bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Jæja, búinn að henda inn myndum af M5 græjunni...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=147
Page 1 of 2

Author:  saemi [ Tue 08. Oct 2002 14:10 ]
Post subject:  Jæja, búinn að henda inn myndum af M5 græjunni...

Nýji M5 bíllinn minn! Eins og ég póstaði áður :D


Þetta er 1982 módel af 528i, sem er búið að setja allt dótið úr 1987 E28 M5 bíl í (velti). Hann er keyrður 100.000km, og boddíið er í mjög góðu standi, ekkert ryð. Alpina innrétting að innan, topplúga, ABS, stóra aksturstölvan, rafmagn í rúðum, rafgeymirinn í skottinu (þar sem hann á að vera), osfrvs. Hann er búinn að standa síðan 1996, og mig grunar að það þurfi að skipta um heddpakkningu í honum. Vonandi ekki meira! 7-9-13.

Planið í augnablikinu er að taka allt draslið og setja í sexuna!

Setja svo venjulegan 3.5L vél í bílinn og selja hann sem M535i bíl. Hefur einhver áhuga :roll:

Þá er bara að bíða í svona viku eftir dýrinu... Átti að koma í morgun, en tefst eitthvað aðeins. Svo er bara upp með tuskuna og bónið!

Sæmi

Image
Image
Image

http://www.islandia.is/smu

Author:  Djofullinn [ Tue 08. Oct 2002 14:12 ]
Post subject: 

Nice! :D

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 14:20 ]
Post subject: 

ARGHHHHHHH!

Ég skal kaupa hann sem 535M, en bara ef hann er með réttu kitti :lol:

Mér finnst þetta framúrskarandi hjá þér og sexan verður guðdómleg með þessari vél maður!

En ég verð að selja minn M5 áður en ég kaupi annan bíl, en þú mátt alveg lata mig vita þegar þetta er búið. Mér er alveg sama þó hann sé ekki alveg ekta ef hann verður eins að öðru leiti en framleiðslunúmerin.... er það ekki planið annars?

535M 5 gíra?

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 14:23 ]
Post subject: 

Ég bara tárast af því að sjá þetta tæki maður!

Endilega láttu mig vita þegar þetta er komið, mig langar að sjá þetta!

Author:  saemi [ Tue 08. Oct 2002 14:25 ]
Post subject: 

Jú, planið er að hafa hann alveg eins og M535i bílinn. Með M5 fjöðruninni, 5 gíra kassa og vélinni sem er í sexunni núna. Var ekkert búinn að ákveða með //M kittið. Ég á til //M kittið hér heima, hef aldrei sett það á bílinn minn, sem stóð til að gera.

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 14:31 ]
Post subject: 

Það væri nú bara draumur fyrir mig að fá hann þannig, en hvað með litinn, voru ekki eitthvað takmarkað litaúrval á 535M bílinn? VIldi helst hvítann, en maður er nú ekki svo pikkí....

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 14:32 ]
Post subject: 

M535i meina ég auðvitað. Gætir þú ímyndað þér verð á þetta þegar þú ert búinn?

Author:  Svezel [ Tue 08. Oct 2002 15:09 ]
Post subject: 

Bara svalt

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 15:18 ]
Post subject: 

Þetta verður ekki mikið svalara en þetta... nema náttúrulega M6 ;) eða þannig...

En ég er svo voða mikið fyrir sleeper lúkkið og hvað er meiri sleeper en E28 M5??? Ég bara spyr?

Author:  saemi [ Tue 08. Oct 2002 15:46 ]
Post subject: 

Aaaaa... með litaúrvalið er ég nú ekki viss, en maður hefur séð svartan, gráan, silfur, rauðan, hvítan. Ég held að það hafi nú verið til fleiri, dökkblár og grænn. Þessi er eins og sést silfraður, og var sprautaður aftur 94. Glæran er soldið flögnuð á nokkrum stöðum, þarf að laga það. Ég myndi setja svona 350.000.- á hann tilbúinn. Og það besta er náttúrulega að þetta verður fornbíll eftir 5 ár!

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 15:49 ]
Post subject: 

Hringdu bara í mig þegar hann er klár I WANT IT!!!

Án gríns... þetta er akkúrat það sem mig vantar sem aukabíl þegar minn er farinn (á meðan ég er að spara sko, þá þarf ég ekki að kaupa mér mótorhjólið sem ég var að spá í)

Tékkaði aðeins á mobile.de það er einn M535i í súperástandi þar á 5900 evrur, ekinn 77 þús!!!

svo annar flottur á 3800 evrur.... og svo einn sem lítur fínt út á 1500 evrur???

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 15:53 ]
Post subject: 

Verður hann semsagt skráður sem 1982 módel??? Það er verulega hentugt...

Author:  saemi [ Tue 08. Oct 2002 16:56 ]
Post subject: 

já, hann ætti að verða það, boddíið er 1982, og það er það sem stendur í skírteininu þýska.

Jáhh, þessir bílar eru að fara alveg á svona 1000-1500 evrur úti, í allt í lagi standi ef maður hittir á góðan díl, en það er náttúrulega þýskaland... :(

Kostnaður við að koma með svona bíl heim er ekki beint skemmtilegur, verður svona 300.000.- kall! svo þú færð bílinn á 50.000.-... hitt verður kostnaður, hihi

Ég tími varla að selja hann sjálfur, boddíið er í svo fínu standi, og 1982 módel er MJÖG hentugt. En maður getur ekki átt allt!

Author:  bebecar [ Tue 08. Oct 2002 17:04 ]
Post subject: 

Nei, sérstaklega ekki þegar maður á nóg af bílum fyrir ;)

En, ég þarf líklega að selja minn fyrst, en það tekur þig nú smá tíma að klárann, ég hugsa að ég myndi nú samt skella mér á hann þó ég væri ekki búin að selja!

Hvað heldur þú að þú verðir lengi að klára þetta dæmi?

Author:  Bjarki [ Tue 08. Oct 2002 18:03 ]
Post subject: 

Hvaða felgur eru undir þessum bíl?
Er þetta 16" eða 17" þær eru mjög líkar felgunum sem þú ert að selja núna, 17" sem þú keyptir á ebay.de

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/