bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hópferð til Birmingham https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=13299 |
Page 1 of 1 |
Author: | zx [ Fri 06. Jan 2006 11:01 ] |
Post subject: | Hópferð til Birmingham |
Póstur sem ég fékk sem ég læt flakka hér; Góðan daginn og gleðilegt ár! Eftir 9 daga verður haldið í 3 ½ dags glæsilega hópferð bílageggjara til Birrmingham í Bretlandi - á stærstu keppnisbílasýningu heims. Þar verða 600 bílar sem metnir eru á samtals um 100 milljarða króna.. Allar gerðir af kepnnisbílum – það flottasta sem til er. Fullt af nýjustu tækninni í bílabransanum. Þarna verða 640 sölubásar með ýmsan varning er tengist bílum svo sem verkfæri, íhluti, varahluti o.s.frv. Þeir sem eiga fyrirtæki geta því lækkað ferðakostnaðinn með því að taka þetta sem viðskiptaferð sem er frádráttabær frá skatti Þetta er mjög lifandi sýning með nokkrum “live” svæðum með bílum á fullri ferð – sem sé ekki bara uppstilltir bílar en samt vera glæsikvendin á sínum stað – fullt af þeim. Rúsinan í pylsuendanum verður einkaheimsókn íslenska hópsins í höfuðstöðvar BMW Williams-formúluliðsins í Oxfordshire. Það er mjög erfitt að komast inn á slíkan stað enda um að ræða helgustu vé kappakstursliðanna. Búast má við frábærum viðtökum. Hér er kannski eina tækifærið í lifinu í þessum efnum!!! Frekari upplýsingar í tveimur viðhengjum – stutt frétt og litauglýsing. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar hjá: Fyrsta flugs félagið Gunnar Þorsteinsson – alla daga, líka um helgar frá 10-22 Símar: 663 5800 663 5801 561 6112 Sýndu samstöðu og bíladelluna í verki og sendu þennan póst áfram til vinnufélaga, vina og kunningja. |
Author: | IceDev [ Fri 06. Jan 2006 11:04 ] |
Post subject: | |
Fyrsta flugs félagið – í samvinnu við Iceland Express – býður hópferð á stærstu sportbílasýningu í heimi - AUTOSPORT INTERNATIONAL. Í ár er sannarlega við hæfi að fara á þessa miklu sýningu því nú er 100 ára afmæli kappaksturs í heiminum. Við erum ekki bara að fara á þessa glæsilegu bílasýningu. Íslenska hópnum er boðið í einkaheimsókn til Williams-kappakstursliðsins, í sjálfar höfuðstöðvar þessa heimsþekkta formúluliðs en þær eru í Oxford-skíri. Hreint út sagt – það er mjög erfitt að komast inn á slíka staði og hér njótum við persónulegra tengsla. Heiðursgetur ferðarinnar verður Sverrir Þóroddsson, eini Íslendingurinn er keppt hefur í formúlukeppnum – maður með góð tengsl og gríðarlega þekkingu. Fararstjóri verður Gunnar Þorsteinsson, formaður Fysrta flugs félagsins, sem hefur 12 ára reynslu að baki í hópferðum af þessu tagi. Eins og sjá má mun bílasýningin ekki bara snúast um kappakstur – langt frá því. Þarna verða líka allar gerðir af bílum og þetta er mjög lifandi sýning – búast má við mjög mikillri “aksjón”. Dæmi um þetta sýna eftirfarandi punkar: • Stærsta sýningarhöll Bretlands – eins og 10 Laugardalshallir • 640 sýningabásar • 1000.000 gestsir • 600 sýningabílar – 11 milljarða virði • Frægasta og fínasta fólkið ú Formúlunni • Nýjustu bílarnir úr Formúli 1, 2 og 3 • Úrval fornkappakstursbíla síðustu 100 ára • Dýrustu lúxussportbílar í heimi • Sprækustu rallýbílar sem til eru • Glóðvolgir heimsmíðaðir bílar beint úr bílskúrunum • Bílaframleiðendur afhjúpa nýjar gerðir af bílum • Nýjasta tækni í bílaverkfræði og -hönnun • Kynningar á allra nýjustu tækni í viðgerðum og smíði bíla • Nýjustu íhlutir, varahlutir og verkæri. • Reykspólandi bílar á frábæru, lifandi, mjög stóru sérsvæði • Alvörui kartbílabratir fyrir fullorðna og börn • Kynningar á helstu bílaklúbbum Bretlands • SÖLUSÝNING - Verslað fyrir 400.000 á mínútu Verkfæri, íhlutir, aukahlutir, minjagripir, fatnaður, bækur, gjafavörur og fleira og fleira. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ - Setjið í fluggírinn og stígið bensínið í botn! Nánari upplýsingar Fyrsta flugs félagið – Hægt að hringja frá 10-22, virka daga og líka um helgar Símar: 561 6112 – 663 5800 - 663 5801 – 663 5802 Upphaf ferðar: 13.01.2006, föstudagur síðdegisflug Lok ferðar: 16.01.2006, mánudagur, kvöldflug Hótel: Thistle Birmingham City. Þrjár nætur á þessu fjögurra stjörnu hóteli sem er mjög vel staðsett í Birgmingham. Stutt á bílasýninguna og stutt í miðbæinn. Áhugaverðir staðir: Fyrir utan bílasýninguna mælum við t.d. með stöðum eins og Vísindasafninu, Cadbury World og National Sealife Center. Verð: 58.500.- á mann í tvíbýli / 63.600.- í einbýli Innifalið: Flug, skattar, hótel, morgunverður, allar rútuferðir, íslensk fararstjórn, VIP-hálsnafnspjald, gengisbreytingatafla og prentuð ferðadagskrá. Aukakostnaður: Aðgöngumiðar á sýninguna. Almennur miði kostar 26 pund á dag. Mælum hins vegar með VIP-miða sem er aðeins 6 pundum dýrari en sá opnar ýmis svæði á sýningunni sem annars eru lokuð almenningi. Þeim aukakostnaði verður því vel varið. |
Author: | pallorri [ Fri 06. Jan 2006 11:40 ] |
Post subject: | |
zx wrote: Þar verða 600 bílar sem metnir eru á samtals um 100 milljarða króna.. Allar gerðir af kepnnisbílum IceDev wrote: • 600 sýningabílar – 11 milljarða virði
|
Author: | bjahja [ Fri 06. Jan 2006 13:49 ] |
Post subject: | |
11 milljarðar hljómar mun líklegra ![]() En maður væri alveg til í að skella sér, bara verst að ég er að fara til köben sömu helgi ![]() |
Author: | bimmer [ Fri 06. Jan 2006 14:53 ] |
Post subject: | |
Maður væri nú alveg til í að kíkja í þessa ferð!!! |
Author: | zazou [ Fri 06. Jan 2006 17:07 ] |
Post subject: | |
Argh, það væri gaman að fara. Verst að ég er búinn að lofa mér í vinnu á laugardeginum ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 06. Jan 2006 17:49 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Maður væri nú alveg til í að kíkja í þessa ferð!!!
58.000,- með hóteli... Ekkert gríðarlegt.. Reyndar er ekki miðinn inni í þessu en hann er 24pund ![]() |
Author: | O.Johnson [ Tue 10. Jan 2006 00:54 ] |
Post subject: | |
Ætlar einhver hérna að fara ? Ég er mjög líklega að fara ![]() Kemur í ljós á morgun |
Author: | O.Johnson [ Thu 12. Jan 2006 19:44 ] |
Post subject: | |
Ég er að fara, liggaliggalá ![]() Ætlar virkilega enginn hér ætlar að fara ??? |
Author: | siggik1 [ Thu 12. Jan 2006 20:20 ] |
Post subject: | |
Væri vel til í það, bara soldið stuttur fyrirvari, bara muna að taka helling af myndum ![]() |
Author: | O.Johnson [ Fri 13. Jan 2006 01:56 ] |
Post subject: | |
siggik1 wrote: Væri vel til í það, bara soldið stuttur fyrirvari, bara muna að taka helling af myndum
![]() Myndavélin kominn í hleðslu og tvö minniskort tilbúin. |
Author: | gdawg [ Fri 13. Jan 2006 17:16 ] |
Post subject: | |
Ég var þarna í dag, mjög mikið af skemmtilegu dóti að skoða. Var ekki vopnaður myndavél í dag en verð það á sunnudaginn ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |