bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tollurinn - hve lengi að leysa bíl út?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=15100
Page 1 of 2

Author:  e_b [ Thu 20. Apr 2006 14:13 ]
Post subject:  Tollurinn - hve lengi að leysa bíl út?

Sælir,

Jæja, nú er gengið á krónunni alveg að gera í brækurnar og ég er með bíl í tolli sem ég þarf að leysa út. Mín spurning er því þessi: hve langan tíma tekur yfirleitt að leysa bíl úr tolli (Sundahöfn)?

Bíllinn kom til landsins 12. apríl en þökk sé páskunum og deginum í dag þá er ég farin að hafa áhyggjur af því að ekki takist að leysa bílinn út fyrir mánaðarmót (og þar sem við erum að tala um E39 M5 þá munar verulega um gengið).


- E

Author:  Thrullerinn [ Thu 20. Apr 2006 15:04 ]
Post subject:  Re: Tollurinn - hve lengi að leysa bíl út?

e_b wrote:
Sælir,

Jæja, nú er gengið á krónunni alveg að gera í brækurnar og ég er með bíl í tolli sem ég þarf að leysa út. Mín spurning er því þessi: hve langan tíma tekur yfirleitt að leysa bíl úr tolli (Sundahöfn)?

Bíllinn kom til landsins 12. apríl en þökk sé páskunum og deginum í dag þá er ég farin að hafa áhyggjur af því að ekki takist að leysa bílinn út fyrir mánaðarmót (og þar sem við erum að tala um E39 M5 þá munar verulega um gengið).


- E


Ef þú ert með alla pappíra tilbúna og upphæðirnar á þeim eru ekki
eitthvað rugl þá á þetta ekki að taka meira en tvo-þrjá daga.
Skipafélagið þarf víst að senda einhverjar farmskrár o.fl. til sýslumanns,
man ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig..

Gangi þér vel með þetta. Vertu bara nógu duglegur að ýta á eftir þessu..

Author:  e_b [ Thu 20. Apr 2006 15:12 ]
Post subject: 

Ég er að láta Eimskip sjá um þetta allt fyrir mig.

Sú sem er að aðstoða mig sagði að hún væri komin með allt saman sem þyrfti til að leggja inn skýrslu þann 11. apríl (ég sótti um númer á bílinn með góðum fyrirvara - fékk Eimskip til að senda mér afrit af farmbréfi áður en bíllinn kom til landsins).


- E

Author:  Beggi [ Thu 20. Apr 2006 15:49 ]
Post subject: 

ert sneggri ef þú lætur senda bílinn í hafnarfjarðar....... og afgreiðir hann út þaðan :shock:

Author:  e_b [ Thu 20. Apr 2006 16:10 ]
Post subject: 

Ég hef einmitt verið að heyra það.

En nú voru pappírarnir sendir inn til Tollsins í RVK þann 11. apríl. Ekki eru þeir það mikið lengur að þessu þar (ef þetta tefst fram yfir mánaðarmót þá hafa þeir tekið yfir 9 virka daga í tolla bílinn!)?

Heyri í þeim á morgun.


- E

Author:  ///MR HUNG [ Thu 20. Apr 2006 18:29 ]
Post subject: 

Það munar slatta fyrir þig ef þú nærð þessu ekki.

Þekki einn sem er búinn að bíða eftir sínum M5 í rúman mánuð og evran er búin að hækka um einhvern 20 kall á meðan :lol:

Author:  e_b [ Thu 20. Apr 2006 19:23 ]
Post subject: 

Búinn að bíða eftir því að fá hann úr tolli í mánuð?




- E

Author:  e_b [ Fri 21. Apr 2006 20:32 ]
Post subject: 

Jæja, tókst að leysa bílinn út í dag þannig að nú getur maður andað léttar yfir gengisþróun síðustu daga (aðeins léttar allavegna :) )


- E
P.s. ég spái því að mér muni takast að drepa mig á þessum bíl innan 30 daga. Þvílíkt afl í þessu!

Author:  arnibjorn [ Fri 21. Apr 2006 20:37 ]
Post subject: 

e_b wrote:
Jæja, tókst að leysa bílinn út í dag þannig að nú getur maður andað léttar yfir gengisþróun síðustu daga (aðeins léttar allavegna :) )


- E
P.s. ég spái því að mér muni takast að drepa mig á þessum bíl innan 30 daga. Þvílíkt afl í þessu!


Til hamingju með það :wink:

Allavega góður bíll til að drepa sig á... :lol:

Neinei farðu bara varlega og njóttu vel :)

Author:  Schnitzerinn [ Fri 21. Apr 2006 21:03 ]
Post subject: 

Ég ætla allavega ekki að láta grípa mig dauðan í einhverju öðru en BMW, gott ef ekki bara M5 8) :lol:

Author:  e_b [ Fri 21. Apr 2006 21:05 ]
Post subject: 

Ef maður *þarf* að deyja í bíl þá væri gott að "check-out" í M5, á 300 km hraða á Autobahn, með tvær naktar konur í bílnum með sér... :)

- E

Author:  arnibjorn [ Fri 21. Apr 2006 21:22 ]
Post subject: 

e_b wrote:
Ef maður *þarf* að deyja í bíl þá væri gott að "check-out" í M5, á 300 km hraða á Autobahn, með tvær naktar konur í bílnum með sér... :)

- E


Það yrði allavega mjög svöl leið til að deyja! :lol:

Author:  Kristjan [ Sat 22. Apr 2006 11:01 ]
Post subject: 

ég var viðstaddur þegar e_b fékk númerin, svipurinn á honum var svipaður og á bróður mínum þegar hann eignaðist tvíbura

stoltur "faðir" svipur hehe

en þetta er virkilega reffilegur bíll

enn og aftur til hamingju

Author:  Saxi [ Sat 22. Apr 2006 11:30 ]
Post subject: 

Congrats með frábæran bíl

You're livin' the dream :wink:

Saxi

Author:  e_b [ Sat 22. Apr 2006 11:38 ]
Post subject: 

Þakka fyrir hamingjuóskirnar.

Þetta er verulega klikkað tæki.

Rak augun í hraðatakmarkara sem hægt er að stilla á hvaða hraða sem er. Kannski maður setji hann í 100 km/klst. svona til að halda sér á lífi fyrstu vikurnar :D


- E

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/