Erica wrote:
Verð í nágrenni DC og langaði að skoða eitthvað sem gaman væri að kaupa..
Besta ráðið sem ég get gefið þér er að skoða þetta á netinu, kaupa þar og láta senda til þín meðan þú verður hér (þ.e.a.s. ef þú getur hugsað þér að kaupa án þess að hafa séð hlutinn með berum augum).
Það er bara svekkjandi að vera að aka um milli þessara sjoppa og vonast til að sjá eitthvað af viti þar. Eina leiðin er að vera búinn að hringja og athuga hvað gæti verið til, keyra svo um og skoða.... (Fyrir utan að standardinn í flestum þessara fyrirtækja er ekki í líkingu við það sem við þekkjum frá Íslandi, þetta eru eintómir pappakassar

)
Mín ráðlegging er að standa ekki í því að krúsa milli bílabúða, nýttu tímann sem þú hefur hér - þetta er stórkostlegt svæði.
Gangi þér vel,