Spiderman wrote:
Það er klárlega kominn á samningur á milli þessara tveggja manna þar sem ekki eru gerðar formkröfur til samninga í íslenskum rétti, þ.e. munnlegir samningar eru jafngildir skriflegum. Þar sem fullgildur samningur var kominn á, þá getur Grétar krafist efnda in natura, þ.e hann getur krafist þess að Gvendur efni samninginn samkvæmt aðalefni samningsins þ.e að hann afhendi drifið um næstu mánaðarmót.
Niðurstaðan er því sú að:
Gvendur er bundinn af samningnum á grundvelli samningaréttar og getur Grétar krafist efnda in natura, riftun af hálfu seljanda er ekki inní myndinni þar sem hann getur afhent drifið, svokallaður almennur ómöguleiki til afhendingar er hér ekki til staðar.
Meginreglan er sú að samninga skuli halda (pacta sunt servanda)
En þrátt fyrir að engar formkröfur séu gerðar, hvílir sönnunarbyrðin á þeim er heldur því fram að samningur hafi komist á. sbr. 1. mgr. 91. gr. laga um lausafjárkaup nr. 50/2000.
Saxi