bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW bílar og önnur áhugamál!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1429
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 12:23 ]
Post subject:  BMW bílar og önnur áhugamál!

Mér datt svona í hug að prófa eftirfarandi.

Málið er að ég lenti einu sinni í spjalli þar sem menn komust að þeirri niðurstöðu að líklegt væri að þeir sem hefðu svipaðann smekk á bílum, hefðu líka svipaða smekk á öðrum hlutum.

T.d. höfðu bíladellumennirnir oft líka áhuga á úrum, flugvélum, hljómflutningstækjum o.s.frv. Jeppakallarnir höfðu áhuga á vélsleðum, útilegum og umhverfismálum eða álíka.

því langar mig að pósta hér könnun þar sem menn geta svarað hver helstu áhugamál sín AUK BMW eru.

Þeir sem eru með mörg geta svo gert grein fyrir þeim í svörum hér fyrir neðan.

Ég er bara að fiska eftir efnislegum áhugamálum, ekki fjölskyldunni, dýrum eða kynlífi þar sem þetta er náttúrulega í fyrsta sæti hjá öllum :lol:

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 12:25 ]
Post subject: 

Ég gleymdi náttúrulega að bæta við mínu innleggi.

Næst á eftir bílum þá hef ég mikinn áhuga á músík en dellan felst í tækjunum sem ég nota til að hlusta á hana. Ég er búin að eltast við góðar græjur í 15 ár og er að endurnýja sumt núna.

Ég hef einnig mikinn áhuga á úrum, mig langar í mótorhjól, ég er hrifinn af dóti eins og PSX2, bílabrautum og fjarstýrðum bílum.

matur og vín á einnig hug minn allann, svo og ferðalög.

ERGO - ég er blankur maður!

Author:  hlynurst [ Tue 06. May 2003 12:29 ]
Post subject: 

En hvernig er með t.d. íþróttir? Ég fann ekkert áhugamál á þessum lista sem ég stunda eitthvað af viti...

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 12:33 ]
Post subject: 

Hehe... ég gat ekki sett inn fleiri valkosti. En er ekki íþróttir eitthvað sem eiginlega allir stunda í einhverju mæli - þó ekki nema sé heilsu sinnar vegna?

Einnig vantar þarna tölvur.

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 12:34 ]
Post subject: 

Setjum bara íþróttir undir ferðalög og tölvur undir leikföng ýmis.... ég get ekki bætt því inní lengur :cry:

Author:  Svezel [ Tue 06. May 2003 13:31 ]
Post subject: 

Sjálfur er ég nú mikið fyrir hljómflutningstæki, góða tónlist og svo ýmis tæki. Er með ágætis heimabíó, á lappa, digital video+myndavél og svo á maður náttúrlega fjarstýrðan bensínbíl sem er bara snilld. Tæki nú marga á honum í spyrnu :D

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 13:46 ]
Post subject: 

Það er spurning um að etja Clíónum og fjarstýrðabílnum saman!

Við vorum nú einhvern tímann að spjalla um græjur.

Ég hef ekki komist í heimabíóið ennþá. En ég er með feita stofugræjur;

Sonus Faber Concerto hátalara
Wharfdale Diamond hátalara í eldhúsinu :wink:
B&O Beomaster 5500 magnara 2*60W við 8 ohm
Er að fá Beogram CD5500 frá Danmörku bráðum, Nad geislaspilarinn er bara alveg búin á því - og það sama á við um magnarann.
Kimberkable kapla í hátalarana
Það er verið að smíða fyrir mig standa úr stáli og graníti - verða um 30 kíló.
Svo er ég með NAD plötuspilara en ég held ég skelli mér á B&O plötuspilara líka uppá notagildið.
Sennheiser HD 580 heyrnartól.
Svo notar maður líka Thinkpad fyrir músíkina - tengt við tölvuna, stefna er að fá sér hugbúnað á tölvuna svo ég geti notað fjarstýringuna til að velja lög á tölvunni.

Næsta mál á dagskrá er að kaupa stjórnstöð í eldhúsið og hátalara í kjallarann líka - þá er maður með sándið í öllu húsinu.

Author:  bjahja [ Tue 06. May 2003 13:48 ]
Post subject: 

Ég reiknaði með að "leikföng ýmis" væri svona gadgets, ég dýrka svoleiðis. Þótt þau séu kannski gagnlaus :lol: t.d er the gadget store í london snilld :)
En síðan er margt fleirra, tónlist að sjálfsöðu, tölvur (þótt maður sé enginn snillingur) líka ps2 og svoleiðis. Græjur eiga ekki hug minn allan þótt mig langi klikkað í gott heimabíó. Mótórhjól, að sjálfsögðu, samt bara sport.

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 13:53 ]
Post subject: 

Gadgets... ég er skitsó. Ég er reyni að hafa allt mjög fókuserað en stundum fell ég kylliflatur fyrir hlutum eins og þessum http://www.beoworld.co.uk/beolink7000.htm

Author:  saevar [ Tue 06. May 2003 13:56 ]
Post subject: 

*úff* það er hálf erfitt að velja eitthvað eitt af þessu. Ég er nefnilega alltaf að finna mér einhver ný áhugamál, hef samt yfirleitt ekki tíma til að sinna þeim. En ég valdi leikföng ýmiskonar, þar sem ég hef einmitt mjög gaman af svona gadgets eins og bjahja minntist á. Síðan á ég líka fjarstýrðan bensínbíl. Ég er líka að vinna í því að búa til fiskabúr úr gömlu sjónvarpi og var um daginn að reyna að búa til heimatilbúinn skjávarpa (það gekk ekki vel). Ég fæ oft svona flugur það er bara verst að maður klárar þær sjaldan þar sem það kemur oftast einhver ný fluga í staðinn

Author:  bjahja [ Tue 06. May 2003 13:58 ]
Post subject: 

Mig langar til dæmis geðveikt í svona myndavél sem er svona röra dæmi, sem þú getur stungið í gegnum lítil göt og hreyft svo, eins og löggurnar eru með í bíómyndum, ég hef ekkert að gera við svoleiðis en mig langar í þannig.
Síðan langar mig líka rosalega í svona http://www.conecam.com/.

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 13:58 ]
Post subject: 

Fiskabúr í sjónvarp! Eru þeir fjarstýrðir með textavarpi? :wink:

nokkuð góð hugmynd.... það er nú reyndar eitt af því sem mig langar mikið í og það er fiskabúr með sjávarfiskum og kóralrifi! Hrikalega flott.

En það verður að bíða þangað til ég fer í enn stærri íbúð!

Author:  Svezel [ Tue 06. May 2003 13:59 ]
Post subject: 

Ekki amalegt system!

Ég er mikið að spá í að smíða mér góðan headphone-magnara í sumar til að keyra Sennheiser HD-600 heyrnatólin mín og kannski fá mér nýjan geisla. Er ennþá að nota Pioneer 717 DVD spilarann sem geisla :oops:

Langar mest í Merdian 507 en hann er bara svo andskoti dýr hérna heima, maður þyrfti helst að fara út og kaupa hann. Svo er bara að fá sér góða Kimber snúru (silver streak) frá CD í magnara og nýja snúru í HD-600 þá er maður klár í allt. :D

Author:  bjahja [ Tue 06. May 2003 14:01 ]
Post subject: 

Má ég spyrja ykkur græjukalla, Svezel og bebecar. Hvernig tónlist hlustiði svo á í þessum svakalegu systemum?

Author:  Svezel [ Tue 06. May 2003 14:12 ]
Post subject: 

Ég er metal- og rockmaður út í eitt.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/