bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Að verða bremsulaus :( https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1422 |
Page 1 of 2 |
Author: | O.Johnson [ Mon 05. May 2003 20:57 ] |
Post subject: | Að verða bremsulaus :( |
Ég var að keyra úr Grafarvoginum í dag þegar "bremsuljósið í mælaborðinu fór allt í einu í gang. (Ljósið sem kviknar þegar handbremsan er á). Ég var fyrst ekki alveg að fatta hvað var í gangi og tók aðeins í handbremsuna til að athuga hvort hún væri ekki alveg niðri og mér til mikillar furðu, þá var hún alveg niðri. Þá prófaði ég að stíga létt að bremsuna, og ekkert gerðist. Steig hana alveg í botn og petallinn fór bara niður í gólf og bíllinn bremsaði ekkert. Ég panicaði og hægði á mér með handbremsunni og fór út í kant, opnaði húddið og sá að forðabúrið fyrir bremsuvökvann var tómt. Hvað átti ég að gera ??? Átti ég að taka áhættun og keyra heim og nota bara handbremsuna eða ??? Ég var ekki með síman minn og gat þar af leiðandi ekki hringt á leigubíl eða kranabíl. Ég tók bara sénsinn og lallaði heim úr Grafarvogi út á Seltjarnarnes og var alla leiðinna á svona 30 - 40 km/h og bara með hazardin á. Mér til mikillar skelfingar komst ég að því að handbremsan er ekki í mjög góðu standi og var nætsum búinn að þruma aftan á einhvern Volvo. En á endanum komst ég heim á bílnum eftir mikið flaut og læti. Hefur einhver af ykkur lent í svipuðu með bílanna ykkar, bara bilað eitthvað upp úr þurru ??? |
Author: | íbbi [ Mon 05. May 2003 21:32 ] |
Post subject: | |
það hlýtur að leka hjá þér bremsurör eða eitthvað? einhver leki undir bílnum? lenti í því á camaronum að keyra í holu og höggva í sundur bremsurör, keyrði næstum framman frekar háu bílastæði ![]() |
Author: | O.Johnson [ Mon 05. May 2003 21:41 ] |
Post subject: | |
Þegar ég kom heim þá prófaði ég að pumpa bremsurnar í smá tíma og leit síðan undir bílinn og það var ekket þar ![]() |
Author: | saemi [ Mon 05. May 2003 21:53 ] |
Post subject: | |
Já, ég er sammála Íbba, þetta er að öllum líkindum leki. Bara spurning um hvar? Það þýðir náttúrulega ekki að pumpa bremsurnar núna, það er enginn vökvi eftir til að leka. Sæmi |
Author: | Halli [ Mon 05. May 2003 22:32 ] |
Post subject: | |
þap gæti veri höfuðdæla sem er farinn gáðu hvort það sé leki inn í bílnum við petalann |
Author: | 325i [ Mon 05. May 2003 22:34 ] |
Post subject: | |
Athugaðu dæluna. Það fór eitthvað heimskt gúmmí í henni hjá mér og lak allt inn í kassann, heví vesen |
Author: | Halli [ Mon 05. May 2003 22:45 ] |
Post subject: | |
325i wrote: Athugaðu dæluna. Það fór eitthvað heimskt gúmmí í henni hjá mér og lak allt inn í kassann, heví vesen
inní hvaða kassa? |
Author: | joipalli [ Mon 05. May 2003 23:42 ] |
Post subject: | |
Þú hefðir átt að fara á næstu bensínstöð! Ertu búinn að finna hvað var að? Þetta kennir mér að vera alltaf með bremsuvökva meðferðis.. |
Author: | Raggi M5 [ Mon 05. May 2003 23:58 ] |
Post subject: | |
Halli wrote: 325i wrote: Athugaðu dæluna. Það fór eitthvað heimskt gúmmí í henni hjá mér og lak allt inn í kassann, heví vesen inní hvaða kassa? Gírkassann??? |
Author: | Halli [ Tue 06. May 2003 00:07 ] |
Post subject: | |
það gæti allveg veri' en bremsurnar eiga ekki að fara niður við það ![]() |
Author: | saemi [ Tue 06. May 2003 00:08 ] |
Post subject: | |
Nei, það er sennilega rétt. Forðabúrið gæti klárast, en ég held nú örugglega að það ætti að haldast þrýstingur á bremsunum þó að kúplingin fari að leka. Sæmi |
Author: | Halli [ Tue 06. May 2003 00:14 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Nei, það er sennilega rétt. Forðabúrið gæti klárast, en ég held nú örugglega að það ætti að haldast þrýstingur á bremsunum þó að kúplingin fari að leka.
Sæmi það gerir það annað hvort er farið rör eða slanga eða höfuðdælan er farin veit einhver hvernig bíll þetta er ? |
Author: | rutur325i [ Tue 06. May 2003 01:06 ] |
Post subject: | |
þetta er mazda 323 sem hann á |
Author: | bjahja [ Tue 06. May 2003 11:14 ] |
Post subject: | |
Sjitt, það er örugglega svakalegt að lenda í þessu. En eins og Jói Palli sagði þá hefðirðu kannski bara átt að fara á næstu bensínstöð ![]() En gott að þú slappst heill úr þessu, og eins og þeir segja þá er þetta örugglega einhver leki. |
Author: | O.Johnson [ Tue 06. May 2003 18:45 ] |
Post subject: | |
Pústið brotnaði í spón fyrr um daginn og ég reif allt undan sem var að dragast eftir götunni, nema smá bút sem ég batt upp með bandi. Eftir smá stund þá bræddi hitinn á púströrinu bandið bara í sundur og það skall niður í götu og dróst bara með bílnum. Það hefur örugglega bara henst utan í eitthvað bremsurör undir bílnum og gert gat á það. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |