bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensín á 89,5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=15253
Page 1 of 1

Author:  Bjarkih [ Fri 28. Apr 2006 16:49 ]
Post subject:  Bensín á 89,5

Ég þurfti að kíkja á dagatalið :shock:

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1198646

Orkan lækkar eldsneytisverð niður í 89,5 krónur

Bensínverð hjá bensínstöð Orkunnar við Miklubraut hefur verið lækkað niður í 89,5 krónur, en svo ódýrt bensín hefur ekki sést hérlendis á þessari öld hérlendis að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska útvarpsfélaginu. Útvarpsstöðin KissFM 89,5 skoraði í dag á forsvarsmenn Orkunnar að lækka bensínverð. Að sögn Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, tóku þeir áskorunni, og vildu með því skapa umræðu um eldsneytisverð hérlendis.

Author:  Aron Andrew [ Fri 28. Apr 2006 16:58 ]
Post subject: 

Vá, þetta er sko aðdáunarvert :o

Ætli þetta sé bara í dag eða eitthvað áfram?

Author:  Hemmi [ Fri 28. Apr 2006 16:59 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Vá, þetta er sko aðdáunarvert :o

Ætli þetta sé bara í dag eða eitthvað áfram?


þetta var áðan í c.a. klukkutíma, en er núna á 114 minnir mig á eiðistorgi og miklubraut

Author:  Bjarkih [ Fri 28. Apr 2006 17:02 ]
Post subject: 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1198617

Orkan lækkar verð bensínlítranum um 10 krónur í kjölfar áskorunar KissFM

Útvarpsmenn á útvarpstöðinni KissFM 89.5 hafa fengið forsvarsmenn Orku bensínstöðvanna til þess að lækka eldsneytisverð hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska útvarpsfélaginu. Fram kemur að umræður um hátt eldsneytisverð hafi hafist fyrir hádegi á útvarpsstöðinni og að viðbrögð útvarpshlustenda hafi verið sterk. Í framhaldinu var haft samband við Orkuna og skorað á fyrirtækið að lækka verð.

Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, staðfesti það í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að fyrirtækið hafi tekið áskoruninni. Hann segir verðið hafi verið lækkað á stöðvum Orkunnar við Miklubraut og á Eiðistorgi. Lægst hafi verðið farið í 110,40 á Eiðistorgi um tíma. Annars sé búið að lækka verðið um 10 kr. og það sé nú um 114,50 fyrir bensínlítrann.

Gunnar segir að örtraðir hafi myndast við bensínstöðvarnar í dag. „Það er búið að vera mikið fjör í kringum þetta,“ segir Gunnar og bætir því við að það sem fyrir Orkunni vakir er að skapa umræðu um hátt eldsneytisverð á Íslandi. „Hátt bensínverð er hvorki okkur né viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Við viljum leita allra leiða með þeim að finna út hvernig hægt sé að lækka það,“ segir Gunnar.

Hann segir að þetta muni eitthvað halda áfram út daginn í samstarfi við KissFM.

Author:  arnibjorn [ Fri 28. Apr 2006 17:28 ]
Post subject: 

Eruð þið ekki að grínast? Var þetta fyrr í dag? :o

Ég fór þarna á orkuna hjá kringlunni á miklubraut og tók fyrir 4000krónur og þá var líterinn á fkn 124 :evil:

Þá var klukkan svona 10-11!

Arg!

Author:  Aron Andrew [ Fri 28. Apr 2006 17:38 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Eruð þið ekki að grínast? Var þetta fyrr í dag? :o

Ég fór þarna á orkuna hjá kringlunni á miklubraut og tók fyrir 4000krónur og þá var líterinn á fkn 124 :evil:

Þá var klukkan svona 10-11!

Arg!

Ekki þinn dagur greinilega, fuglar fjölmenna til að skíta á bílinn þinn, og Orkan svíkur þig :alien:

Author:  Svessi [ Fri 28. Apr 2006 17:50 ]
Post subject: 

Ég náði mér í bensín á meðan það var í 105,5 á smiðjuveginum / skemmuveginum í kóp. Plús að ég notaði "ofur-"orkukortið og fékk það á 102,something.

Author:  arnibjorn [ Fri 28. Apr 2006 18:08 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
arnibjorn wrote:
Eruð þið ekki að grínast? Var þetta fyrr í dag? :o

Ég fór þarna á orkuna hjá kringlunni á miklubraut og tók fyrir 4000krónur og þá var líterinn á fkn 124 :evil:

Þá var klukkan svona 10-11!

Arg!

Ekki þinn dagur greinilega, fuglar fjölmenna til að skíta á bílinn þinn, og Orkan svíkur þig :alien:


Baahhh :evil:

Fór og þreif þennan skít áðan.. tjöruhreinsirinn átti meira að segja erfitt með að vinna á þessu! Massa skítur!
Tók nokkrar myndir af þessu :lol: :lol:

Author:  Djofullinn [ Fri 28. Apr 2006 18:45 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Aron Andrew wrote:
arnibjorn wrote:
Eruð þið ekki að grínast? Var þetta fyrr í dag? :o

Ég fór þarna á orkuna hjá kringlunni á miklubraut og tók fyrir 4000krónur og þá var líterinn á fkn 124 :evil:

Þá var klukkan svona 10-11!

Arg!

Ekki þinn dagur greinilega, fuglar fjölmenna til að skíta á bílinn þinn, og Orkan svíkur þig :alien:


Baahhh :evil:

Fór og þreif þennan skít áðan.. tjöruhreinsirinn átti meira að segja erfitt með að vinna á þessu! Massa skítur!
Tók nokkrar myndir af þessu :lol: :lol:
Sonax hardwax ;) Nær öllu af :D

Author:  zazou [ Fri 28. Apr 2006 18:46 ]
Post subject: 

Eru þessir gaurar ekki bara með 95 oktan? Ekki að ég mundi nenna að bíða í röð fyrir nokkrar krónur :roll:

Author:  Geirinn [ Fri 28. Apr 2006 19:51 ]
Post subject: 

zazou wrote:
Eru þessir gaurar ekki bara með 95 oktan? Ekki að ég mundi nenna að bíða í röð fyrir nokkrar krónur :roll:


Vá þú er fjandi ríkur. Þetta var næstum þriðjungur þegar mest var.

Er ekki alveg hreint hlussutankur á bílnum þínum ?

Author:  Bjarkih [ Fri 28. Apr 2006 19:57 ]
Post subject: 

Geirinn wrote:
zazou wrote:
Eru þessir gaurar ekki bara með 95 oktan? Ekki að ég mundi nenna að bíða í röð fyrir nokkrar krónur :roll:


Vá þú er fjandi ríkur. Þetta var næstum þriðjungur þegar mest var.

Er ekki alveg hreint hlussutankur á bílnum þínum ?


Ég ætla að vona að tankurinn sé í bílnum hans frekar en á, það er svo helvíti hættulegt að hafa þetta utanáliggjandi :wink:

Author:  Helgi Joð Bé [ Fri 28. Apr 2006 20:07 ]
Post subject: 

égv ar einn af þeim heppnu sem fékk bensín á 89,5kr 8)
alveg ótrúlegt hvað .að munaði mikklu, ég þurfti reyndar að bíða í röð í 20 mín en það var alveg þess virði

Author:  Angelic0- [ Sat 29. Apr 2006 16:35 ]
Post subject: 

Ég fór á EGÓ og fyllti tankinn minn fyrir 8600kall :P

það var samt eitthvað á honum fyrir..

Nennti sko EKKI að vera í milljón kílómetra langri röð að fá bensín á 89kall

Author:  pallorri [ Sat 29. Apr 2006 16:44 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Ég fór á EGÓ og fyllti tankinn minn fyrir 8600kall :P

það var samt eitthvað á honum fyrir..

Nennti sko EKKI að vera í milljón kílómetra langri röð að fá bensín á 89kall


Ef það komast 65L í tankinn hjá þér hefði það kostað 5.696 kr
Smá biðröð ætti alveg að vera 3k virði svosem :P

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/