bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW F1 frumsýndur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=13491
Page 1 of 1

Author:  elli [ Tue 17. Jan 2006 09:52 ]
Post subject:  BMW F1 frumsýndur

Jæja þá er biðin á enda búið er að frumsýna fyrsta BMW F1



http://mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?nid=1179486

Vonum að repost löggan nappi mig ekki fyrir þetta.
Image

Author:  basten [ Tue 17. Jan 2006 12:17 ]
Post subject: 

Það verður forvitnilegt að fylgjast með "okkar" mönnum í formúlunni í vetur.
Vonandi að hlutirnir fari að ganga betur en hjá BMW-Williams síðustu ár.

Author:  elli [ Tue 17. Jan 2006 12:26 ]
Post subject: 

basten wrote:
Það verður forvitnilegt að fylgjast með "okkar" mönnum í formúlunni í vetur.
Vonandi að hlutirnir fari að ganga betur en hjá BMW-Williams síðustu ár.


Akkúrat ég get ekki beðið.

Bílinn finnst mér flottur en ég bjóst við (eða var búinn að bíta í mig) að það yrðu svona stórar rendur á honum í M litunum á hvítum grunni svipað og þeir hafa sett á M3 og M1. En hvað með það þetta verður rosa spennandi.

Author:  Jss [ Wed 18. Jan 2006 21:18 ]
Post subject: 

Mér finnst nettur retro fílingur í útlitinu á bílnum. Finnst þetta bara cool.

Author:  Logi [ Thu 19. Jan 2006 10:05 ]
Post subject: 

Mjög flottur og alls ekki ólíkur því sem ég hafði ímyndað mér 8)

Author:  Mpower [ Fri 20. Jan 2006 20:39 ]
Post subject: 

Fáum svo Kimi Raikkonen til að aka honum og þá er þetta fullkomið!

Author:  elli [ Sun 22. Jan 2006 00:21 ]
Post subject: 

Ég fylgdist svoldið með þeim þegar þeir voru að leita að driver við hliðina á Nick Heidfeld, og samkvæmt fréttum þá reyndi Mario Theissen að fá Schumacher til liðs við sig.
Nú liggur maður á bæn og vonar það besta.
Að taka þátt í formúluni og sýna árangur er ein besta auglýsing sem bílaframleiðandi getur fengið en það kostar víst peninga. Ég man eftir að hafa lesið fréttir um það að þegar Ferrari tók við foristuhlutverkinu af Mc'Laren sem leiddi það að verkum að Schumacher vann sinn annann heimsmeistaratitil (reyndar var það mér ekki að skapi en skiptir ekki máli hér) þá í kjölfarið hafi sala á nýjum Ferrari sportbílum aukist um rúm 20% svo það er klárlega mikil auglýsing að standa sig vel í F1.

Fréttin um BMW og Schumacher http://mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?limit=0;nid=1159100;gid=1170

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/