bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Viðskipti https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14752 |
Page 1 of 1 |
Author: | IngóJP [ Thu 30. Mar 2006 03:05 ] |
Post subject: | Viðskipti |
Jæja Kæru BMW Krafts Meðlimir Ég hef spurningu sem ég þarf að bera undir ykkur og ykkar álit á einu máli Kaupandinn (Grétar) Seljandi (Gvendur) Hérna kemur það. Grétar er að leita sér að læstu drifi í bílinn sinn. Gvendur er að selja eitt slíkt. Grétar talar við Gvend um kaup á læsta drifinu og niðurstaða kemst í málið. Grétar borgar Gvendi 15 þús fyrirfram fyrir drifið og ætlar að borga 30 þúsund um mánaðarmótin og þá fær hann drifið einnig afhent. Núna er Grétar búinn að borga Gvendi 15 þúsund og býður mánaðarmóta til að geta borgað restina. Svo kemur babb í bátinn nokkrum dögum fyrir mánaðarmót skemmir Gvendur læsta drifið sitt sem er í hans bíl æjæj. Svo Gvendur hringir í Grétar og segir honum að hann fái ekki drifið þó að hann væri búinn að borga 15 þúsund fyrir það. Gvendur segir við Grétar að hann þurfi sjálfur að nota drifð útaf hann hafi skemmt sitt drif. Gvendur segist ætla að borga Grétari þessi 15 þúsund og nota drifið sjálfur. Svo maður spyr sig þar sem Grétar var búinn að borga þessi 15 þúsund og Gvendur búinn að fallast á að lokagreiðsla yrði um mánaðarmótin. Hefur Gvendur rétt á því að nota drifið sjálfur og endurgreiða Grétari 15 þúsund þrátt fyrir að Grétar hafði staðið við allt sitt hingað til. Með von um góð svör Kveðja: Ingólfur Pétursson |
Author: | Eggert [ Thu 30. Mar 2006 04:31 ] |
Post subject: | |
Sæll Grétar ![]() Það eru held ég ekki til nein lög eða neitt sem styðja þig þarna, þar sem þetta er bara orð á móti orði. Vertu bara sáttur að hann borgi þér 15 þús kallinn til baka. ![]() |
Author: | IngóJP [ Thu 30. Mar 2006 04:50 ] |
Post subject: | |
ég á engan þátt í þessu máli ![]() |
Author: | Danni [ Thu 30. Mar 2006 06:48 ] |
Post subject: | |
Grétar fær þó penininginn sinn til baka, í staðinn fyrir að borga og svo kemur "babb í bátinn" og hann bara óheppinn, 15þús kalli fátækari og ekkert drif og þarf bara að gjöra svo vel að finna sér annað. |
Author: | gstuning [ Thu 30. Mar 2006 09:06 ] |
Post subject: | |
fyrst að hann borgaði fyrirfram þá finnst mér að hann ætti að fá að borga rest og eiga drifið sem er í lagi, hinn á 45k til að kaupa sér drif!! |
Author: | Djofullinn [ Thu 30. Mar 2006 09:22 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: fyrst að hann borgaði fyrirfram þá finnst mér að hann ætti að fá að borga rest og eiga drifið sem er í lagi, Einmitt, hann er búinn að festa sér drifið.
hinn á 45k til að kaupa sér drif!! |
Author: | Spiderman [ Thu 30. Mar 2006 09:25 ] |
Post subject: | |
Það er klárlega kominn á samningur á milli þessara tveggja manna þar sem ekki eru gerðar formkröfur til samninga í íslenskum rétti, þ.e. munnlegir samningar eru jafngildir skriflegum. Þar sem fullgildur samningur var kominn á, þá getur Grétar krafist efnda in natura, þ.e hann getur krafist þess að Gvendur efni samninginn samkvæmt aðalefni samningsins þ.e að hann afhendi drifið um næstu mánaðarmót. Niðurstaðan er því sú að: Gvendur er bundinn af samningnum á grundvelli samningaréttar og getur Grétar krafist efnda in natura, riftun af hálfu seljanda er ekki inní myndinni þar sem hann getur afhent drifið, svokallaður almennur ómöguleiki til afhendingar er hér ekki til staðar. |
Author: | arnibjorn [ Thu 30. Mar 2006 09:27 ] |
Post subject: | |
Spiderman wrote: Það er klárlega kominn á samningur á milli þessara tveggja manna þar sem ekki eru gerðar formkröfur til samninga í íslenskum rétti, þ.e. munnlegir samningar eru jafngildir skriflegum. Þar sem fullgildur samningur var kominn á, þá getur Grétar krafist efnda in natura, þ.e hann getur krafist þess að Gvendur efni samninginn samkvæmt aðalefni samningsins þ.e að hann afhendi drifið um næstu mánaðarmót.
Niðurstaðan er því sú að: Gvendur er bundinn að samningnum á grundvelli samningaréttar og getur Grétar krafist Efnda in natura, riftun af hálfu seljanda er ekki inní myndinni þar sem hann getur afhent drifið, svokallaður almennur ómöguleiki til afhendingar er hér ekki til staðar. Þú ert ekkert í lögfræði eða neitt þannig er það nokkuð? ![]() En þetta er alveg rétt hjá þér, samkomulagi hefur verið náð og því á að fylgja eftir. |
Author: | fart [ Thu 30. Mar 2006 10:03 ] |
Post subject: | |
Munnlegir samningar... jú þeir eiga að vera jafn bindandi og skriflegir skv íslenskum lögum. Ómögulegt samt að krefjast þess að þeir séu efndir. |
Author: | bimmer [ Thu 30. Mar 2006 10:27 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Munnlegir samningar... jú þeir eiga að vera jafn bindandi og skriflegir skv íslenskum lögum. Ómögulegt samt að krefjast þess að þeir séu efndir.
Nákvæmlega... works in theory, not in practice. |
Author: | bjahja [ Thu 30. Mar 2006 11:05 ] |
Post subject: | |
Grétar á sinn rétt að fá drifið, hinsvegar ef ég væri Grétar þá myndi ég bara fá mínar 15.000kr til baka og kaupa mér drif annarstaðar frá. Myndi ekki vilja skilja manninn eftir driflausan ![]() |
Author: | Saxi [ Thu 30. Mar 2006 14:34 ] |
Post subject: | |
Spiderman wrote: Það er klárlega kominn á samningur á milli þessara tveggja manna þar sem ekki eru gerðar formkröfur til samninga í íslenskum rétti, þ.e. munnlegir samningar eru jafngildir skriflegum. Þar sem fullgildur samningur var kominn á, þá getur Grétar krafist efnda in natura, þ.e hann getur krafist þess að Gvendur efni samninginn samkvæmt aðalefni samningsins þ.e að hann afhendi drifið um næstu mánaðarmót.
Niðurstaðan er því sú að: Gvendur er bundinn af samningnum á grundvelli samningaréttar og getur Grétar krafist efnda in natura, riftun af hálfu seljanda er ekki inní myndinni þar sem hann getur afhent drifið, svokallaður almennur ómöguleiki til afhendingar er hér ekki til staðar. Meginreglan er sú að samninga skuli halda (pacta sunt servanda) En þrátt fyrir að engar formkröfur séu gerðar, hvílir sönnunarbyrðin á þeim er heldur því fram að samningur hafi komist á. sbr. 1. mgr. 91. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000. Saxi |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |