bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hegðun lögreglunnar í síðustu viku...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1529
Page 1 of 2

Author:  nonnihj [ Sun 18. May 2003 22:50 ]
Post subject:  Hegðun lögreglunnar í síðustu viku...

Sælir félagar -

Þetta er nú fyrsta bréfið sem ég skrifa á þetta spjall, en ég hef lesið yfir skrif manna undanfarnar vikur og hef haft gaman að.

Ég var að rúnta með vini mínum í vikunni og urðum við varir við óeðlilega starfshætti lögreglunnar við umferðar'eftirlit'. Ég afréð því að rýna ofan í lögreglulögin og skoðaði þar hlutverk lögreglunnar:
-----------------------------------------------------------------------------------
Hlutverk lögreglu er:
a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum,
d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.
-----------------------------------------------------------------------------

Það sem ég sá lögregluna gera í fimmtudags og föstudagskvöld eru gersamlega þvert á við það sem segir í annarri grein þessara laga. Þeir höfðu komið 'undercover' bíl (svört Opel Vectra) fyrir í miðri Ártúnsbrekkunni. Þar sat hann kyrr með slökt á öllum ljósum og mældi hraða ökumanna. Hann gaf síðan lögreglumönnum á mótorhjólum sem staðsettir voru við Nesti á Ártúnshöfða.

Þetta vil ég meina að flokkist ekki undir að stemma stigum við afbrotum. Þetta eru hreinlega veiðar.

Að lokum vil ég koma því á framfæri að þetta hefur ekkert með biturleika að gera, því að ég var á löglegum hraða og slapp í gegnum þessa gildru án nokkurra erfiðleika.

kv.
Nonni

Author:  Halli [ Mon 19. May 2003 00:23 ]
Post subject: 

þetta er allkunn veiði aðferð hjá þeim (kannski vantar þeim klínk í kassan)

Author:  Heizzi [ Mon 19. May 2003 00:46 ]
Post subject: 

Ég keyrði einmitt fram hjá þeim. Sá bílinn úr fjarlægð standa þarna í brekkunni og hægði á mér... þetta var bara of grunsamlegt fyrir minn smekk. Keyrði fram hjá þeim á löglegum hraða og starði inn í bílinn hjá þeim bara til að sjá viðbjóðslegan glampa veiðimannsins í augunum þeim.

Djöfull þarf ég að fara að fá mér annan radarvara... "the pigs are out there" eins og einhver sagði...

Author:  Haffi [ Mon 19. May 2003 01:45 ]
Post subject: 

hehe ég stakk óvart ómerktan lögreglubíl af einu sinni.
Hélt að þetta væru bara einhverjir fávitar sem keyptu sér blátt ljós í bílinn.

Author:  bjahja [ Mon 19. May 2003 02:17 ]
Post subject:  Re: Hegðun lögreglunnar í síðustu viku...

nonnihj wrote:
b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
Þetta vil ég meina að flokkist ekki undir að stemma stigum við afbrotum. Þetta eru hreinlega veiðar.


Er það ekki nákvæmlega það sem þeir eru að gera, reyna að koma í veg fyrir að menn keyri of hratt?
Ef löggan er mjög sýnileg þá hægja menn á sér þá, gott mál.
En ef maður er sektaður fyrir ágæta upphæð og fær á sig nokkra punkta eru þá ekki meiri líkur á að hann fari að keyra hægar alltaf, ekki bara þegar hann sér löggu að mæla.
Ég verð að segja að ég er á móti því sem menn segja, að löggan megi ekki lokka í gildrur, að sjálfsögðu vil ég ekki lenda í svoleiðis.Menn verða bara að taka afleiðingunum ef þeir keyra hratt, ekki fara að væla um hvað löggan er mikið fífl. Ég væri tilbúinn að borga sekt og fá punkta, væri samt ekki tilbúinn að útskýra það fyrir foreldrum mínum :oops:

p.s ég er allsekki að segja að þú sért að væla, þessu er ekki beint að þér sérstaklega. Hef heyrt marga kvarta yfir því að vera stoppaðir :D

Author:  Haffi [ Mon 19. May 2003 02:19 ]
Post subject: 

True alltaf allir jafn hissa þegar þeir eru stoppaðir fyrir ofhraðanakstur.
Svo eru þeir alltaf jafn saklausir :)

Author:  bebecar [ Mon 19. May 2003 08:30 ]
Post subject: 

Ég held að svona veiðar séu mjög vafasamar þó ekki nema vegna þess að ef nógu vel er fylgst með manni í umferðinni þá brýtur maður umferðarreglur daginn út og daginn inn (ég er að tala um ökumenn í víðu samhengi). Menn gefa ekki stefnuljós, sikk sakka á milli akreina, Keyra of hratt, keyra of hægt, fara yfir stöðvunarlínu, virða ekki stöðvunarskyldu, virða ekki hægri rétt, fara yfir óbrotna línu, sýna ekki aðgát við gangbrautir og margt fleira.

Reglurnar eru bara það margar og fjölbreytilegar að þó maður keyri eftir bestu samvisku þá brýtur maður reglurnar einhvern tímann.

Löggan gæti því hæglega "veitt" hvern sem er, hvenær sem er.

EN ég vil svo bæta við, eruð þið vissir um að lögreglan í ómerkta bílnum hafi verið við hraðamælingar?

Síðan er eitt annað, er einhver munur á þessu og t.d myndavélabílunum sem standa alltaf ómerktir útí kannti og mæla...?

Author:  Gunni [ Mon 19. May 2003 10:02 ]
Post subject: 

Já ég sá þá með mælitækið að beina því útí loftið. Eg sá þetta alveg langar leiðir. Þessi bíll stoppaði mig einusinni í "drugbözt" því ég var að keyra útí 10-11 á Audi með hettu um miðja nótt :lol: :lol: Svo voru gaurarnir geðveikt skömmustulegir þegar við sögðum þeim að við værum bara í vinnunni og að fara að fá okkur snæðing!

Author:  saevar [ Mon 19. May 2003 10:57 ]
Post subject: 

Mér finnst persónulega ekkert af því að löggan skuli vera að veiða ökumenn sem brjóta lögin. En það er samt margt skrítið við vinnubrögð lögreglumanna. Ég veit um strák sem var í löggunni í Keflavík og hann sagði að það væri ákveðin fjöldi sekta sem þeir yrðu að innheimta af Reykjanesbrautin, svona hálfgerður kvóti. Þetta átti að vera sönnun um það að þeir væru að vinna vinnuna sína. Hann hélt því líka fram að þetta væri ástæðan fyrir því þegar menn eru sektaðir fyrir að vera rétt yfir hámarkshraða.

Ef að þetta er rétt þá finnst mér að það megi endurskoða vinnuaðferðir lögreglunar.

Author:  oskard [ Mon 19. May 2003 11:10 ]
Post subject: 

bjahja varst þú ekki að "væla" yfir því að löggan hafi stoppað
þig fyrir að hafa verið með kastara í gangi og "ekki sleppt þér" ?

en í sambandi við þessar mælingar hjá lögreglu þá er svosem ekkert
að þessu, meikar meiri sens að vera að gera þetta á merktum bíl
til að halda niðri hraða ökumanna en ég meina ef fólk er að keyra of
hratt á það allveg skilið að vera tekið fyrir ofhraðann akstur hvort
sem það sé af merktum eða ómerktum lögreglubíl.

:D:D:D

Author:  nonnihj [ Mon 19. May 2003 12:42 ]
Post subject: 

Ég er fyllilega sammála ykkur að þeir sem eru að keyra hratt eigi að fá sínar sektir. En bjahja segir að þeir sem eru að keyra of hratt læri ekki að keyra hægar nema vera stöðvaðir. Ég viðurkenni það reyndar fúslega að ég lærði að halda mig á réttum hraða á þeim forsendum en mér finnt það ekki eðlilegt að ökumenn læri að aka rétt eftir að hafa verið ávíttur.

Mér þykir í sjálfu sér ekkert athugavert við að löggan liggi í Ártúnsbrekkunni og sendi boð til mótorhjólatöffarann. Það sem mér finnst vera athugavert við þessa framkvæmd er þetta laumuspil að vera með undercover bíl í starfinu. Þar er greinilega tilgangurinn að veiða.

Bebecar nefndi hvort að undercover löggurnar hafi virkilega verið að mæla. Það er alveg víst að þeir voru að mæla því að þegar ég keyrði framhjá þeim þá héldu þeir á mælitækinu, en mótorhjólalöggurnar við Nesti sátu á fákum sínum og voru bara að prófa bremsurnar á hjólunum. Ekkert skilt umferðareftirliti.

Author:  bebecar [ Mon 19. May 2003 14:06 ]
Post subject: 

En það er samt ekkert frábrugðið myndabílnum... þeir nota ómerkta bíla í það líka.

Author:  bjahja [ Mon 19. May 2003 22:33 ]
Post subject: 

oskard wrote:
bjahja varst þú ekki að "væla" yfir því að löggan hafi stoppað þig fyrir að hafa verið með kastara í gangi og "ekki sleppt þér" ?


Mikið rétt, ég er líka vælukjói.
En ég sagði seinna í þræðinum að ég væri alveg búinn að sætta mig við þetta :D , það eru að sjálfsögðu allir fúlir yfir því að fá sekt. En ég var samt líka fúll yfir því að það væri bannað að hafa kastarana á.
Þetta virkaði líka á mig, núna er ég aldrei með kastarana á að kvöldi til og með stöðuljósin og kastarana á daginn. Þannig að sektakerfið virkar.

Author:  benzboy [ Tue 20. May 2003 11:54 ]
Post subject: 

Þeir eru náttúrulega jafn misjafnir og þeir eru margir.
Ég hef tekið mínar hraðasektir án þess að vera að væla en það gekk alveg fram af mér um daginn að vera stoppaður fyrir að vera ljóslaus (hreint óhapp) í stað þessa að blikka allavega fyrst og vildi svo illa til að ég var ekki á mínum bíl og þess vegna ekki með bleika kortið. Þetta gerði það að verkum að ég fékk 10 þús króna sekt og 1 punkt (sem er náttúrulega bara fáranlegt fyrir brot af þessu tagi).
Í mínum augum er þetta ekki annað en fjárplógsstarfsemi og á afskaplega lítið skilt við umferðaröryggi og auk þess var þessi hálfv... í gallanum rakinn dóni

Author:  oskard [ Tue 20. May 2003 12:29 ]
Post subject: 

eða bara að fara eftir lögum og þá þarftu ekki að borga
10 þúsund í sekt og fá punkt :)

Ljóslausir bílar geta verið rosalega hættulegir þegar maður
á að geta reiknað með því í umferðinni að allir bílar sem
eru að keyra séu með ljósin í gangi.

Og það er nú minnsta málið að vera með ökuskírteini með sér,
hafa það bara í veskinu :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/