bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

To shop in DC
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14457
Page 1 of 1

Author:  Danni mazda [ Mon 13. Mar 2006 12:07 ]
Post subject:  To shop in DC

Lumar einhver á upplýsingum um staði út i DC og þar í kring þar sem ég get verslað dót í Bmw?
Veit um eina búð en það er svona bílanaust fílingur í henni.. skoða hana betur þegar ég fer út

öll hjálp vel þegin :D

Author:  jth [ Mon 13. Mar 2006 16:02 ]
Post subject: 

Hér er síða sem bendir á góð verkstæði á svæðinu, flest þeirra eru með heimasíður (fátæklegar) og selja eitthvað af aukahlutum.
http://www.dvsmith.net/bmw/dc_service_shops.html

Hvaða búð í DC ertu að tala um - hvað er það sem þú ert að leita að?

Gangi þér vel,

Author:  Erica [ Mon 13. Mar 2006 16:21 ]
Post subject: 

Er ekkert búin að negla eitthvað ákveðið niður sem ég ætla að kaupa..kannski nýjan spoiler..Verð í nágrenni DC og langaði að skoða eitthvað sem gaman væri að kaupa..

en ég skoða þessa síðu..takk fyrir það

Author:  jth [ Mon 13. Mar 2006 16:40 ]
Post subject: 

Erica wrote:
Verð í nágrenni DC og langaði að skoða eitthvað sem gaman væri að kaupa..


Besta ráðið sem ég get gefið þér er að skoða þetta á netinu, kaupa þar og láta senda til þín meðan þú verður hér (þ.e.a.s. ef þú getur hugsað þér að kaupa án þess að hafa séð hlutinn með berum augum).

Það er bara svekkjandi að vera að aka um milli þessara sjoppa og vonast til að sjá eitthvað af viti þar. Eina leiðin er að vera búinn að hringja og athuga hvað gæti verið til, keyra svo um og skoða.... (Fyrir utan að standardinn í flestum þessara fyrirtækja er ekki í líkingu við það sem við þekkjum frá Íslandi, þetta eru eintómir pappakassar :lol: )

Mín ráðlegging er að standa ekki í því að krúsa milli bílabúða, nýttu tímann sem þú hefur hér - þetta er stórkostlegt svæði.

Gangi þér vel,

Author:  Erica [ Mon 13. Mar 2006 16:51 ]
Post subject: 

Þetta er í 4 eða 5 skipti sem ég fer út..dýrka þennan stað :D
en ég þakka fyrir upplýsingarnar

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/