bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

530 Dísel?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=13383
Page 1 of 2

Author:  SL 600 [ Tue 10. Jan 2006 20:56 ]
Post subject:  530 Dísel?

er að spá í bmw 530 Dísel 2001 árgerðinni sem á að notast í að keyra á milli Rvk og Keflavíkur þar sem ég vinn þar. Er eitthvað meira vesen að eiga þetta dísel heldur en bensín? eitthvað meira viðhald á vél eða eitthvað í þá áttina?

Author:  arnibjorn [ Tue 10. Jan 2006 21:10 ]
Post subject: 

Ég held að það sé einmitt þvert á móti.. minna vesen.

Edit: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ht=d%EDsel
Fann þennan þráð.. þarna eru menn að ræða um dísel bíla og slíkt.. kannski hjálpar þetta eitthvað :P

Author:  Kull [ Tue 10. Jan 2006 21:33 ]
Post subject: 

530d ætti að henta vel í þetta, þetta er bíll sem er snilld á ferðinni, mjög góð millihröðun. Eyðslan er mjög góð, sérstaklega á beinskiptum, minn er að fara með um 9L á hundraðið innanbæjar.

Ég held að viðhald sé svipað og bensínbílarnir, jafnvel eitthvað minna.

Author:  Djofullinn [ Tue 10. Jan 2006 22:04 ]
Post subject: 

Það er almennt minna viðhald á dísil vélum. Síðan ætti þetta ekki að eyða neinu í svona keyrslu :)

Author:  SL 600 [ Tue 10. Jan 2006 23:03 ]
Post subject: 

nei ég prufaði einn í dag og hann kom mér alveg þvílíkt á óvart, eru þessir bílar eitthvað erfiðir í endursölu?

Author:  Benzari [ Tue 10. Jan 2006 23:05 ]
Post subject: 

SL 600 wrote:
nei ég prufaði einn í dag og hann kom mér alveg þvílíkt á óvart, eru þessir bílar eitthvað erfiðir í endursölu?


Það eru nánast allir bílar erfiðir í endursölu.

Author:  SL 600 [ Tue 10. Jan 2006 23:10 ]
Post subject: 

já en maður hefur heyrt að Íslendingar séu eitthvað hræddir við að kaupa sér dísel bíla og því erfiðir í endursölu

Author:  ///MR HUNG [ Tue 10. Jan 2006 23:31 ]
Post subject: 

SL 600 wrote:
nei ég prufaði einn í dag og hann kom mér alveg þvílíkt á óvart, eru þessir bílar eitthvað erfiðir í endursölu?
Þeir eru alveg að seljast enn málið er að það er bara búið að flytja svo mikið inn af dísel bimmum að manni finnst þeir vera á öllum sölum.
Fólk á bara eftir að fatta hversu miklir snilldar bílar þetta eru.

Author:  SL 600 [ Wed 11. Jan 2006 20:04 ]
Post subject: 

er búinn að vera að tékka á verðinu á þessum og B&L segir um 2 milljónir og sá sem metur hann hæst 2,3 en síðan er sett á hann 2.940 samt flottur bíll og væri til í að eignast en hvað er sanngjarnt verð fyrir þennan bíl?? http://bilasolur.is/Main.asp?ONLYWITHIMAGES=on&F1=on&V5=on&V6=on&A6=on&SHOW=SEARCHRESULTS&SEARCHTYPE=SPECIAL&BS16=on

Author:  Kull [ Wed 11. Jan 2006 20:21 ]
Post subject: 

Mér finnst nú skrýtið að B&L segi um 2 millur, sérstaklega miðað við hvað svona kostar nýtt, er það ekki þeirra uppítökuverð þá?

Þessi virðist mjög vel búinn, myndi halda að 2.5 væri nærri lagi.

Author:  blomqvist [ Wed 11. Jan 2006 20:26 ]
Post subject: 

ÉG er að fá svona bíl núna til landsins. Árg 2002, topplúga leður + TV ekinn tæp 70.000. Mun kosta mig á milli 2.550 og 2.750 með öllu.

Author:  Þórir [ Wed 11. Jan 2006 20:27 ]
Post subject: 

http://mobile.de/SIDe9SMWJySSL5qmASXw-NHZg-t-vaNexlCsAsCsK%F3P%F3R~BmSB11Iindex_cgiJ1137014642A1Iindex_cgiD1100CCarX-t-vctpLtt~BmPA1A1B20B77%81m-t-vCaMIMiMkQuRDSeVb_X_Y_x_yetrdsO~BSRA6D1100F150000B22D3500AGD2001CPKWHinPublicA2A0H42002c00A0FDieselD2001A0/cgi-bin/da.pl?sr_qual=G&top=13&bereich=pkw&id=11111111193473346&

Þessi er kominn inn á 2,1. Mjög sambærilegur

Author:  Kull [ Wed 11. Jan 2006 20:35 ]
Post subject: 

Þórir wrote:


Tjah, er nú ekki alveg jafn vel búinn. Er 2.1 líka ekki full bjartsýnt, þarf að reikna með þóknun fyrir þann sem flytur inn og svoleiðis.

Einnig er væntanlega alltaf ódýrara að flytja inn bíl en auðvitað er viss kostur að geta skoðað og prufað sjálfur. Einnig tekur þokkalegan tíma að flytja inn. Þarf að reikna þetta allt inn í dæmið :)

Author:  íbbi_ [ Wed 11. Jan 2006 20:46 ]
Post subject: 

það er náttla bara eftir hverju og einu eintaki að meta verð útfrá kostum þess og göllum, þetta eru miklir og flóknir bílar og því finnst mér sjálfsagt að það sé smá verðmunur á milli heilla bíla og svo síðri eintaka, sem virðist alltaf fljóta nóg af hér á landi,

mér persónulega finnst sona 530d alveg súperheillandi, afl þægindi og hagkvæmur í rekstri, ég myndi eflaust vera búin að kaupa sona ef þetta væri á mínu verðbili

Author:  Logi [ Wed 11. Jan 2006 21:12 ]
Post subject: 

Það litla sem ég þekki af 530d er bara gott. Hef setið talsvert í svona bíl og prófað einnig. Þetta eru að mínu mati MJÖG heillandi bílar!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/