bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Felguréttingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14454
Page 1 of 1

Author:  jens [ Sun 12. Mar 2006 17:27 ]
Post subject:  Felguréttingar

Mig langar til að deila með ykkur reynslu minni en ég fór með Alpina replica felgurnar mínar til Magnúsar í felguréttingum í Axarhöfðanum. Mér til mikilar mæðu þarf að gera við smá í öllum fjórum felgunum og er það spurning fyrir mig hvort ég eigi að fá mér nýjar felgur frekar en að henda miklum pening í þessar gömlu. Ég fór að spá í þessu við Magnús sem var vel kunnugur BMWkraft spjallinu og sagði hann vera kominn með mjög gott umboð frá Þýskalandi t.d um 40.merki.
BBS-OZ-AMG-Brabus-Platin-Alutec-AZE-Brock-CV-Antera-Rorbet-Design-Anzo-Artec-ASA-Breyton- Dezent-Dms-Autec-DMS-Moiton-Heinzelmann
Intra-Keskin-Oxign-RH-Lorinsen-Rial-MAM-Mercedes Benz-Ronal-MIM-Momo-SMC-Steffin.
En ekki eru öll merki fyrir BMW en samt yfir 100 gerðir og afgreiðslufrestur er vika. Virkilega flottar felgur margt af þessu og um að gera að kíkja ef versla á felgur.is

Author:  srr [ Sun 12. Mar 2006 19:06 ]
Post subject: 

Eina sem honum vantar er bara stærra húsnæði :wink:

Author:  jens [ Sun 12. Mar 2006 19:39 ]
Post subject: 

Já getur verið en spurning um fyrirbyggingu sem skilar sér í meira verði. Held að við Kraftmenn séum í uppáhaldi hjá honum.

Author:  Tommi Camaro [ Sun 12. Mar 2006 20:33 ]
Post subject: 

maður þarf ekkert að fara þanngað með felgur í viðgerð nema þú viljir gef lífæri í leiðinni .
fór með eina bmw felgu sem þurfti að laga eftir kannt , þegar hann var búin að vera með hann í ca viku sagði hann mér að þetta væri svona 25-30 kall fór með hann í áliðjuna og borgaði 10 kall og málið dautt

Author:  bjahja [ Mon 13. Mar 2006 09:21 ]
Post subject: 

Ég er búinn að vera í miklum vandræðum með 1 felgu og fór með hana í áliðjuna tvisvar en þeir gátu aldrei lagað hana almennilega. Síðan fór ég með hana til hans, borgaði 10k og hún er búinn að vera góð síðan.
Síðan í driftæfingum síðasta sumar beyglaði ég eina felguna MIKIÐ og fór með hana til hans og hann lagaði hana alveg perfect.
Mín reynsla er allavegana að hann er miklu betri í þessu en aðrir sem ég er með reysnlu af. Man reyndar ekki hvað ég borgaði fyrir þessa seinni, en það var undir 20k

Author:  gunnar [ Mon 13. Mar 2006 11:26 ]
Post subject: 

Sammála honum bjarna, stútaði 17" felgunni minni á kanti og lét laga hana hjá honum. Gerði það mjög vel bara. Hann talaði um einmitt hvað hann hataði BMW felgur, þær væru svo harðar og erfitt að sjóða í þær og rétta.

Author:  Svezel [ Mon 13. Mar 2006 11:40 ]
Post subject: 

áliðjan er bara léleg að gera við felgur, kunna ekkert að laga felgur almennilega

Author:  jens [ Mon 13. Mar 2006 11:55 ]
Post subject: 

Þar höfum við það. Held að við ættum að gera afsláttardíl, hann virtist áhugasamur um að komast í viðskipti við kraftinn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/