bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Myndakeppni??? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1458 |
Page 1 of 2 |
Author: | Raggi M5 [ Thu 08. May 2003 14:50 ] |
Post subject: | Myndakeppni??? |
Ég var að pæla í því hvort að það væri ekki stemning að hafa svona myndakeppni, svona svipaða og Sæmi tók þátt í? Þeir meðlimir sem eiga mynd af bílnum sínum setja þær inn svo verður kjósa bara meðlimir hver er besta myndin. Ég held að þetta gæti orðir skemmtilegt? Hvað fynnst ykkur ![]() ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 08. May 2003 14:57 ] |
Post subject: | |
Engin spurning.... þetta er fín hugmynd! Það þyrfti nú kannski að dobbla B&L til að sponsora vinning svo þáttaka verði nú góð - og að sjálfsögðu birta þeir myndina í sínu fréttablaði! Úttekt í varahlutadeildinni t.d. eða ástandsskoðun á bílinn.... eða bara bónpakka. |
Author: | Raggi M5 [ Thu 08. May 2003 15:30 ] |
Post subject: | |
Já það væri snilld ég held að við ættum að gera þetta! |
Author: | bjahja [ Thu 08. May 2003 16:16 ] |
Post subject: | |
Já, þetta væri frábært. Bara að gefa manni smá tíma til þess að taka myndina. |
Author: | saevar [ Thu 08. May 2003 16:20 ] |
Post subject: | |
Þetta er snilldar hugmynd, ég myndi pottþétt taka þátt. Og ekki myndi skemma fyrir einhver góður vinningur. Það er bara spurning með skipulag á þessu, hvort það ætti að skipta þessu niður í einhverja flokka og svoleis. |
Author: | saemi [ Thu 08. May 2003 17:18 ] |
Post subject: | |
Góð hugmynd, ég skal tala við B&L Sæmi |
Author: | Raggi M5 [ Thu 08. May 2003 17:34 ] |
Post subject: | |
Híhí ég er snillingur ![]() ![]() Þetta verður geggjað!!! Hvenær eigum við þá að hafa skilafrest til að senda inn myndirnar???? |
Author: | iar [ Thu 08. May 2003 18:12 ] |
Post subject: | |
Frábær hugmynd! Raggi M5 wrote: Þetta verður geggjað!!! Hvenær eigum við þá að hafa skilafrest til að senda inn myndirnar????
Endilega hafa frestinn eitthvað fram á seinnihluta sumar svo fólk hafi tækifæri á að taka áhugaverðar myndir í sumarfríinu, jafnvel á einhverjum exotic stöðum. ![]() Spurning líka hvort B&L verði ekki að dæma líka ef þeir eru með vinningana. Passlega óháður aðili líka. |
Author: | arnib [ Thu 08. May 2003 19:23 ] |
Post subject: | |
Það er satt, það er frekar erfitt að finna einhvern til að dæma sem er algjörlega hlutlaus ![]() |
Author: | Moni [ Fri 09. May 2003 01:42 ] |
Post subject: | |
Hehe Raggi M5, snilldar hugmynd!! ![]() ![]() ![]() |
Author: | saemi [ Fri 09. May 2003 09:40 ] |
Post subject: | |
Þessu hefur verið komið á framfæri við B&L. Þeim leist bara vel á hugmyndina. Sæmi |
Author: | bebecar [ Fri 09. May 2003 10:38 ] |
Post subject: | |
Frábært.... ég á ansi góða mynd af M5 á tjaldstæði og pökkuðum af útilegugír, grasið upp fyrir svuntuna... óvenjulegur staður fyrir M5..... |
Author: | Raggi M5 [ Fri 09. May 2003 11:33 ] |
Post subject: | |
Er ekki fínt að hafa frestinn bara svona ca. mánuð eða eikkað álíka??? Er þá planið að láta B&L velja flottustu myndina?? |
Author: | oskard [ Fri 09. May 2003 11:36 ] |
Post subject: | |
Skila bara inn myndum eftir bíladaga á akureyri ? ![]() |
Author: | Raggi M5 [ Fri 09. May 2003 11:55 ] |
Post subject: | |
oskard wrote: Skila bara inn myndum eftir bíladaga á akureyri ?
![]() Ég er maður í það, það væri fínn tími! |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |