Ja hérna. Það er naumast! Spurning hvort maður eigi að hlæja af þessu eða ekki.
Það er nú ekki allt gull sem glóir og þessi fáráðlingur á kvartmila.is er sko alls ekki ég, það þarf ekki gáfaðan mann til að sjá það. Stíllinn hjá okkur er eins ólíkur og hugsast getur.
Aldrei hef ég verið að dissa BMW eða ykkur og ég er frekar hissa á því að þið talið svona um mig á þessu spjalli, það er ekki eins og að þetta hafi verið á trúnó hjá ykkur. Stundum hef ég kannski of mikið verið að væla hérna, viðurkenni það alveg, en aldrei hef ég sagt niðurlægjandi um klúbbinn okkar góða eða ykkur/okkur. Ekki gleyma því að ég er líka BMW dellukall alveg eins og þið og er allavega meðlimur á þessu spjalli, veit ekki alveg hvort ég sé meðlimur í klúbbnum eða ekki. Ég hef allavega alltaf verið málefnalegur, sem er eitthvað sem sumir hérna virðast ekki einu sinni vita hvað þýðir.
Auðvitað er alveg meiriháttar heimskulegt að vera að gagnrýna mig á þessu spjalli fyrir eitthvað sem þið hélduð að ég hefði sagt á öðru spjalli. Það er bara ömurlega ósmekklegt, sama þótt þetta hafi verið ég eða ekki. Sagt meira í alvöru en gríni, þá er ég verulega svekktur yfir því hvernig það er skrifað um mann hérna.

Það mætti halda að ég sé gjörsamlega hataður hérna.
Verið allaveganna blessaðir, ég held þetta sé orðið gott.