bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hmmmmm
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1418
Page 1 of 2

Author:  oskard [ Mon 05. May 2003 12:05 ]
Post subject:  hmmmmm

Er þetta sami "gesturinn" sem er alltaf að væla á spjallinu okkar ?

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=4136

Author:  rutur325i [ Mon 05. May 2003 13:03 ]
Post subject: 

já ætli það ekki , skil ekki hvernig fólk nennir að vera sífellt að gera grín að fólki sem lendir í tjónum og vera drullandi yfir aðra klúbba :?

Author:  saemi [ Mon 05. May 2003 22:05 ]
Post subject: 

Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er Gesturinn hérna og ætla sko ekkert að vera að spá í það. Hann getur sagt til um það ef hann vill.

En það geta nú allir lent í að keyra á kant, ég gerði það síðustu 2 sumur... :oops: Svona er bara að vera að glannast.

En mér finnst það meiriháttar flott það sem sagt var að eigandinn að Suprunni hefði bara verið sallarólegur og horft á án þess að svitna.
Svona eiga menn að vera, bara bíta í það súra og brosa. Miklu meira gaman heldur en að fara á bömmer í 2 daga.

Sæmi síkáti

Author:  Halli [ Mon 05. May 2003 22:40 ]
Post subject: 

kannski er þessi aðili klubb gagngrínari kannski er hann búin að sjóta sig í löppina inná L2C líka
Maður á kannski ekki að vera láta svona menn fara í taugarnar á sér en þetta verður bara pirrandi til lengdar hann er greinilega ekki bara að þessu hjá okkur.


Með kveðju Halli

Author:  Raggi M5 [ Tue 06. May 2003 00:05 ]
Post subject: 

Setja veiðileyfi á þetta!

Author:  Halli [ Tue 06. May 2003 00:07 ]
Post subject: 

Raggi M5 wrote:
Setja veiðileyfi á þetta!

góð tillaga hehehehe

Author:  Vargur [ Tue 06. May 2003 10:46 ]
Post subject: 

Er ekki hægt að græja spjallið þannig að einungis skráðir notendur geti sent inn þræði.
Það er svo sorglegt þegar svona aumingjar sem ekki þora að skrifa undir nafni eru að malbika yfir allt og alla.

Author:  Jói [ Tue 06. May 2003 10:53 ]
Post subject: 

Ja hérna. Það er naumast! Spurning hvort maður eigi að hlæja af þessu eða ekki.

Það er nú ekki allt gull sem glóir og þessi fáráðlingur á kvartmila.is er sko alls ekki ég, það þarf ekki gáfaðan mann til að sjá það. Stíllinn hjá okkur er eins ólíkur og hugsast getur. :roll:

Aldrei hef ég verið að dissa BMW eða ykkur og ég er frekar hissa á því að þið talið svona um mig á þessu spjalli, það er ekki eins og að þetta hafi verið á trúnó hjá ykkur. Stundum hef ég kannski of mikið verið að væla hérna, viðurkenni það alveg, en aldrei hef ég sagt niðurlægjandi um klúbbinn okkar góða eða ykkur/okkur. Ekki gleyma því að ég er líka BMW dellukall alveg eins og þið og er allavega meðlimur á þessu spjalli, veit ekki alveg hvort ég sé meðlimur í klúbbnum eða ekki. Ég hef allavega alltaf verið málefnalegur, sem er eitthvað sem sumir hérna virðast ekki einu sinni vita hvað þýðir.

Auðvitað er alveg meiriháttar heimskulegt að vera að gagnrýna mig á þessu spjalli fyrir eitthvað sem þið hélduð að ég hefði sagt á öðru spjalli. Það er bara ömurlega ósmekklegt, sama þótt þetta hafi verið ég eða ekki. Sagt meira í alvöru en gríni, þá er ég verulega svekktur yfir því hvernig það er skrifað um mann hérna. :cry: Það mætti halda að ég sé gjörsamlega hataður hérna.

Verið allaveganna blessaðir, ég held þetta sé orðið gott.

Author:  Gunni [ Tue 06. May 2003 10:58 ]
Post subject: 

gesturinn wrote:
Ja hérna. Það er naumast! Spurning hvort maður eigi að hlæja af þessu eða ekki.

Það er nú ekki allt gull sem glóir og þessi fáráðlingur á kvartmila.is er sko alls ekki ég, það þarf ekki gáfaðan mann til að sjá það. Stíllinn hjá okkur er eins ólíkur og hugsast getur. :roll:

Aldrei hef ég verið að dissa BMW eða ykkur og ég er frekar hissa á því að þið talið svona um mig á þessu spjalli, það er ekki eins og að þetta hafi verið á trúnó hjá ykkur. Stundum hef ég kannski of mikið verið að væla hérna, viðurkenni það alveg, en aldrei hef ég sagt niðurlægjandi um klúbbinn okkar góða eða ykkur/okkur. Ekki gleyma því að ég er líka BMW dellukall alveg eins og þið og er allavega meðlimur á þessu spjalli, veit ekki alveg hvort ég sé meðlimur í klúbbnum eða ekki. Ég hef allavega alltaf verið málefnalegur, sem er eitthvað sem sumir hérna virðast ekki einu sinni vita hvað þýðir.

Auðvitað er alveg meiriháttar heimskulegt að vera að gagnrýna mig á þessu spjalli fyrir eitthvað sem þið hélduð að ég hefði sagt á öðru spjalli. Það er bara ömurlega ósmekklegt, sama þótt þetta hafi verið ég eða ekki. Sagt meira í alvöru en gríni, þá er ég verulega svekktur yfir því hvernig það er skrifað um mann hérna. :cry: Það mætti halda að ég sé gjörsamlega hataður hérna.

Verið allaveganna blessaðir, ég held þetta sé orðið gott.


Ég veit ekki til þess (skildi það allavega ekki þannig) að þeir hafi verið að tala um þig. Heldur þessa gaura sem koma og skrifa undir óskráðu gestanafni, og eru með endalaust drull hérna hægri vinstri. Mér finnst alveg í lagi að láta þessa menn heyra það ef þeir þora ekki að skrifa undir nafni hérna, en þurfa að vera með einhver leiðindi.

bara mín 2 cent

Author:  Jói [ Tue 06. May 2003 11:02 ]
Post subject: 

Ég tók því allavega til mín, enda voru allavega einhverjir að tala um mig. Þar að auki enginn sem skrifaði neitt á þessum þræði sem ekki var skráður (allavega sá ég engann).

Author:  saevar [ Tue 06. May 2003 11:07 ]
Post subject: 

Æji þetta er bara svona típísk spjallborðs miskilningur. Það segir einn eitthvað í gríni og úr verða fjöldaslagsmál. En gesturinn þú sérð að það eru fáir sem hafa kommentað inn á þetta, sem þýðir það að flestir hafa ekki viljað vera að "böggast" í þér. En ef að þú lest yfir þessi ummæli í rólegheitunum þá sérðu að það er bara 1 eða 2 sem eru eitthvað að bögga þig hinir eru að bögga gestinn á kvartmílunni. Ég persónulega hef alltaf fundist gaman að lesa skrif þín og vona að þú hættir því nú ekki. Það er reyndar leiðinlegt að það hafa stundum myndast rifrildi í kringum það sem þú skrifar og þá hefur þú nú oft kynnt svoldið undir mönnum áð rífast meira.

En muniði bara að brosa :mrgreen:

Author:  Gunni [ Tue 06. May 2003 11:07 ]
Post subject: 

það er nú samt óþarfi að vera að geta sér til um það að "einhverjir" hafi verið að tala um þig. Þá held ég að breyti nafninu á spjallinu bara í Saumaklúbburinn Hannes og við förum allir að skæla saman. Hvernig hljómar það ?!

Author:  bebecar [ Tue 06. May 2003 11:14 ]
Post subject: 

Ég er sammála, gesturinn er fínn og ætti ekkert að taka þetta til sín. Annars hélt ég að það væri skráð nikk því það stendur rallýbílstjóri og væri einhverjir aðrir að skrifa undir gestur!

Ekki taka þetta til þín félagi! Þú hefur ekki drullað yfir einn né neinn!

Author:  Gunni [ Tue 06. May 2003 11:23 ]
Post subject: 

það er málið, "gesturinn" er skráð nikk, en gestapóstar eru bara undir gestur. Það er ekki erfitt að rugla þessu saman skal ég segja ykkur.

Author:  Jói [ Tue 06. May 2003 11:31 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
það er málið, "gesturinn" er skráð nikk, en gestapóstar eru bara undir gestur. Það er ekki erfitt að rugla þessu saman skal ég segja ykkur.


Ha gesturinn, hver er nú það? :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/