bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Söluskoðun
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1493
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Mon 12. May 2003 22:01 ]
Post subject:  Söluskoðun

Hvar kemst maður í svoleiðis og hvað kostar???
Er ekki bara hægt að fara á næstu skoðunarstöð eða....???

Kveðja
Gummi

Author:  Kull [ Mon 12. May 2003 22:15 ]
Post subject: 

Held það jú, þeir eru ágætir í Frumherja uppá höfða. Kostar ekkert mikið, 3-4 þús held ég. Annars er best að fara í B&L eða TB ef þetta er bimmi.

Author:  Heizzi [ Mon 12. May 2003 23:50 ]
Post subject: 

Ég myndi nú ekkert mæla sérstaklega með Frumherja þó þeir séu svo sem ágætir, skoðunin þar kostar að vísu um 5000 kr.
Ef ég væri að kaupa bíl þá myndi ég frekar vilja láta eitthvað verkstæði ástandsskoða hann, bifvélaverkjar koma oft miklu frekar auga á eitthvað athugavert, enda eru þeir að vasast í þessu alla daga og það eru jú þeir sem gera við það sem í ólagi er og svo geta þeir líka sagt þér hvað kostar að laga bilunina ef hún er til staðar.
Þessir skoðunarmenn hjá Frumherja starfa bara eftir fyrirfram ákveðinni rútínu og pæla lítið í því sem þeir eru að gera (ég horfði á þegar ég lét skoða minn gamla) og svo hafa þeir auðvitað ekki reynsluna sem bifvélavirkjar hafa í viðgerðum.
Bara mín skoðun...

Author:  GHR [ Tue 13. May 2003 00:00 ]
Post subject: 

Já, ég er bara að fara með minn :wink:
Ég veit alveg hvað er að og hvað ekki svo..... tilvonandi kaupandi vill bara að ég fari með hann í svoleiðis og ef hann kemur vel út úr því þá er hann eflaust seldur :cry: :P :cry:

Author:  Benzari [ Tue 13. May 2003 00:10 ]
Post subject: 

Það er nú yfirleitt kaupandi sem fer með bílinn í svona skoðun.

Samt betra að gera þetta sjálfur heldur en að missa söluna. Vona að þetta gangi upp.

Author:  Heizzi [ Tue 13. May 2003 00:23 ]
Post subject: 

He he, já fyrst þú ert að selja þá skaltu nú bara fara í Frumherja :wink:
Þegar ég var að selja minn gamla þá "vissi" ég hálfpartinn að það þyrfti að skipta um háspennukefli en var ekkert að nefna það, bíllinn átti það til að drepa á sér. Skoðunarmaðurinn í Frumherja áttaði sig ekki á þessu þannig að það kom ekki niður á söluverðinu (sem var of lágt að mínu mati)... fékk smá samviskubit :? En, hey hann var hvort sem er að fá bílinn á alltof góðum prís :)

Benzari, ég veit það nú ekki. Mér finnst eðlilegra að seljandi fari með bílinn í ástandsskoðun heldur en kaupandi og ég held nú að það sé algegnara. Ekki myndi ég vera sáttur við að vera búinn að borga 5000 kall í ástandsskoðun á bíl sem væri svo að detta í sundur.
Þegar ég seldi minn gamla fór ég með hann í ástandsskoðun, ég hef beðið seljendur bíla sem ég hef verið að spá í um ástandsskoðun og fengið. Þegar ég keypti minn núverandi þá fór seljandi með hann í ástandsskoðun hiklaust þannig að....

Author:  GHR [ Tue 13. May 2003 16:28 ]
Post subject: 

Jæja, ég fór með minn í dag.
Gekk bara vel eins og mátti við búast.
Þarf reyndar að kippa smá hlutum í orden til að hann verði frábær :P
Það kom mér hins vegar á óvart hversu ítarlegt þetta var. Hann setti út á:

1. Ónýtt varadekk (datt það ekki einu sinni til hugar að það yrði sett út á svoleiðis)

2. Dökk afturljós (sami skoðunarkall og setti 04 miða á þessi sömu afturljós, en greinilega að herða reglurnar enn meira) - Fór og skipti við Bílstart um afturljós svo nú er ég kominn með venjuleg :P

3. Þokuljós (vantar ennþá eitt ljósið)

4. Olíumengun (stýrið dropar og byrjað að leka meðfram drifi)

5. Sprunga í ljósakeri


Allt er þetta nú frekar smátt og ég fékk dæmingu 1 á allt nema afturljósin :? en nú eru kominn bara flottari undir
:P

Author:  Heizzi [ Tue 13. May 2003 23:56 ]
Post subject: 

Þú mátt vera sáttur við þetta

Author:  Moni [ Wed 14. May 2003 13:55 ]
Post subject: 

Já mátt alveg vera sáttur með þetta, þessir kallar setja auðvitað útá allt, og orða það eins og það sé miklu alvarlegra, eins og ég átti Toyota Hilux, með húsi yfir pallinum og í ástandskoðuninni þegar ég var að seljann þá var sagt: "Mikill raki í farangursgeymslu" Comon þetta er pickup... :D
Svo var líka sagt "yfirbygging ryðguð" en það var smá ryð aftan á pallinum, en það hl´jomar eins og bíllinn sé ryðgaður í sundur...
þeir eru svo sem ágætir þegar maður er að kaupa bíl, þá getur maður lækkað verðið :twisted:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/