bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hvernig BMW á ég að fá mér? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=14031 |
Page 1 of 5 |
Author: | Schulii [ Sun 19. Feb 2006 11:08 ] |
Post subject: | Hvernig BMW á ég að fá mér? |
Kæru kraftar! Núna er ég alveg að verða ruglaður í bílamálum. Ég er búinn að vera að spá og spekúlera alveg hægri vinstri hvað ég á að fá mér og veit ekki alveg hvað ég á að gera. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það gerist ![]() Ég er að leita að praktískum, fjölskylduvænum en þó skemmtilegum BMW. Auðvitað er ekkert mál að finna slíkan bíl ef maður hefði algjörlega frjálsar hendur hvað "budget" varðar en málið er að hann verður að uppfylla það að vera á verðbilinu 1-1.7 milljón, eyða litlu, þarf ekkert að vera kraftmikill en vera samt ekki það boring að manni finnst maður bara vera á hefbundnum "lesser-brand" bíl. T.d. fór ég að reynsluaka E46 316i með 1900cc vél og steptronic. Virkilega góður akstursbíll og mjög fallegur þar að auki: http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CARIM ... GEID=15180 En hann var bara svo skelfilega hrár eitthvað, það vantaði alla "fídusa" í hann. En að öðru leyti eflaust virkilega góð kaup. Svo hefur þessi verið að kitla líka: http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=160250 Hann er auðvitað yfir verðrammanum sem ég setti en ef maður gæti krunkað meiri pening væri þetta eflaust fínn kostur líka. Svo er þetta sá sem ég er einna heitastur fyrir í augnablikinu: http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=100137 Ég er búinn að prófa þennan bíl og hann er alveg rosalega skemmtilegur. Með fullt af aukabúnaði, snarpur, fallegur og mjög hentugur. Eina sem ég er að velta fyrir mér með hann er hvað svona bíll eyðir? Ég hef líka verið að velta fyrir mér 318i touring bílunum. Virðist vera hægt að fá þá á góðu verði líka. Svo hafa menn verið að auglýsa hérna mjög girnilega E39 520i bíla. Annan sem Eggert á og hinn sem var leigubíll en er ekinn 240.xxxkm. Þar er aftur spurningin hvað svona bílar eyða miklu. Ef einhver telur sit líka eiga rétta bílinn handa mér þá bara endilega láta vaða. Yfirtaka á láni er eitthvað sem gæti hentað mjög vel. Endilega ekki vera feimnir með að viðra skoðanir ykkar á þessu máli. |
Author: | Logi [ Sun 19. Feb 2006 11:18 ] |
Post subject: | |
Þú ert greinilega í mjög svipuðum pælingum og ég með minn næsta BMW (það er bara ekki komið að því ennþá). Það sem verður efst á listanum hjá mér verður: Nr. 1 Touring Nr. 2 Diesel (aðallega vegna lítillar eldsneytiseyðslu) |
Author: | Bjarkih [ Sun 19. Feb 2006 11:34 ] |
Post subject: | |
Fáðu þér touring, þú kemur ekki til með að sjá eftir því. Ættir að finna E34 á mjög viðráðanlegu verði og þar sem minn er ekki að nota nema 13-14 í blönduðum þá ætti 52x að vera álitlegur kostur. |
Author: | zazou [ Sun 19. Feb 2006 11:34 ] |
Post subject: | |
Þið spurjið bara 'leiðinlegra' spurninga ![]() Schulii, er 540 farinn? |
Author: | Svezel [ Sun 19. Feb 2006 11:36 ] |
Post subject: | |
E39 530d klárlega gætir þurft að teygja aðeins á veskinu en það virðist vera hægt að fá svoleiðis bíl á um 2m hér heima með smá prútti http://tinyurl.com/cu3tl |
Author: | bimmer [ Sun 19. Feb 2006 11:40 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: E39 530d klárlega
gætir þurft að teygja aðeins á veskinu en það virðist vera hægt að fá svoleiðis bíl á um 2m hér heima með smá prútti http://tinyurl.com/cu3tl Er ekki Torfi að selja sinn D5? Það er eigulegur bíll með meiru. |
Author: | Schulii [ Sun 19. Feb 2006 11:41 ] |
Post subject: | |
zazou wrote: Þið spurjið bara 'leiðinlegra' spurninga
![]() Schulii, er 540 farinn? hehe.. já hann er farinn. Seldi hann fyrir um mánuði. Tók ekki langan tíma. Sko auðvitað er 530d algjörlega toppurinn en mér sýnist hann bara vera of dýr fyrir mig. Reyndar ef maður næði honum niður fyrir 2 kúlur væri það skoðandi en ég held að það sé ekki hægt. 320d touring er líka eitthvað sem ég hef verið að skoða en þeir eru bara of dýrir líka. |
Author: | ta [ Sun 19. Feb 2006 11:52 ] |
Post subject: | |
af þessum 3 sem þú póstaðir, tæki ég 320 touring. en er líka sammála svesel 530d er alveg málið. áður en ég keypti minn profaði ég 528ia touring 525d touring beinsk og 530d touring. og átti fyrir beinsk 528i. það var svona ´point of no return´ fyrir mig, það varð að vera 530d. |
Author: | iar [ Sun 19. Feb 2006 11:59 ] |
Post subject: | |
Hvað með E39 touring, t.d. 528i ? 528i '98 á bilasolur.is: http://makeashorterlink.com/?Z17D23AAC Og annar: http://makeashorterlink.com/?I18D51AAC (gæti þó verið sá sami..) Mér sýnist þú svoldið vera að horfa í bensínnotkun og í þessari vélastærð ertu líklega kominn með nokkuð praktíska bensínnotkun og þar sem þú virðist líka vera að horfa á touring bíl líka þá er E39 touring alveg eðal. ![]() Og ef bensínnotkunin er ekki málið var þá ekki einn 540i tourning til sölu hérna á spjallinu á nokkuð góðu verði? |
Author: | Alpina [ Sun 19. Feb 2006 12:13 ] |
Post subject: | |
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,E46, er ALLT of lítill,, að mínu mati.. Ok ef það eru 1-2 smábörn, og þá 2.0d E39 530d er án vafa mesti..besti.. EINI,, raunhæfi kosturinn ......þar sem þú ert ((fáránlega of mikið)) að spá í eyðslu,, en það er svosem raunhæfur veruleiki á dögum hás eldsneytisverðs, ekki eitthvað ,,,,wanna be BMW,, eigandi eins og 316 .....nei nei það eru margir möguleikar í boði t.d. 525tds E34 osfrv |
Author: | Angelic0- [ Sun 19. Feb 2006 12:18 ] |
Post subject: | |
E39 530d -- klárlega málið! Annars.. allt E39 ![]() Ég er nett sáttur með eyðsluna á mínum E39... komst 716km á fullum tanki, og þá breyttist Range talan i --- og auðvitað dreif maður sig á bensínstöð ![]() |
Author: | Schulii [ Sun 19. Feb 2006 12:58 ] |
Post subject: | |
Já þetta er frábært að fá alla þessa vinkla á þetta. Ég verð að viðurkenna að ég horfi MIKIÐ á bensíneyðsluna og þess vegna hefur diesel verið efst á óskalistanum. Ég hef nú á tilfinningunni að E39 528i sé örugglega eitthvað að nálgast 15 lítrana sem er of mikið. Alpina: Við erum bara tvö og verðum þrjú í júlí þannig að að okkar mati er E46 nógu stór og svo ekki sé talað um touring. En eins og réttilega hefur verið bent á að þá er E39 bara svo miklu meiri bíll og því auðvitað fýsilegri kostur. Ta sendi mér einkapóst á sínum tíma og það er alveg rétt að bíllinn hans er algjör draumur. En virðist bara vera of langt frá verðviðmiðinu. Kannski hef ég bara ekkert efni á að eiga almennilegan BMW ![]() |
Author: | basten [ Sun 19. Feb 2006 14:31 ] |
Post subject: | |
Ef þú ert að spá í góðan bíl fyrir fjölskylduna og verður með kornabarn þá myndi ég frekar fá mér E46 touring heldur en E39 limosine. Skottplássið í E39 er nefnilega ekkert rosalega stórt auk þess sem það þarf virkilega lagni til að koma kerrum og svona í skottið. Eitthvað sem konur horfa mikið í. |
Author: | IceDev [ Sun 19. Feb 2006 14:32 ] |
Post subject: | |
Mér þykir nú skottplássið í e39 bara gígantískt Hef aldrei séð svona stórt skott áður á fólksbíl |
Author: | basten [ Sun 19. Feb 2006 14:35 ] |
Post subject: | |
IceDev wrote: Mér þykir nú skottplássið í e39 bara gígantískt
Hef aldrei séð svona stórt skott áður á fólksbíl Konum þykir það ekki merkilegt ![]() En það er alveg ágætlega stórt, málið er bara að það er frekar grunnt og svo er skottopið ekki svo stórt þannig að það þarf þokkalega lagni við að smeygja stærri hlutum inn. (shit þetta gæti hljómað eins og ég væri að lýsa einhverri annarri athöfn ![]() |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |