt hann á V power !!$$$$$$!!


Hann hefur nú ekkert keyrt hann mikið..... :D

Author:  arnibjorn [ Fri 12. May 2006 13:16 ]
Post subject: 

Kull wrote:
Já, leiðinlegt að þetta hafi dottið upp fyrir. Það virðst bara ekki vera markaður fyrir þetta hérna heima, ekki nógu margir sem vilja "bara það besta" :)

Held að það sé reyndar rangt hjá þér, held að það séu mjög margir sem vilja það besta en bara fáir sem að týma því :wink:

Author:  HPH [ Fri 12. May 2006 13:32 ]
Post subject: 

er þá ekki 100okt málið víst að 99okt sé hætt?

Author:  Lindemann [ Fri 12. May 2006 13:47 ]
Post subject: 

það er frekar leiðinlegt að vinna hjá skeljungi en þurfa að mæla með því að fólk taki bensín annarsstaðar afþví þeir selja ekkert nema A-B bíla bensín :?
Við vorum eina stöðin(Select Birkimel) sem var enn með V-power, en það kláraðist bara fyrir nokkrum dögum.

Ég er búinn að reyna að spyrja útí þetta, og svörin eru eitthvað misjöfn en þetta snýst víst allt bara um peninga.
Þeir segja að þeir þurfi að taka V-power í svo miklu magni og það seljist svo lítið.............Þannig þeir sem vilja fá alvöru blýlaust bensín verða að versla bara við Esso eða Olís.


100okt í skógarhlíð er með blýi, ég hef tekið það stundum á minn og það virkar alveg ágætlega...en það eru víst ekki allir sem geta notað blýbensín.

Author:  zazou [ Fri 12. May 2006 14:14 ]
Post subject: 

Þetta entist ekki lengi...

Author:  HPH [ Fri 12. May 2006 14:18 ]
Post subject: 

Og svo fyrir þá sem ekki Vita Hvar Olís selur 100okt bensínið þá er Sjálfsafgreiðslu sala hjá ryðvörninni og Bílasöluni Upp á höfða (á móti ESSO ártúni (norðan meiginn))
Svo er það bara Google maps Sjá hér.
A.T.H ég er búinn að laga staðsettninguna.

Author:  Arnarf [ Fri 12. May 2006 14:33 ]
Post subject: 

Hvað kostar líterinn?

Og þetta google map?
Er þetta ekki bílastæðið hjá kringlunni?

Author:  Lindemann [ Fri 12. May 2006 14:48 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Hvað kostar líterinn?

Og þetta google map?
Er þetta ekki bílastæðið hjá kringlunni?


Þetta 100 okt bensín er þarna á milli JR bílasölunnar og Hlöllabáta. Uppá höfða.

Author:  Lindemann [ Fri 12. May 2006 15:18 ]
Post subject: 

skelli inn smá skýringarmynd líka

Image

Author:  nitro [ Fri 12. May 2006 16:19 ]
Post subject: 

Svona smá nooba spurning, en hvað gerir blýið í bensini? má þá setja svona í bíl sem biður um unleaded? getur það skemmt eitthvað?

Author:  Kristjan [ Fri 12. May 2006 16:56 ]
Post subject: 

nitro wrote:
Svona smá nooba spurning, en hvað gerir blýið í bensini? má þá setja svona í bíl sem biður um unleaded? getur það skemmt eitthvað?


Ég las einhversstaðar að blýið smyrji ventlabotnana eða eitthvað í þá áttina.

Ekki nota blýbensín á bíl sem heimtar blýlaust, það skemmir víst eitthvað.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/