bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Fann dáldið merkilegt í Reykjavík... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14750 |
Page 1 of 3 |
Author: | Twincam [ Wed 29. Mar 2006 22:56 ] |
Post subject: | Fann dáldið merkilegt í Reykjavík... |
Jæja strákar... Við mína vinnu, þá fer ég alltaf reglulega á einn ákveðinn stað í Reykjavík.. og þangað fer ég um miðjar nætur. En það sem málið snýst um er að ávallt þegar ég kom á þennan ákveðna stað.. þá rak ég augun í E30 framenda og svo sá ég glimta í það að toppurinn væri eitthvað öðruvísi en venjulega. Svo loksins um helgina hafði ég tíma til að stoppa og kíkja almennilega á gripinn. Og viti menn.. hafði ég þá ekki bara rekist á eitt stykki E30 BAUR bíl í heldur döpru standi. Hann er svona dökk-dökkgrænn og sjúskaður. Veit einhver betur deili á þessum bíl og jafnvel hver eigandi er og hvort hann sé falur og svo framvegis? Þessir eru nefnilega "nettljótir" og fágætir hér á landi allavega, svo gaman gæti verið að eiga einn svona ![]() |
Author: | JOGA [ Wed 29. Mar 2006 23:08 ] |
Post subject: | |
Þetta er mjög líklega gamli bíllinn minn. 1984 módel af 323i. Fluttur inn að mig minnir 1998. Ég keypti þennan bíl ca. 2000 og átti í nokkra mánuði. Keypti hann með smá dæld vinstra megin minnir mig að framan, ónýtt púst og vanstilltan og leiðinlegan. Ég skipti um púst, lét stilla hann og var eitthvað búinn að dúlla í honum þegar að ég seldi hann (enn með beyglunni). Það keypti hann e-h bílskúrs föndrari sem rétti hann og sprautaði og málaði m.a. felgurnar og eitthvað. Svo bara vissi ég ekkert af honum fyrr en ég frétti af honum inn í garði (nánast). Um að gera að bjarga greyinu ef honum er bjargarvert. Fór og skoðaði hann fyrir stuttu og ég sá strax að ég hef ekki tíma né aðstöðu til að gera honum góð skil. Geta orðið flottir bílar... |
Author: | Eggert [ Wed 29. Mar 2006 23:15 ] |
Post subject: | |
Hann heitir Siggi sá sem á þennan bíl í dag og mótorinn er bilaður/ónýtur. Fór í honum olíudælan. Hann vill 40 þúsund fyrir gripinn. |
Author: | Alpina [ Thu 30. Mar 2006 14:39 ] |
Post subject: | |
Ef þetta er sá að ég held að sé......... þá var hann Hvítur með blárri innréttingu og var.........................EKKI fluttur inn 98 heldur mikið fyrr |
Author: | jens [ Thu 30. Mar 2006 15:02 ] |
Post subject: | |
En var hann nokkuð Baur helur cabrio. |
Author: | Alpina [ Thu 30. Mar 2006 15:04 ] |
Post subject: | |
jens wrote: En var hann nokkuð Baur helur cabrio.
?????????????????????????? |
Author: | gstuning [ Thu 30. Mar 2006 15:16 ] |
Post subject: | |
jens wrote: En var hann nokkuð Baur helur cabrio.
það er bara einn hvítur cabrio hérna |
Author: | jens [ Thu 30. Mar 2006 16:03 ] |
Post subject: | |
lenti í að vera að bóna við hliðinna á hvítur cabrio sem var blár að innan og fórum við að tala saman og kom til tals að ég myndi skipta við hann á cabrio og mínum E21 en það varð ekki af því. Þetta var '89 og mig minnir að cabrio hafi verið '84 módel sem gerir hann Baur er það ekki. |
Author: | gstuning [ Thu 30. Mar 2006 16:05 ] |
Post subject: | |
jens wrote: lenti í að vera að bóna við hliðinna á hvítur cabrio sem var blár að innan og fórum við að tala saman og kom til tals að ég myndi skipta við hann á cabrio og mínum E21 en það varð ekki af því. Þetta var '89 og mig minnir að cabrio hafi verið '84 módel sem gerir hann Baur er það ekki.
baur er ekki cabrio,, þetta hefur þá verið baur bíll,, |
Author: | jens [ Thu 30. Mar 2006 18:24 ] |
Post subject: | |
Ég veit. |
Author: | adler [ Thu 30. Mar 2006 20:32 ] |
Post subject: | |
Er nokkuð hægt að fá að vita hvar þessi bíll er staðsettur í bænum,ég hefði gaman að því að skoða hann. Það kom svona bíll fyrir mörgum árum síðan og var sá bíll held ég 84 eða 85 árg og sá bíll var hvítur með blá innréttingu það var fyrsti svona bíllinn sem kom á klakann. Hann var ekki vel viðgerður eftir tjón sem hann hefur lent í þegar að hann var nýlegur. Ég sá hann og skoðaði á bílasölu að ég held öðru hvorumeginn við 1990. |
Author: | jens [ Thu 30. Mar 2006 21:20 ] |
Post subject: | |
Stemmir við lýsingunna hjá mér, bíllinn var '84 og eigandinn var að spá í að selja um '90. Ég hef oft hugsað um það hvað hafi orðið af bílnum og er gott að hann er enn til. |
Author: | Eggert [ Thu 30. Mar 2006 21:23 ] |
Post subject: | |
Bíllinn stendur í innkeyrslu við Langholtsveg, 140 og eitthvað eða 160 og eitthvað.. man ekki alveg. |
Author: | Twincam [ Thu 30. Mar 2006 22:15 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Bíllinn stendur í innkeyrslu við Langholtsveg, 140 og eitthvað eða 160 og eitthvað.. man ekki alveg.
Kannski ekki alveg viðeigandi að birta húsnúmerið hérna á spjallinu.. ![]() ![]() |
Author: | CosinIT [ Thu 30. Mar 2006 22:43 ] |
Post subject: | |
cool þá fer maður að kíkja á hann á morgun ![]() er boddyið alveg viðbjargandi? ég veit nefla um mótor í þennan |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |