bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Dekkjastærðir https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1475 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarki [ Sat 10. May 2003 00:53 ] |
Post subject: | Dekkjastærðir |
Var að velta því fyrir mér hvaða hæð á dekkjum maður ætti að fá sér. Orginal á mínum bíl er 205/65R15 eftir því sem ég hef verið að lesa þá ætti ég að fá mér t.d. 235/45R17 ef ég væri með 17" þ.e. 45 prófíl og 225/55R16 fyrir 16" það er 55 prófíl til að halda sömu hæð á bílnum. En ef maður kaupir felgur með dekkjum sem eru t.d. með minni prófíl heldur en þetta kannski 255/40R17 að aftan hverju breytir það þá fyrir mig, bíllinn lækkar ég er klár á því og ummálið á dekkinu hlýtur að minnka þannig að hver snúningur á dekkinu er minni hraðamælirinn breytist eitthvað smá en í landi þar sem mesti leyfilegi hraði er 90km/klst ætti það nú varla að skipta miklu. Eitthvað annað sem maður ætti að varast. Svo er líka stundum mismunandi hæð á fram og afturdekkjum eitthvað sem mælir með eða á móti því? Ef ég fæ mér nýjar felgur á minn 16" eða 17" þarf ég að fá mér nýja bolta til að festa þær eða get ég notað orginal boltana og er ekki vissara að vera með einhverja "þjófavörn" á þessu einn læstan eða frábrugðin á hverju dekki? |
Author: | BMW 318I [ Sat 10. May 2003 01:05 ] |
Post subject: | |
ef þú ætlar að fá dekk með minni profíl þá munurinn ekki vera meiri en 10% því annars þarftu að láta stilla hrðamælin uppá nýtt svo þetta með læsingu á felgurnar þá notaru bara venjulega nem einn á hvert dekk þ.e. kaupir kitt með 4 nýum boltum einn fyrir hvert dekk |
Author: | Logi [ Sat 10. May 2003 08:57 ] |
Post subject: | |
Og þú mátt ekki gleyma því að prófíllinn er prósenta af breiddinni, en ekki föst tala. Dæmi 235/45-17 og 265/40-17 eru nánast jafn stór, prófíllinn er 45% af 235 mm (þ.e. 105,75mm) og 40% af 265 mm (þ.e. 106mm). |
Author: | Alpina [ Sat 10. May 2003 09:02 ] |
Post subject: | |
205/65 15 er allgengt i vetrar stærð framan +aftan 235/45 17 (8 " felga að framan) og 255/40 17 (9" felga að aftan) Ummálið er næstum það sama og þetta er það sem BMW selur með frá sér......... Sv.H |
Author: | joipalli [ Sat 10. May 2003 18:47 ] |
Post subject: | |
Þetta ætti að hjálpa: http://www.chris-longhurst.com/carbibles/tyre_bible.html Neðar á síðunni er dekkjastærðar reiknivél |
Author: | Bjarki [ Sun 11. May 2003 15:32 ] |
Post subject: | |
Þetta er frábær síða segir allt sem segja þarf. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |