bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Könnun: Fíknó!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14201
Page 1 of 9

Author:  Angelic0- [ Mon 27. Feb 2006 11:43 ]
Post subject:  Könnun: Fíknó!

Einfalt, svariði...

svalið forvitni minni !

Skiptir engu hvort að eitthvað fannst eða ekki, ef að lögreglan hefur stöðvað ykkur og þið teljið að það hafi verið á forsendum bílsins!

Ég hef persónulega aldrei lent í fíkniefnalögreglunni fyrr en ég eignaðist minn bíl og það er Svartur BMW !

*úps* færa þetta í Off Topic PLZ

Author:  saemi [ Mon 27. Feb 2006 12:17 ]
Post subject: 

Ég hef aldrei nokkru sinni verið stöðvaður af lögreglunni á mínum BMW ferli. Hef einnig ekið um á svörtum BMW á sumrin án þess að hafa verið stöðvaður. Ég hef reyndar fengið boðun í skoðun á Akureyri vegna þess að hafa verið með filmur í rúðunum. En þá var ég stopp á planinu þar svo ég var ekki stöðvaður af löðrullunni.

Held að það hafi meira með málið að segja á hvaða tíma sólarhrings þú ert að aka og hvar þú ert að aka heldur en hvaða bíl þú ert á.

Author:  Kull [ Mon 27. Feb 2006 12:27 ]
Post subject: 

Ég var alveg látinn í friði á gamla M5 bílnum. Samt var hann svartur á bling felgum og með skyggðar rúður.

Hef líka verið látinn í friði á núverandi bíl, mesta sem löggan hefur gert var að blikka þokuljósunum sínum á mig því mín voru kveikt, ég bara slökkti og héldum við áfram í sitt hvora áttina.

Er samt sammála Sæma með að það fer sjálfsagt meira eftir hvar og hvenær maður er á ferðinni.

Author:  Hannsi [ Mon 27. Feb 2006 13:01 ]
Post subject: 

það var aldrei leitað né stoppaður fyrr en ég eignaðist minn fyrsta BMW sem var hvítur!
Þá var leitað í honum og á mér

Author:  bebecar [ Mon 27. Feb 2006 13:09 ]
Post subject: 

Fíknó er almennt ekki mikið, held ég, að leita í bílum þegar fólk er að fara í og úr vinnu... það sem mínir bílar voru aðallega notaðir í :wink:

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Feb 2006 13:29 ]
Post subject: 

ég fékk mikið aðkast frá lögrelgu útá mína tvo

Author:  Aron Andrew [ Mon 27. Feb 2006 13:34 ]
Post subject: 

Ég hef einu sinni verið tekinn af þeim, þá var ég bara að keyra heim kl 3 á laugardagskvöldi, var látinn tæma hvert einasta hólf í bílnum og það var leitað gjörsamlega allsstaðar, en auðvitað fannst ekki neitt.

Author:  xzach [ Mon 27. Feb 2006 17:26 ]
Post subject: 

Hef nú bara einu sinni veruð stoppaður af fíknó það var þegar ég var á labbinu í hafnarfirði :?

Author:  mattiorn [ Mon 27. Feb 2006 17:27 ]
Post subject: 

Er fíknó á Akureyri?? :roll:

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 27. Feb 2006 18:29 ]
Post subject: 

Ég á tvo grá BMW og hef aldrei verið stoppaður af Fíknó :wink:

Author:  Geirinn [ Mon 27. Feb 2006 18:32 ]
Post subject: 

Aldrei stoppaður af fíknó.

Author:  Stanky [ Mon 27. Feb 2006 19:32 ]
Post subject: 

Mig langar að vera stoppaður af fíknó, bara til að geta rifið kjaft, því ég hef nú svo gaman af því!

Author:  Eggert [ Mon 27. Feb 2006 19:35 ]
Post subject: 

Æji.. mér finnst þetta hálf heimskuleg könnun. Afhverju ættu lögregluþjónar frekar að leggjast á að stoppa BMWa heldur en eitthvað annað?

Author:  Angelic0- [ Mon 27. Feb 2006 19:38 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Æji.. mér finnst þetta hálf heimskuleg könnun. Afhverju ættu lögregluþjónar frekar að leggjast á að stoppa BMWa heldur en eitthvað annað?


Lögreglan er búin að vera með hornauga á BMW síðan í stóra fíkniefnamálinu..

ef að ungur ökumaður sést á BMW hér í keflavík er hann stoppaður, hvort sem að um 3-5 eða 7 línu er að ræða !

Author:  Eggert [ Mon 27. Feb 2006 19:44 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Eggert wrote:
Æji.. mér finnst þetta hálf heimskuleg könnun. Afhverju ættu lögregluþjónar frekar að leggjast á að stoppa BMWa heldur en eitthvað annað?


Lögreglan er búin að vera með hornauga á BMW síðan í stóra fíkniefnamálinu..

ef að ungur ökumaður sést á BMW hér í keflavík er hann stoppaður, hvort sem að um 3-5 eða 7 línu er að ræða !


Ég held að það sé bara kjaftæði. Menn eru bara teknir fyrir ef þeir eru grunsamlegir, en ekki ef þeir eru á BMW sem er á allra færi að kaupa.

Þegar stóra fíkniefnamálið var í gangi þá voru teknar hvað, 4-5 stk 750i bílar sem voru þá glænýjir. Kostuðu 12m+ stk. Gamall E32 eða milljón króna E39 er ekki beint eitthvað í stíl við það.

Væri gaman ef þeir lögregluþjónar sem eru hér á spjallinu myndu commenta á þetta.

Page 1 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/