http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1198617
Orkan lækkar verð bensínlítranum um 10 krónur í kjölfar áskorunar KissFM
Útvarpsmenn á útvarpstöðinni KissFM 89.5 hafa fengið forsvarsmenn Orku bensínstöðvanna til þess að lækka eldsneytisverð hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska útvarpsfélaginu. Fram kemur að umræður um hátt eldsneytisverð hafi hafist fyrir hádegi á útvarpsstöðinni og að viðbrögð útvarpshlustenda hafi verið sterk. Í framhaldinu var haft samband við Orkuna og skorað á fyrirtækið að lækka verð.
Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, staðfesti það í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að fyrirtækið hafi tekið áskoruninni. Hann segir verðið hafi verið lækkað á stöðvum Orkunnar við Miklubraut og á Eiðistorgi. Lægst hafi verðið farið í 110,40 á Eiðistorgi um tíma. Annars sé búið að lækka verðið um 10 kr. og það sé nú um 114,50 fyrir bensínlítrann.
Gunnar segir að örtraðir hafi myndast við bensínstöðvarnar í dag. „Það er búið að vera mikið fjör í kringum þetta,“ segir Gunnar og bætir því við að það sem fyrir Orkunni vakir er að skapa umræðu um hátt eldsneytisverð á Íslandi. „Hátt bensínverð er hvorki okkur né viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Við viljum leita allra leiða með þeim að finna út hvernig hægt sé að lækka það,“ segir Gunnar.
Hann segir að þetta muni eitthvað halda áfram út daginn í samstarfi við KissFM.
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--