bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

veit einhver hvað ég get sétt breið dekk á 7" felgut
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1435
Page 1 of 2

Author:  BMW 318I [ Tue 06. May 2003 20:45 ]
Post subject:  veit einhver hvað ég get sétt breið dekk á 7" felgut

ég er með 15" felgur sem eru 7" breiðar og er að spá hvað ég get sett breitt á þær þ.e. dekk það voru 205 en ég er að pæla í 225 að aftan veit einhver hvort það sé í lagi

Author:  Halli [ Tue 06. May 2003 20:55 ]
Post subject: 

það gengur ekki held ég

Author:  Gardar [ Tue 06. May 2003 21:23 ]
Post subject: 

ég myndi halda að 215 væri það breiðasta. en það er samt spurning

Author:  Moni [ Tue 06. May 2003 22:04 ]
Post subject: 

Ég myndi segja 215 algert hámark...

P.S. Garðar, Nice Ride!!! :D Hvað er græjan í hp???

Author:  saemi [ Tue 06. May 2003 22:12 ]
Post subject: 

ég myndi engan vegin segja breiðara en 215. Ég er með 225 á 8" breiðu, og það passar fínt!

Sæmi

Author:  joipalli [ Tue 06. May 2003 23:37 ]
Post subject: 

ég ætla að kaupa mér 225/45 16" dekk og setja á 7" felgu! Hef lesið um að það ætti að passa :roll:

Tími bara ekki að borga 130.000 kr fyrir umganginn af góðum michelin dekkjum, allra síst ef þau kosta ekki nema 60.000 kr 4 stk í þýskalandi.

Hvenær verður svo farið í hópferð til Þýskalands? :)

Author:  Moni [ Tue 06. May 2003 23:44 ]
Post subject: 

Það er ekki alltof sniðugt sko, bíllinn verður svagur á því að setja svona breitt dekk á 7" felgu, felgurnar eiga eftir að "dansa" inní dekkjabananum... ég myndi setja 215 mest allavegana...

Author:  BMW 318I [ Wed 07. May 2003 00:08 ]
Post subject: 

ég fer þá ekkert að hætta á það og fæ mér 215/55R15 að aftan og 205 að framan

Author:  oskard [ Wed 07. May 2003 12:10 ]
Post subject: 

fáðu þér bara 215 hringinn

Author:  gstuning [ Wed 07. May 2003 12:27 ]
Post subject: 

Ég var með 225/50-15 á 7,5 felgu og það voru eins og blöðrur

Author:  BMW 318I [ Wed 07. May 2003 16:52 ]
Post subject: 

oskard wrote:
fáðu þér bara 215 hringinn


verður ekki bara leiðinlegt að ná beyjum og sollis með of breitt á framan þó 1sm skiptikanski ekki máli

Author:  bjahja [ Wed 07. May 2003 16:58 ]
Post subject: 

Ég er með 225 að framan og 235 að aftan og það sem fer í taugarnar á mér er hvernig hann sveiflast stundum til í djúpum hjólförum.

Author:  hlynurst [ Wed 07. May 2003 20:48 ]
Post subject: 

BMW 318I wrote:
verður ekki bara leiðinlegt að ná beyjum og sollis með of breitt á framan þó 1sm skiptikanski ekki máli

Það er betra að vera með jafn breið dekk allan hringinn upp á þetta... allavega var það dekkjakarl sem sagði mér þetta...

Author:  benzboy [ Wed 07. May 2003 22:11 ]
Post subject: 

255 að framan og 285 að aftan, hef ekki fundið fyrir þessu með hjólförin en gæti átt það eftir :?

Author:  Bjarki [ Fri 09. May 2003 00:10 ]
Post subject: 

Ég hef fundið fyrir þessu með hjólförin á 225 dekkjum. Fjandinn hirði helvítis nagladekkin.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/