bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Group Buy hjá Ultimatecupholders.com
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=13568
Page 1 of 2

Author:  iar [ Sat 21. Jan 2006 23:37 ]
Post subject:  Group Buy hjá Ultimatecupholders.com

Sælir félagar!

Við höfum athugað með verð og annað í group-buy hjá Mike hjá www.ultimatecupholders.com og fengið ágætis tilboð fyrir okkur.

Tilboðið hljómar upp á að stykkið kosti ca. 2.000,- til 2.500,- fyrir meðlimi BMWKrafts og 2.500,- til 3.000,- fyrir aðra. Verð á einum glasahaldara hingað komin er undir venjulegum kringumstæðum líklega vel yfir 3.000,- svo þetta eru ágætis verð sem við fáum. Nákvæmt verð kemur til með að hlaupa eitthvað aðeins til eftir fjölda þátttakenda og einnig gengi þegar pöntun fer af stað. Áður en pöntun fer af stað verður endanlegt verð reiknað út og fólk látið vita.

Hann á örugglega til núna eða mun eiga til cupholders fyrir:
E30 (eingöngu farþegamegin), E34, E36, E38, E39, E46 og Z4.

Í augnablikinu eru E34 og E36 birgðirnar búnar og eru að mér skilst núna í smá endurhönnun en eftir 1-2 mánuði verða þeir tilbúnir þannig að pöntunin fer ekki af stað fyrr þá. Það er semsagt í fyrsta lagi í mars/apríl sem má búast við að glasahaldararnir komi til landsins. Þangað til mun ég safna saman þeim sem vilja vera með í innkaupunum. Þegar ég veit svo hvenær Mike er tilbúnn með allt saman mun ég rukka þá sem eru búnir að skrá sig og geng frá lokapöntun.

Þeir sem hafa áhuga og vilja vera með í innkaupunum eru beðnir um að skrá sig á formið ---> hér <--- Þeir sem þegar hafa sýnt áhuga eru líka beðnir að senda inn skráningu svo allt sé á hreinu og á sama stað.

Ef einhverjar spurningar eru vinsamlegast sendið þær á iar@bmwkraftur.is og ég mun svara þeim eða senda áfram á framleiðandann.

Fleiri upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni www.ultimatecupholders.com og bendi ég þar sérstaklega á FAQ síðuna.

Author:  Arnarf [ Thu 16. Mar 2006 21:10 ]
Post subject: 

Er e-ð af frétta af þessu?

Hvenær getur maður búist við að fá cupholderinn

Author:  iar [ Thu 16. Mar 2006 21:31 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Er e-ð af frétta af þessu?

Hvenær getur maður búist við að fá cupholderinn


Þetta hefur eitthvað aðeins tafist en vonandi stenst fyrra plan að þeir komi í mars/apríl. :-)

Ég kem til með að vita meira eftir rúma viku og læt ykkur vita!

Author:  Angelic0- [ Fri 17. Mar 2006 13:24 ]
Post subject: 

Það vantar svona í E34 hjá Danna !

E39 cupholderinn minn heldur bara fínt !

Author:  Danni [ Fri 17. Mar 2006 15:58 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Það vantar svona í E34 hjá Danna !

E39 cupholderinn minn heldur bara fínt !


Enda skráði ég mig í þetta fyrir löngu síðan 8)

Author:  Danni [ Fri 21. Apr 2006 06:51 ]
Post subject: 

Jæja er ekkert að fara að gerast í þessu? Mars er liðinn og Apríl er að nálgast endirinn en ekkert hefur frést af Cupholders :shock:

Author:  Megadeth [ Sat 22. Apr 2006 18:19 ]
Post subject: 

er búið að panta? mér vantar svona í e46 hjá okkur

Author:  iar [ Sun 23. Apr 2006 22:37 ]
Post subject: 

Danni wrote:
Jæja er ekkert að fara að gerast í þessu? Mars er liðinn og Apríl er að nálgast endirinn en ekkert hefur frést af Cupholders :shock:


Ég sendi reyndar tölvupóst fyrir stuttu á alla þá sem voru búnir að skrá sig fyrir cupholders.

Málið er semsagt að Mike er í vandræðum með þá sem sjá honum fyrir efni í glasahaldarana og þessvegna er þetta on hold þar til það leysist. Ég mun láta vita þegar eitthvað fréttist.

Megadeth wrote:
er búið að panta? mér vantar svona í e46 hjá okkur


Það er ekki búið að panta svo þú getur enn skráð þig. En eins og kemur fram hér að ofan þá eru tafir í gangi og ég veit ekki hvenær (eða jafnvel hvort :!: :idea: :? ) þetta fer aftur af stað. Pöntunin fer ekki af stað fyrr en við erum komnir með GO frá Mike og ég mun fá staðfestingu frá sem sem hafa skráð sig og senda greiðsluupplýsingar áður þegar þetta fer af stað.

Author:  arnibjorn [ Sun 23. Apr 2006 22:41 ]
Post subject: 

iar wrote:
Ég sendi reyndar tölvupóst fyrir stuttu á alla þá sem voru búnir að skrá sig fyrir cupholders.


Ég fékk allavega engan póst.

En ég vona að þetta reddist allt! Mig sárvantar svona í minn E30 :P

Author:  Arnarf [ Tue 16. May 2006 02:19 ]
Post subject: 

Smá status check?
:)

Author:  Svingur [ Tue 16. May 2006 22:52 ]
Post subject: 

Uhh er búið að panta ? mig vantar 2 stk í E34 :oops:

Author:  BMWRLZ [ Tue 16. May 2006 23:00 ]
Post subject: 

Gerði pöntun, veit samt ekkert hvernig þetta kemur út í E-30 :) . Enn það kemur bara í ljós :D

Author:  bjahja [ Tue 16. May 2006 23:02 ]
Post subject: 

Finnst ykkur þetta ekki dýrt :oops:

Author:  Lindemann [ Wed 17. May 2006 00:00 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Finnst ykkur þetta ekki dýrt :oops:


veit ekki....langar bara í svona :lol:

Author:  bjahja [ Wed 17. May 2006 09:00 ]
Post subject: 

Ég á bara svo erfitt með að réttlæta 2500 kr fyrir málmplötu sem einhver gaur beyglaði í skúrnum sínum :?
Sérstaklega af því mig mundi langa í tvo og þá væri það 5k, kanski er ég bara orðinn nýskur eftir að hafa verið að eyða of miklum pening :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/