bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Lán til bílakaupa https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14058 |
Page 1 of 2 |
Author: | jens [ Mon 20. Feb 2006 16:22 ] |
Post subject: | Lán til bílakaupa |
Segið mér þeir sem hafa flutt inn bíla, hvar er best að athuga með lán fyrir bílkaupum erlendis. |
Author: | IngiSig [ Mon 20. Feb 2006 16:54 ] |
Post subject: | |
Ég held ég fari rétt með en þú færð ekki lán með veð í bílnum nema hann sé kominn hingað. |
Author: | Bjarki [ Mon 20. Feb 2006 17:03 ] |
Post subject: | |
IngiSig wrote: Ég held ég fari rétt með en þú færð ekki lán með veð í bílnum nema hann sé kominn hingað.
amk ekki með veði í bílnum! |
Author: | Djofullinn [ Mon 20. Feb 2006 17:05 ] |
Post subject: | |
Þú getur þó athugað með bankann þinn hvort þú getir fengið lán eða yfirdrátt sem þú borgar niður með bílaláni þegar bíllinn er kominn til landsins ![]() |
Author: | jens [ Sun 26. Feb 2006 15:18 ] |
Post subject: | |
Hvert mynduð þið snúa ykkur til að taka lán, hvað er hagstæðast. Það eru einhverjir peningamenn hér að ég held, væri ekki verra að hafa sambönd ![]() |
Author: | Gunni [ Sun 26. Feb 2006 15:22 ] |
Post subject: | |
Ef þú ert að fjármagna bílakaup erlendis frá, þá verðurðu bara að taka yfirdrátt fyrir summunni þar til bíllinn er kominn. Einnig geturðu tekið skuldabréfalán með sjálfskuldarábyrgð eða tryggingu í öðru formi. Þægilegast er líklega að taka yfirdrátt í skamman tíma og fá svo lán með veði í bifreiðinni þegar hún er komin til landsins. Það er líklega þægilegast að tala við tryggingafélagið þitt eða glitni/lýsingu Tryggingafélögin er með ágætis vexti, t.d. TM. |
Author: | Fjarki [ Sun 26. Feb 2006 15:25 ] |
Post subject: | |
Veit nú ekki betur en að maður þurfi að eiga fastaign á flestum stöðum til að geta tekið bílalán. En samt er ekki hægt að taka bílalán á bíl sem þú ætlar að flytja inn, þarft að redda því tímabundið þangað til hann er kominn til landsins. En þar sem þú þarft að hafa fasteign eða ábyrgðamann og ekki tekið veð í bíl að þá skil ég þetta ekki. |
Author: | Alpina [ Sun 26. Feb 2006 15:34 ] |
Post subject: | |
Svar formannsins er ágætt,, en einnig fer þetta eftir ..BÍL. upphæð..aldri.. osfrv |
Author: | Djofullinn [ Sun 26. Feb 2006 16:42 ] |
Post subject: | |
Eða bara tala við Georg eða annan sem fjármagnar þar til bifreiðin er komin á númer hérlendis ![]() |
Author: | jens [ Sun 26. Feb 2006 18:33 ] |
Post subject: | |
Líst vel á þetta með Georg. |
Author: | Alpina [ Sun 26. Feb 2006 18:42 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Líst vel á þetta með Georg.
Gleymdu því... það eru flestir sem borga kaupverð bílsins erlendis STRAX eða þá .......góð//sanngjörn innborgun |
Author: | jens [ Sun 26. Feb 2006 20:07 ] |
Post subject: | |
Þá verður það svoleiðis, ef Georg með fyrirtæki / símanúmer. |
Author: | Djofullinn [ Sun 26. Feb 2006 23:48 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Þá verður það svoleiðis, ef Georg með fyrirtæki / símanúmer. Sendu mail á georg@uranus.is
Getur líka kíkt á www.uranus.is þar hlítur símanúmerið að vera einhversstaðar. Það er venjan að þurfa að borga 500 þús út. Þannig að ef þú ert að kaupa dýran bíl þá er þetta góð leið því þá þarftu bara að ná að fjármagna 500 þús til að byrja með. Færð síðan bílinn á númerum og færð lán á hann og borgar síðan Georg |
Author: | jens [ Mon 27. Feb 2006 10:52 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir þetta Danni, skoða þetta. |
Author: | Djofullinn [ Mon 27. Feb 2006 11:02 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Takk fyrir þetta Danni, skoða þetta. Lítið mál ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |