bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stöndum saman - Knýjum fram breytingar - Sun 5. mars
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14310
Page 1 of 2

Author:  Gunni [ Sat 04. Mar 2006 14:33 ]
Post subject:  Stöndum saman - Knýjum fram breytingar - Sun 5. mars

Mæting
Mæting er kl 19:20 niðrá Hafnarbakka. Menn eru helst beðnir um að keyra inn á Hafnarbakkaplanið að aftanverðu, þ.e. ef menn koma keyrandi Sæbrautina í átt að bænum, að þá beygja útaf til hægri á Faxagötu, keyra Faxagötuna inn á Austurbakkann og stilla sér svo í tvöfalda röð á Miðbakkanum. Ef mikill fjöldi fólks verður, verður Austurbakkinn einnig notaður til að raða upp bílum í raðir.

Image

Akstur
Farið verður frá miðbænum kl 20:00 og Sæbrautin keyrð á hægri akrein í lögreglufylgd. Fólk er vinsamlegast beðið um að halda sig á hægri akrein og ekki vera að reyna að taka framúr á vinstri. Vinstri akrein skal vera auð fyrir almenna umferð.
Þessi hópakstur mun keyra út Sæbrautina og allt að brúnni í Ártúnsbrekkunni (Miklabraut/Vesturlandsvegur). Þar munum við keyra upp á brúna og niður aftur í átt að bænum. Þetta er gert að beiðni lögreglu þar sem einfalt er að snúa öllum bifreiðum við þarna vegna slaufukerfis sem brúin býður upp á.

Sæbrautin verður keyrð í átt að miðbænum aftur. Beygt verður til vinstri á ljósunum hjá Nýherja, þ.e. suður á Kringlumýrabraut. Þaðan verður farið til hægri vestur Borgartúnið þar sem fólk getur lagt allt frá Heimilistækjaplaninu niður að Nýherjaplani og hjá fyrirtækjum þar í kring. Við ætlum að biðja fólk um að byrja að leggja á Heimilistækjaplaninu og þegar það fyllist að færa sig svo í áttina að Nýherja og þar.

Image

STRANGLEGA BANNAÐ er að leggja upp á eyjum eða köntum þarna í kring og eru menn vinsamlegast beðnir um að virða þessar óskir lögreglu og leggja bifreiðum sínum í þau stæði sem þarna eru.

Kerti
Bílanaust hafa verið svo rausnlegir að þeir hafa skaffað okkur kerti fyrir mannskapinn og verður þeim dreift frá Heimilistækjaplaninu. Munið þó að mæta með kveikjara til að kveikja á kertunum.

Athöfn
Eftir að menn hafa lagt og náð í sín kerti, verður labbað upp að Sæbrautinni þar sem kveikt verður á kertum með ca 1-2 m millibili. Hugmyndin er að reyna að ná langri röð af standandi fólki og kertum.

Ef það eru einhverjir sem komast ekki að einhverri ástæðu í hópaksturinn, geta þeir mætt og lagt við Sæbrautina og tekið þátt í athöfninni með okkur. Menn eru vinsamlegast beðnir um að mæta við Sæbrautina um 20:30, þar sem kveikt verður á kertum einhverntíman á milli 20:30 og 21:00, fer allt eftir því hvenær röðin mætir á svæðið.

Nokkrir punktar sem vert er að koma inn á vegna tilmæla lögreglu:

Ökutæki sem taka þátt í þessu með okkur skulu vera skráð og í fullkomnu ásigkomulagi.

Menn eru beðnir að sýna þessum atburði virðingu og haga sér eins og fólk. Þetta er ekki tækifæri fyrir óþroskaða einstaklinga til að vera með einhverja sýniþörf eða stæla, og ætlum við vinsamlegast að biðja menn að halda sig heima hjá sér ef þeir telja sig ekki geta hagað sér almennilega. Þetta er háalvarlegt mál, þarna verða fréttamenn og aðstandendur fólks sem látið hefur lífið eða slasast illa í bílslysum og við skulum sýna þeim þá virðingu sem þau eiga skilið.

Eftir að athöfn lýkur ætla ég að biðja fólk að fara varlega, spenna beltin og keyra rólega í burtu. Okkur liggur ekki lífið á og við skulum sýna fólki tillitsemi ef einhver traffík myndast þarna.

Það er mín einlæga ósk að menn sjái sér fært að mæta og nú þegar hefur myndast ótrúleg samstaða á milli mótorsportáhugamanna hér á landi. Það gerist ekkert ef við sitjum öll heima tuðandi um breytingar. Hérna er tækfæri fyrir alla að taka þátt.

Munið að klæða ykkur vel, það gæti orðið kalt og við hlökkum til að sjá sem flesta annaðkvöld.

Author:  BMWaff [ Sat 04. Mar 2006 14:46 ]
Post subject: 

Fyrirgefðu fáfræði mína... en breytingar á hverju?

Author:  pallorri [ Sat 04. Mar 2006 14:49 ]
Post subject: 

BMWaff wrote:
Fyrirgefðu fáfræði mína... en breytingar á hverju?


http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14224

Ertu ekkert búinn sjá hvað er búið að gerast í samfélaginu á sl. dögum?
Lýst vel á þetta plan.

Kveðja Palli

Author:  BMWaff [ Sat 04. Mar 2006 14:49 ]
Post subject: 

Vaaaar að lesa þetta rétt í þessu en vissi af þessu hræðilega slysi... Finnst þetta flott framtak og ætla mér að reyna að taka þátt...

Author:  Gunni [ Sat 04. Mar 2006 17:06 ]
Post subject: 

Ég fékk uppfærða dagskrá og áætlun senda í emaili. Því uppfærði ég
fyrsta póstinn hér.

BMWKraftur hvetur alla þá sem sjá sér fært að mæta og taka þátt í þessu!

Author:  Stanky [ Sat 04. Mar 2006 17:09 ]
Post subject: 

Var að spá með ljós.

Ef við erum í þólangri halarófu þá brýst hún upp í nokkra hluta vegna umferðarljósa.

Verður eki yfir á rauðu eða stoppar maður eins og venjulega? :)

Author:  ///M [ Sat 04. Mar 2006 17:10 ]
Post subject: 

Við fáum lögreglufylgd og verða því umferðljósin okkur í hag í þetta skiptið.

Author:  Stanky [ Sat 04. Mar 2006 17:11 ]
Post subject: 

Þakka fyrir það! :) Væri pínulítið asnalegt ef röðin myndi brjótast upp í 2-3 hópa :)

Author:  _Halli_ [ Sun 05. Mar 2006 16:13 ]
Post subject: 

Quote:
Ástæða þess að við stöndum að þessu í kvöld:

Mikið hefur borið á mjög alvarlegum slysum síðastliðin misseri og virðist ekkert lát ætla að verða á. Það þarf ekki lengra að leita en í síðustu vikur til að finna þrjú skelfileg dauðaslys og aðeins eru tveir mánuðir búnir af þessu ári.

Við höfum því ákveðið að koma saman sem einn hópur til að minnast þeirra sem látið hafa lífið í umferðarslysum síðastliðin ár og einnig að berjast fyrir áhugamáli sem okkur er kært.

Það sem við viljum vekja athygli þjóðarinnar á er þetta:

• Hræðsluáróðursherferðir í fjölmiðlum eru ekki að gera sitt gagn. Fara þarf allt aðra leið í auglýsingamálum ef hafa á áhrif á unga ökumenn og aðra landsmenn.

• Lækkun hraða á vegum borgarinnar er ekki ásættanleg lausn til að sporna við slyum og til að reyna að stöðva hraðafíkn ökumanna. Það hefur sýnt sig í nágrannalöndum að þessar aðferðir eru ekki að gera sig og munu væntanlega hafa lítið að segja hér á landi.

• Kennsla ungra ökumanna er á engan hátt fullnægjanleg og þarf all verulega að bæta ef vel skal gera. Þar má helst nefna að ungir ökumenn virðast hafa litla sem enga þekkingu á utanbæjarakstri og hvernig skuli bregðast við í hinum ýmsu aðstæðum. Þarna kemur skýr þörf fyrir akstursvæði, þar sem hver nemandi væri skildugur að klára ákveðna þjálfun áður en próf er veitt.

• Þörf er á svæði þar sem bíla- og hjólaáhugamenn geta fengið útrás fyrir hraðaþörf sína, ásamt þeirri þörf að prufa hvað bílarnir þeirra geta. Þessi braut myndi einnig gera það að verkum að ökumenn geta lært á sín tæki sem gerir þá mun öruggari í umferðinni.

• Taka þarf verulega á umferðarhegðun landsmanna, m.a. þarf að taka upp sektarkerfi fyrir þá sem eru verulega undir hámarkshraða á vinstri akrein. Þannig aksturslag veldur því aðeins að menn eru æðandi á milli akreina til að umferð geti haldið eðlilegum aksturshraða.

Mikil þörf er á akstursbraut og kennslusvæði hér á landi. Uppbygging af þessu tagi kostar auðvitað mikla peninga og þurfa ráðamenn þjóðarinnar að opna augun fyrir þessum vanda. Ómældir peningar renna í önnur áhugamál til uppbyggingar og endurbóta, á meðan akstursíþróttamenn hafa litla sem enga aðstöðu til að sinna sínum áhugamálum. Á meðan engin svæði eru fyrir þetta áhugamál, virðast götur borgarinnar verða fyrir valinu, oft með skelfilegum afleiðingum

Það er því okkar einlæga ósk að einhverjar framfarir verði í þessum málum.

Author:  bjahja [ Sun 05. Mar 2006 22:33 ]
Post subject: 

Vil bara þakka fyrir mig, þetta var alveg þrælmögnuð lífsreynsla og mætingin var rosaleg :)

Author:  iar [ Sun 05. Mar 2006 22:34 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Vil bara þakka fyrir mig, þetta var alveg þrælmögnuð lífsreynsla og mætingin var rosaleg :)


Sammála síðasta ræðumanni! Hreint magnað!

Author:  Stefan325i [ Sun 05. Mar 2006 22:37 ]
Post subject: 

þetta var ótrúlegt og maður er stoltur að hafa getað verið partur að þessu.

Takk fyrir mig.


Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Author:  IvanAnders [ Sun 05. Mar 2006 22:44 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Vil bara þakka fyrir mig, þetta var alveg þrælmögnuð lífsreynsla og mætingin var rosaleg :)


sama hér og vil ég þakka þér Bjarni fyrir að ná athygli minni að þessu með Angel Eyes-unum þínum :lol: Var að koma inní bæinn og niður Ártúnsbrekkuna og var búinn að steingleyma þessu og fór að hlægja að fyrsta bílnum sem að ég sá í slaufunni með Hazardinn á :oops:
Síðan sá fór ég að horfa á eftir englaaugunum hans Bjarna og sá hina bílana og áttaði mig á hvað væri í gangi og náði í röðina í tæka tíð :wink:

Takk fyrir mig og rétt eins og Stefán að þá er maður stoltur og sáttur! :)
Kv. Ívar Andri

Author:  arnibjorn [ Sun 05. Mar 2006 22:46 ]
Post subject: 

Ég hefið viljað mæta og vera partur af þessu! En gaman að heyra að mætingin var góð :clap:

Author:  gstuning [ Sun 05. Mar 2006 22:47 ]
Post subject: 

Þetta var rosalegt,


takk fyrir mig,

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/