bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hjálp! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=154 |
Page 1 of 2 |
Author: | Propane [ Wed 09. Oct 2002 16:51 ] |
Post subject: | Hjálp! |
Hjálp Ég lenti í því að rústa Bimmanum mínum og tryggingarfélagið ætlar að borga hann út. Hvað myndi ykkur finnast sanngjarn að fá fyrir 1994 (5/5) BMW 318iA Leður, ABS, Loftpúðar, Topplúga, Allt rafdrifið, nýlegar 16" felgur og dekk. Í toppstandi? |
Author: | Djofullinn [ Wed 09. Oct 2002 17:51 ] |
Post subject: | |
Er ekki verið að setja um milljón á þessa bíla? |
Author: | hlynurst [ Wed 09. Oct 2002 17:52 ] |
Post subject: | |
Rústaðir þú bílnum þínum... hvað gerðist? |
Author: | Bjarki [ Wed 09. Oct 2002 19:57 ] |
Post subject: | |
Taktu allt lauslegt úr bílnum og ef felgurnar eru ekki ónýtar þá myndi ég taka þær af líka og redda mér einhverjum felgudruslum til að hafa hann á. |
Author: | bebecar [ Wed 09. Oct 2002 20:02 ] |
Post subject: | |
Ég myndi halda 1000-1200 þúsund... Þú gleymir reyndar að minnast á hve mikið ekinn hann er ![]() Það gæti þýtt að tryggingafélagið borgi þér á bilinu 850-1020 þús. Það er mín ágiskun, en þú gætir líka fengið aðeins meira. Vonandi ertu bara ekki tryggður hjá VÍS ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 09. Oct 2002 20:03 ] |
Post subject: | |
Og segðu okkur nú hvað gerðist! |
Author: | iar [ Wed 09. Oct 2002 21:25 ] |
Post subject: | |
Svona til að giska á eitthvað þá myndi ég veðja túkalli á að þeir vilji gefa 600þús fyrir hann. Þetta eru jú tryggingafélög og þau eru ekki allra bestu vinirnir í faginu... ![]() |
Author: | joipalli [ Thu 10. Oct 2002 02:30 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Taktu allt lauslegt úr bílnum og ef felgurnar eru ekki ónýtar þá myndi ég taka þær af líka og redda mér einhverjum felgudruslum til að hafa hann á.
Kaupir tryggingafélagið ekki bílinn í því ásandi sem hann var þegar áreksturinn átti sér stað? Ef svo er þá er það súrt, því oft hefur maður keypt e-ð til viðbótar á eða innan í bílinn. |
Author: | Propane [ Thu 10. Oct 2002 13:43 ] |
Post subject: | |
Þeir borguðu mér 681þ. það verður bara að hafa það. ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 10. Oct 2002 14:37 ] |
Post subject: | |
iar, þetta var ótrúlega vel giskað hjá þér... því miður ![]() Hvað ætlar þú að fá þér í staðinn Propane? |
Author: | Propane [ Thu 10. Oct 2002 16:34 ] |
Post subject: | |
Allavegana BMW (duh..) ![]() ![]() |
Author: | Djofullinn [ Thu 10. Oct 2002 16:36 ] |
Post subject: | |
En áttu ekki 850? |
Author: | Propane [ Thu 10. Oct 2002 16:42 ] |
Post subject: | |
Hann er ekki í ökuhæfu ástandi ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 10. Oct 2002 16:52 ] |
Post subject: | |
Hvað bauðstu í hann? Hvað er hann mikið ekinn og svona? |
Author: | Propane [ Thu 10. Oct 2002 18:46 ] |
Post subject: | |
ég fæ hann á 1650 á borðið. Kaupi hann í hádeginu á morgun. ekinn 115þ Leður, Allar tölvurnar og barasta allt. Reyndar engar felgur ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |