bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Frekar fáránlegt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1345
Page 1 of 2

Author:  bjahja [ Sun 27. Apr 2003 01:02 ]
Post subject:  Frekar fáránlegt

Ég var að skoða aukahlutir.com (ekki það að ég sé að fara að kaupa eithvað) og þar eru þeir að selja "strobe" ljós í framljósin og þetta er textin sem þeira skrifa við:

Vertu eins og löggurnar,strobe í aðalljósin er það sem löggan er með og fær hana yfir rauð ljós löglega á gatnamótum, afhverju ættir þú ekki að fá að fara yfir á rauðu, skelltu þessu í framljósin hjá þér og brunaðu yfir á rauðu ljósi. Aukahlutir.com, ber enga ábyrgð á því sem við tökum hér fram

Þetta finnst mér vera fáránlegt, hvort sem þetta er sagt í gríni eða ekki.

Author:  Haffi [ Sun 27. Apr 2003 01:07 ]
Post subject: 

WTF??!?!???!???????!?!?!!!!?!!!!? skelltu þessu í framljósin hjá þér og brunaðu yfir á rauðu ljósi

Djöfull er þetta stupid lið maður!

Author:  Heizzi [ Sun 27. Apr 2003 01:11 ]
Post subject: 

Rugl

Author:  Heizzi [ Sun 27. Apr 2003 01:16 ]
Post subject: 

Djö maður, helvíti hefði verið gott að hafa þetta í þegar ég lenti í því að fara yfir á rauðu. Ég hefði bara sagt við sagt lögguna sem stoppaði mig: "ABBABABB ég er með strobe í framljósunum þannig að þetta er löglegt kallinn" :lol:

Um leið og fólk hættir að virða rauð ljós þá er þetta nokkurn veginn búið...

Author:  Haffi [ Sun 27. Apr 2003 01:33 ]
Post subject: 

true

Author:  Jss [ Mon 28. Apr 2003 00:13 ]
Post subject: 

Hálfvitaskapur að auglýsa á þennan hátt, þ.e. ef þú vilt selja eitthvað

Author:  bebecar [ Mon 28. Apr 2003 09:07 ]
Post subject: 

Miðað við sumar mannvitsbrekkurnar sem eru að versla þarna þá er ég nú ansi hræddur um að summum detti í hug að nota þetta!

Author:  Raggi M5 [ Mon 28. Apr 2003 11:31 ]
Post subject: 

Þetta hlýtur að vera bara djók, mig langar allavega að sjá nördið sem myndi gera þetta!

Author:  Djofullinn [ Mon 28. Apr 2003 11:46 ]
Post subject: 

Þetta er nú mjög asnaleg auglýsing! :lol:
En... einhverntímann heyrði ég nú að það væri skynjari í flestum/öllum götuljósum sem veldur því að það breytist yfir í grænt ef blikkandi ljós löggu/sjúkra/slökkvi bíla nálgast.... þeir eru væntanlega að meina það.
En ég veit ekkert hvort þetta er satt eða ekki :?

Author:  bebecar [ Mon 28. Apr 2003 13:03 ]
Post subject: 

Það eru svona ljós á einum stað í bænum, en það þarf búnað í bílana sem breytir merkinu þegar þú kemur að ljósunum - ekki einhvern blikk skynjarara.

Author:  Logi [ Mon 28. Apr 2003 13:07 ]
Post subject: 

Eru það þá ekki ljósin við slökkvistöðina i Skógarhlíð?

Author:  bebecar [ Mon 28. Apr 2003 13:22 ]
Post subject: 

Jú, svo var mér sagt.

Author:  Haffi [ Mon 28. Apr 2003 13:34 ]
Post subject: 

ég hef oftar en einusinni verið þar á ljósum þegar sjúkrabíll eða slökkvibíll koma á flegi ferð út og þeir biðu í dágóðan tíma áður en þeir brunuðu bara yfir á rauðu...

Author:  Haffi [ Mon 28. Apr 2003 14:30 ]
Post subject: 

LOL ég fór fram og sá ryksuguna á gólfinu og hélt að þetta væri hundurinn og klappaði henni!! Ég þarf eitthvað að fara láta athuga mig!

Author:  Djofullinn [ Mon 28. Apr 2003 14:38 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
LOL ég fór fram og sá ryksuguna á gólfinu og hélt að þetta væri hundurinn og klappaði henni!! Ég þarf eitthvað að fara láta athuga mig!

Hahahahahahahaha :lol:
gj

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/