bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skráningarárs pælingar.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=15121
Page 1 of 1

Author:  Kristjan [ Fri 21. Apr 2006 13:58 ]
Post subject:  Skráningarárs pælingar.

Mér datt í hug að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um þetta skráningarárs þvaður sem kviknaði í söluþræði um mini cooper.

Bíllinn er skráður í þýskalandi 10/03 en seljandinn segir að bíllinn sé 2004 módel

WTF

Minn 325i Cabrio er fyrst skráður í desember 89, ekki dettur mér í hug að segja nokkrum manni að þetta sé 90 módel, ekki frekar en fólk sem fæðist seint á árinu segi að það sé árinu yngra.

Ef fólk er með eitthvað snobb fyrir árgöngum þá er það bara þeirra vandamál, fyrst og fremst finnst mér það skipta mestu máli að bílar séu í ágætu standi, svo horfi ég á árgerð og akstur.

Author:  gstuning [ Fri 21. Apr 2006 14:07 ]
Post subject: 

Þetta er einfalt

Aðeins þegar nýjar týpur koma út, t,d
E90 kemur út í sept og er kallaður 2006 bíll þá er hægt að kalla hann 2006 módel, en hann er framleiddur 2005,

Árgerðir og eitthvað er bara fyrir einhverja sem láta þetta skipta sig máli,
framleiðslu dagsetning er það sem skiptir máli,
fyrir utan það að í raun er það ástand sem skiptir öllu máli

Author:  bjahja [ Fri 21. Apr 2006 14:18 ]
Post subject: 

Minn er framleiddur 10/1996 en er skráður allstaðar 1997. Ég sá bara þetta 10/1996 þegar ég fletti upp Vin númerinu, ef einhver er að spurja mig um þetta þá segi ég að hann sé 1997 árgerð en framleiddur 1996. Síðan er líka spurningin hvort bílinn hafi eithvað verið notaður fyrr en 1997 og þar af leiðandi hvort að það sé rétt að kalla hann 1997.
Mér er samt alveg nokk sama hvort hann sé 1996 eða 1997 :lol: ......

Author:  Stulloz [ Sat 22. Apr 2006 00:49 ]
Post subject: 

"Bíla-ár" ekki það sama og "Vesturlandatímatalsár"
"bílaframleiðsluárið" er víst okt-sept að ég held og stemmir þannig ekki alveg við "okkar" tímatal.

Það sem ég á við er að bílar sem framleiddir eru eftir í eða eftir "10" mánuð ár hvert eru titlaðir "næstaárs árgerð.

Author:  íbbi_ [ Sat 22. Apr 2006 01:10 ]
Post subject: 

rétt sem stullos segir,

mazdan mín sem ég keypti nýja í ágúst 2005 á t.d að vera fyrsti 06 sport þristurinn, ég var ekkert að spá í þessu þegar ég kaupi bílin,
en það er smá facelyft á milli 05 og 06 og bíllin minn kominn með 06 breytingarnar og þegar ég slæ honum inní mözdu upplýsinga og varahlutaforritið í vinnuni kemur mazda3 06-,

Author:  ///MR HUNG [ Sat 22. Apr 2006 01:27 ]
Post subject: 

Stulloz wrote:
"Bíla-ár" ekki það sama og "Vesturlandatímatalsár"
"bílaframleiðsluárið" er víst okt-sept að ég held og stemmir þannig ekki alveg við "okkar" tímatal.

Það sem ég á við er að bílar sem framleiddir eru eftir í eða eftir "10" mánuð ár hvert eru titlaðir "næstaárs árgerð.
Bmw miðar við 09 frekar enn 08 í þessu.

Til dæmis 328 touringinn sem ég átti var skráður árgerð 95 enn þegar ég fór að skoða þetta þá var hann framleiddur í sept 95 minnir mig enn kemur ekki á götuna fyrr enn 03/96 úti.
Fáránlegt þar sem allir þessir pappírar voru í hanskahólfinu :lol:

Hann er skráður með engann fyrsta skráningardag heldur bara framleiðsluár 1995 og ég fór í umferðarstofu með uppáskrifaða pappíra frá B&L að reyna að breyta þessu enn nei vinur minn við erum hálfvitar sem vinnum hér var þjónustan þar :x

Author:  ta [ Sat 22. Apr 2006 02:24 ]
Post subject: 

ef bílaárið er 10 til 10 , miðast það þá ekki við framleiðslu,
en ekki fyrsta skráningardag? Hvar sér maður hvenær bíllinn
rann af færibandinu? Það gæti hafa liðið tími frá því hann
kom af færibandinu og þangað til hann var fyrst skráður.
ég meina einsog hjá mér , þá er minn fyrst skráður í enda
nóvember 01, og ekkert segjir annað en hann sé 2001.

Author:  Angelic0- [ Sat 22. Apr 2006 06:08 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Minn er framleiddur 10/1996 en er skráður allstaðar 1997. Ég sá bara þetta 10/1996 þegar ég fletti upp Vin númerinu, ef einhver er að spurja mig um þetta þá segi ég að hann sé 1997 árgerð en framleiddur 1996. Síðan er líka spurningin hvort bílinn hafi eithvað verið notaður fyrr en 1997 og þar af leiðandi hvort að það sé rétt að kalla hann 1997.
Mér er samt alveg nokk sama hvort hann sé 1996 eða 1997 :lol: ......


Sama hér, nema minn er 11/96

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/