bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hringtorg tekið með STÆL.....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14309
Page 1 of 3

Author:  Biggi Ellerts. [ Sat 04. Mar 2006 12:28 ]
Post subject:  Hringtorg tekið með STÆL.....

Bý rétt við Laugardalshöllina við hringtorgið,nema hvað eitt kvöldið heyri ég hellings þennsluhljóð mér til ánægju hleyp útí glugga og sé 2dyra rauðan BMW gamla boddíið,á þvílíkri ferð í torginu tók líklega tvo hringi og á bullandi hliðarskriði gerði þetta snilldarlega ,allavega man ég ekki eftir eins flottu atriði svona á götu og er ég nú búin að sjá helling,að vísu var bleyta þetta kvöld en mér er sama,þetta var snilld,sá hann svo aftur á sama stað í þurru og það var líka flott,bimminn höndlaði bara vel sýndist mér,heyrðist á hljóðinu að þetta væri 4rasyl bíll kanski 318is ekki viss, alveg ljóst að þessi maður fékk ekki skírteinið í Cherios pakka,þessi pistill verður sennilega til þess að hann þorir ekki að koma þarna aftur,allavega enginn hætta á að ég hringi í lögguna,p.s. datt í hug að þetta væri sigurvegarinn úr driftinu komin á BMW. 8)

Author:  pallorri [ Sat 04. Mar 2006 12:31 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14304

Author:  Kristján Einar [ Sat 04. Mar 2006 12:34 ]
Post subject: 

:lol:

strax bustaður

Author:  Kristján Einar [ Sat 04. Mar 2006 12:39 ]
Post subject: 

:roll:

jaa ef þetta var bíllinn sem þú sást mun ég hafa verið vitleysingurinn :p hef nú svosem tekið smá hring :p

Author:  Kristján Einar [ Sat 04. Mar 2006 12:40 ]
Post subject: 

úff netið í rugli og hélt að fyrra svarið mitt hefði ekki komið inn :P

Author:  Biggi Ellerts. [ Sat 04. Mar 2006 12:42 ]
Post subject: 

Þetta er ekki bíllinn sem ég er að tala um,enda breytir það ekki öllu,var bara að tala um keyrsluna þetta er 88xx ..árg af bíl.

Author:  Biggi Ellerts. [ Sat 04. Mar 2006 12:48 ]
Post subject: 

Over and out :)

Author:  HPH [ Sat 04. Mar 2006 12:51 ]
Post subject: 

Þetta var Atli(@li_e30) á fyrrum 318is og nú 325i.
Þú ert heippinn að búa í laugarnesinu :lol: það eru nokkrir hér á kraftinum sem eru miklir E30 menn og hringtorgið eru vinsælt hjá okkur. :lol:

Author:  F2 [ Sat 04. Mar 2006 13:53 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Þetta var Atli(@li_e30) á fyrrum 318is og nú 325i.
Þú ert heippinn að búa í laugarnesinu :lol: það eru nokkrir hér á kraftinum sem eru miklir E30 menn og hringtorgið eru vinsælt hjá okkur. :lol:


Þetta er heavy gaman hringtorg :lol:

ég og jarlinn vorum á 2 bílum í því seinasta sumar að taka hringi þarna utan um 8)

Author:  gunnar [ Sat 04. Mar 2006 14:20 ]
Post subject: 

Já þetta er helvíti skemmtilegt hringtorg,

Nokkur önnur sem vert er að skoða er nátturulega:

Granda hringtorgið

Hringtorgið hjá sóma og 11-11 í garðabænum. Pínulítið og heavy erfitt að ná því.

Hringtorgið hjá HM, skora á alla að reyna það, asskoti krefjandi og einkar erfitt fyrir þungavinnuvélar (það á við um þig Svezel :wink: )

Author:  bebecar [ Sat 04. Mar 2006 14:47 ]
Post subject: 

Bara minna á að þið veltið fyrir ykkur hvað gerist ef þið missið stjórn á bílnum, að það sé ekki fólk í nágrenninu eða aðrir bílar.

T.d. má nefna að spjallmeðlimur hér tók hringtorgið út á granda (við JL húsið) á undan mér fyrir sirka tveimur árum og missti stjórn á bílnum og hann endaði á bílastæðinu við Dominos!

Þannig að þó maður haldi að maður fari ekki langt ef eitthvað bregst, þá getur maður farið furðu ílla út úr svona æfingum.

Og skemmst er að minna óhappa annarra spjallara... gott og vel ef að bíllinn skemmist bara, en í ljósi síðustu daga þá er eins gott að vera með á hreinu að engin annar skaðist!

Author:  Chrome [ Sat 04. Mar 2006 15:23 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Bara minna á að þið veltið fyrir ykkur hvað gerist ef þið missið stjórn á bílnum, að það sé ekki fólk í nágrenninu eða aðrir bílar.

T.d. má nefna að spjallmeðlimur hér tók hringtorgið út á granda (við JL húsið) á undan mér fyrir sirka tveimur árum og missti stjórn á bílnum og hann endaði á bílastæðinu við Dominos!

Þannig að þó maður haldi að maður fari ekki langt ef eitthvað bregst, þá getur maður farið furðu ílla út úr svona æfingum.

Og skemmst er að minna óhappa annarra spjallara... gott og vel ef að bíllinn skemmist bara, en í ljósi síðustu daga þá er eins gott að vera með á hreinu að engin annar skaðist!

Sammála því persónulega án þess að vera með neitt skítkast hefur mér fundist hann Gunni GST soldið kaldur oft...en ég er svo sem engin engill heldur...mér finnst nokk skemmtilegt að taka hringtorgið fyrir við esso og 10-11 á reykjanesbrautinni :) svo er alltaf samkaupsplanið í keflavík á kvöldin við Danni (X-ray) áttum einmitt ágætis show þar þegar við vorum báðir á 7-um og tókum hringi í kringum hvorn annann...hörku show sem fólkið á KFC fékk það kveldið :twisted:

Author:  bebecar [ Sat 04. Mar 2006 15:53 ]
Post subject: 

Ég tek sjálfur hringtorg á hlið ef ég get... sumir eru betri í þessu en aðrir - menn verða bara að gera sér grein fyrir því að staður og stund sé réttur.

Author:  gunnar [ Sat 04. Mar 2006 16:51 ]
Post subject: 

Gild rök hjá Bebecar, að sjálfsögðu er maður ekki að slæda svona torg kl 5 á föstudagseftirmiðdegi.

Ég hef líka lært þaðaf reynslunni að þegar maður er að drifta þá er það ekki hraðinn sem skiptir máli, þannig maður þarf ekkert að vera á 60 km hraða eða álika.

Author:  Spiderman [ Sat 04. Mar 2006 17:24 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Gild rök hjá Bebecar, að sjálfsögðu er maður ekki að slæda svona torg kl 5 á föstudagseftirmiðdegi.

Ég hef líka lært þaðaf reynslunni að þegar maður er að drifta þá er það ekki hraðinn sem skiptir máli, þannig maður þarf ekkert að vera á 60 km hraða eða álika.


Ég man ekki betur en að ég hafi séð video hér inni af GST bræðrum sem virtist hafa vera tekið kl 5 á föstudegi miðað við umferðina :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/