bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innfluttar felgur?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14565
Page 1 of 1

Author:  ///Matti [ Sun 19. Mar 2006 20:12 ]
Post subject:  Innfluttar felgur?

Smá pælingar :wink:
Hvað bætist sirka mikið á sett verð á innfluttum felgum?Ég er að skoða felgur á Ebay sem kosta 1950 dollara?(19 tomma)

Með öðrum orðum, hvað má ég búast við að borga mikið allt í allt :wink:

Og er ódýrara eða betra að taka þær í gegnum Shop USA?

Author:  Henbjon [ Sun 19. Mar 2006 23:25 ]
Post subject:  Re: Innfluttar felgur?

///Matti wrote:
Smá pælingar :wink:
Hvað bætist sirka mikið á sett verð á innfluttum felgum?Ég er að skoða felgur á Ebay sem kosta 1950 dollara?(19 tomma)

Með öðrum orðum, hvað má ég búast við að borga mikið allt í allt :wink:

Og er ódýrara eða betra að taka þær í gegnum Shop USA?


Er þetta verð með sendingarkostnaði?

Author:  fixxxer [ Mon 20. Mar 2006 19:08 ]
Post subject: 

Ef aðilinn býður upp á sendingu til Íslands þá myndi ég taka þetta þannig inn. ShopUsa er þvílíkt okur fyrir ekki neitt. Ég amk sparaði mér virkilega góðan pening þegar ég pantaði vetrardekkin frá Tirerack. Ætlaði að láta ShopUsa flytja þetta en þeir voru að klúðra málum þannig ég setti mig í samband við þjónustufulltrúa frá Tirerack og hann reddaði þessu fyrir mig. Sparaði minnir mig um 15þ kall. Pósturinn/Tollurinn fyllir síðan út tollskýrslu fyrir 2000 kall.
Eina skiptið sem gott er að nota shopusa er þegar seljandinn sendir ekki út fyrir USA (sem er reyndar frekar oft með svona stóra vöru).
Get reddað nafninu á þessum þjónustufulltrúa hjá Tirerack ef áhugi er á.

Author:  blomqvist [ Mon 20. Mar 2006 22:04 ]
Post subject: 

Ég var að taka inn felgur+dekk frá UK.

Formúlan er svona held ég:
(((verð + sending) * 1.075) * 1.15) * 1.245 = X

Svo bætiru kannski við 2000-3000 kall í einhver tollskýrslugjöld og svona.
Ég gafst upp á USA vegna þess að fáir vildu senda út fyrir USA.
Þetta var varla að borga sig ef maður pantaði þetta í gegnum ShopUSA.

Aðal málið er líka að borga ekki of mikið í sendingarkostnað ... hitti á endanum á http://stores.ebay.co.uk/LEIGH-TYRES-WHEELS sem tók bara 150 pund í sendingarkostnað (TNT sending) ... pantaði á fimmtudagskvöldi og var kominn með felgurnar á þriðjudagsmorgni :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/