Varðandi sportlegt hljóð og púst.
Í fyrsta lagi, að hreinsa úr hvarfakútnum þarf ekkert að gera sportlegra hljóð! Það er eitt að hafa sportlegt hljóð og annað að hafa meiri hávaða. Auðvitað gefur það betri öndun að hreinsa úr hvarfakútnum og þess vegna getur það gefið meira afl. En ekki einfalda málið um of og segja að það geri hljóðið sportlegra!
Það er vandaverk að fá sportlegt hljóð í bíl, þannig að vel sé. Það er eitthvað sem mikil vinna fer í hjá þeim er búa til Aftermarket kerfi og kannski ekki bara hlaupið að því á næsta pústverkstæði. Ein vél er allt öðruvísi en önnur hvað hljóð varðar og ekki hægt að setja fram eina formúlu sem virkar fyrir allt. Svo er það sem einum finnst flott er of hátt fyrir hinn! Eða of lágt osfrvs.
Svo er líka mjög erfitt að fá 4cyl bíla til að hljóma vel, það er einfaldlega ekki nógu djúpt hljóð í vélunum.
Ég get ekki annað en brosað þegar ég sé dollubíla keyra framhjá. Þar sem derhúfustrákarni geta varla talað saman af því að þeir létu taka burtu einn kútinn til að gefa meiri hávaða!
Mitt ráð er að kaupa tilbúið kerfi undir bílinn (ekki endilega allt saman, hægt að skipta út aftasta kútnum t.d.) frá virtum framleiðanda.
Og helst að vera búinn að heyra hljóðið áður en það er keypt. Ef það er ekki hægt, þá myndi ég bara halda mig við upphaflega kerfið í bílnum, ef
hljóðið er það sem ég væri að spá í.
Bara mín 2 sent,
Sæmi