Ég rak augun í frétt á mbl.is og í framhaldi gúglaði ég þetta orð.
Quote:
Ökugerðin framundan
UNGLINGAR og aðrir sem eru að læra á bíl ættu á næstu misserum að geta farið að æfa sig í sérstökum ökugerðum sem bjóða upp á aðstöðu til þjálfunar fyrir bæði ökunema og atvinnubílstjóra í endurmenntun. Samgönguráðherra bindur miklar vonir við að ökugerðin geti haft í för með sér breytingu til batnaðar í umferðaröryggismálum. Reglugerð um ökugerði verður að öllum líkindum tilbúin hjá ráðuneytinu á þessu ári.
Lengi hefur verið uppi krafa um að ökugerði verði reist þar sem ökunemar læra að aka í lausamöl og hálku undir leiðsögn ökukennara í vernduðum aðstæðum.
Kostnaður við ökugerði gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna og munu ökunemendur borga fyrir notkun þar, hugsanlega um 15 þús. krónur fyrir hvert bílpróf, en á móti kemur að þeir ættu að gætu sparað sér samsvarandi upphæð sem annars hefði farið í fleiri ökutíma, að mati Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarstofu
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1192246Quote:
Samkvæmt hugmyndum ráðuneytisins er gert ráð fyrir því að æfingaakstur í ökugerði fari fram undir leiðsögn ökukennara, sem hlotið hafi endurmenntun til kennslu innan gerðisins. Ökugerði verði a.m.k 150 x 400 metrar að stærð; og með fjölmörgum mismunandi brautum þar sem hægt er að líkja eftir ólíkum akstursskilyrðum.
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=3151457&e342RecordID=122795&e3
Veit einhver meira um málið? Er þetta eitthvað af viti fyrir okkur akstursáhugamenn?