bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Stöndum saman í kvöld á Ak.. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14337 |
Page 1 of 1 |
Author: | Frenzy4 [ Sun 05. Mar 2006 19:18 ] |
Post subject: | Stöndum saman í kvöld á Ak.. |
Halló .. Vona að við séum ekki of sein að auglýsa þetta .. Kannski vita margir af þessu .. EN við ætlum að hittast hjá Pollinum á akureyri (fyrir framan oddvitann) í kvöld, 5. mars kl 20.30 og minnast þeirra sem hafa dáið í banaslysum .. Við ætlum að keyra saman frá pollinum og að Hagkaup, leggja þar (verðum vonandi í lögreglufylgd - erum að reyna) og kveikja saman á kertum til að heiðra minningu þess sem lést núna um helgina .. ![]() Fáum fólk til að hugsa - stöndum saman .. ! ALlir að mæta með kerti og hlýhug .. !!! |
Author: | IngiSig [ Mon 06. Mar 2006 00:02 ] |
Post subject: | |
Heiðrið frekar minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni með því að aka eins og menn og eftir aðstæðum í framtíðinni og notið kvartmíluna til spyrnuaksturs. Í síðustu viku létust 2 vegna hraðaksturs/spyrnuaksturs. |
Author: | bjahja [ Mon 06. Mar 2006 00:07 ] |
Post subject: | |
IngiSig wrote: Heiðrið frekar minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni með því að aka eins og menn og eftir aðstæðum í framtíðinni og notið kvartmíluna til spyrnuaksturs.
Í síðustu viku létust 2 vegna hraðaksturs/spyrnuaksturs. Ekki vera fáviti. Þessar athafnir voru til þess að heiðra minningu allra sem hafa látist í umferðinni og reyna að vekja fólk/stjórnvöld til umhugsunar að það sé ekki allt í orden í umferðinni hér. Td að það vantar æfingarsvæði fyrir ökukennslu. Á maður semsagt ekki að heiðra minningu ungs fólks sem hefur látist við hraðaaksturs af því þau keyrðu of hratt!?!?! |
Author: | Jökull [ Mon 06. Mar 2006 00:12 ] |
Post subject: | |
Hann er að meina að við eigum að heiðra minningu þeirra með því að aka eftir aðstæðum ![]() |
Author: | bjahja [ Mon 06. Mar 2006 00:20 ] |
Post subject: | |
Jökull wrote: Hann er að meina að við eigum að heiðra minningu þeirra með því að aka eftir aðstæðum
![]() Já ég veit það..............en eigum við ekki að heiðra minningu þeirra sem hafa ekið of hratt!!! ![]() |
Author: | Jökull [ Mon 06. Mar 2006 00:24 ] |
Post subject: | |
Jú... Ég sé ekki að hann hafi sagt að gera það ekki ![]() Að sjálfsögðu á maður að gera það. |
Author: | bjahja [ Mon 06. Mar 2006 00:24 ] |
Post subject: | |
IngiSig wrote: Heiðrið frekar minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni með því að aka eins og menn og eftir aðstæðum í framtíðinni og notið kvartmíluna til spyrnuaksturs.
Í síðustu viku létust 2 vegna hraðaksturs/spyrnuaksturs. |
Author: | IngiSig [ Mon 06. Mar 2006 09:58 ] |
Post subject: | |
Jú að sjálfsögðu eigum við að heiðra minningu þeirra sem létust í umferðinni sökum hraðaksturs. Orðið "frekar" hefði mátt detta út þarna. Ætlaði ekki að særa neinn, aðeins að minna ykkur á þetta. kv. I |
Author: | Thrullerinn [ Mon 06. Mar 2006 16:22 ] |
Post subject: | |
Quotað af L2C http://live2cruize.com/phpbb2/viewtopic.php?t=27227 Hörður Aðils wrote: Flott að það hafi verið góð mæting. En fékk eina mynd hérna hjá vini mínum af minningarathöfninni fyrir norðan.
![]() Þetta er átakanleg sjón. |
Author: | IvanAnders [ Mon 06. Mar 2006 17:07 ] |
Post subject: | |
Thrullerinn wrote: Quotað af L2C
http://live2cruize.com/phpbb2/viewtopic.php?t=27227 Hörður Aðils wrote: Flott að það hafi verið góð mæting. En fékk eina mynd hérna hjá vini mínum af minningarathöfninni fyrir norðan. ![]() Þetta er átakanleg sjón. Ekki alveg laust við það ![]() ![]() |
Author: | Stefan325i [ Mon 06. Mar 2006 18:24 ] |
Post subject: | |
eru þétta útlínur bílsins sem maður sér þarna... þetta er agalegt og vinsamlegast farið varlega í umferðinni og munið að spenna beltinn ALTAF. |
Author: | Angelic0- [ Mon 06. Mar 2006 20:44 ] |
Post subject: | |
Stefan325i wrote: eru þétta útlínur bílsins sem maður sér þarna...
þetta er agalegt og vinsamlegast farið varlega í umferðinni og munið að spenna beltinn ALTAF. nkl, hræðilegt... það er vonandi að fólk átti sig á þessu, ekki að ég viti hvernig Akureyringar hegða sér í umferðinni. Ég er kannski ekki barnanna bestur en þessi slysa-alda núna er ekki góðs viti ! |
Author: | Lindemann [ Mon 06. Mar 2006 23:40 ] |
Post subject: | |
Stefan325i wrote: eru þétta útlínur bílsins sem maður sér þarna...
þetta er agalegt og vinsamlegast farið varlega í umferðinni og munið að spenna beltinn ALTAF. já það passar. Bíllinn þrykktist svo fast þarna að hann lagaðist að veggnum og varð næstum U laga ![]() Það var mjög ljótt að sjá hvernig bíllinn fór í þessu |
Author: | Kristjan [ Tue 07. Mar 2006 06:33 ] |
Post subject: | |
Ég þekkti þennan strák, hann og góður vinur minn eru systkinabörn. Alveg hrikalegt að þetta skuli hafa gerst, frábær strákur og almennilegur. Og svo er ökumaðurinn höfuðkúpubrotinn, slysin verða varla verri. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |