Jæja, fór Nesjavallarveginn...baaaara gaman!!!
Ekki ástæðulaust að BMW er pure driving pleasure. Fór með næstum 1/4 tank á 100 km rúnti

Sem betur fer setti maður "ódýrt" bensín frá Orkunni á hann í gær
Ég get alveg tekið undir þessi orð með Clarkson, þótt hann hafi eflaust mun meiri reynslu í þessum málum. Það er samt svo hentugt að það eru engin tré meðfram veginum eins og víða erlendis til að skyggja útsýni. Maður sér oftast næstu beygjur og getur því tekið þetta nokkuð safe. Tók vel á því á köflum þar sem ég hafði góða yfirsýn á veginn og umferð. Eru samt 2-3 beygjur þarna sem geta verið stórhættulegar, sérstaklega ein þegar maður fer leiðina tilbaka
En ég er ótrúlega hrifinn af þessum bíl! Aksturseiginleikar, bremsur og vélarafl er magnað og hrein unun að keyra svona vegi.