bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Móða
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=132
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Wed 02. Oct 2002 17:04 ]
Post subject:  Móða

sælir. ég á við það vandamál að stríða að alltaf þegar það rignir úti þá fyllist bíllinn minn af móðu að innan, eins og það sé verið að hafa villt mök inní honum. þetta þykir mér ansi pirrandi og var að velta því fyrir mér hvort að þið vissuð eitthvað af hverju þetta gæti stafað og hvað í ósköpunum ég gæti gert til að koma í veg fyrir þetta ?

Author:  Svezel [ Wed 02. Oct 2002 18:18 ]
Post subject: 

Gamli bíllin minn fylltist alltaf af móðu í rigningu því teppin í honum voru rök, kannski er einhver bleyta í teppunum hjá þér.

Author:  bebecar [ Wed 02. Oct 2002 21:11 ]
Post subject: 

Ertu ekki bara með stillt á hringrás á miðstöðinni?

Author:  Svezel [ Wed 02. Oct 2002 22:29 ]
Post subject: 

Ef þú ert með A/C þá myndi ég kveikja á því, það hverjur alltaf öll móða eins og skot hjá mér ef ég hef kveikt á því.

Author:  Gunni [ Thu 03. Oct 2002 02:43 ]
Post subject: 

hehe, það er ekki ac í bílnum og það er ekki hægt að stilla á hringrás (veit ei hví) það gæti s.s. verið að það sé dottinn tappi úr gólfinu. tjékka á því. takk

Author:  Flicker [ Thu 03. Oct 2002 23:11 ]
Post subject: 

Ég myndi prófa að slökkva á miðstöðinni svona 10 sek áður en þú drepur á honum... það virkar hjá mér allavega... einnig heyrði ég að þú getur sett dagblöð eða einhvern anskotann í bílinn :D

Líka til Anti-Fog eða eitthvað til að setja á rúðuna ef þú ert í einhverju mega basli... ég á svoleiðis til að leyfa þér að prófa ef þú villt...

Author:  Gunni [ Fri 04. Oct 2002 16:06 ]
Post subject: 

humm....af hverju virkar að slökkva á miðstöðinni áður en maður drepur á bílnum ?? draga dagblöðin rakann í sig eða eikkvað soliðis ?? humm þetta er skemmtilegt. ef þetta anti-fog dæmi virkar þá fjárfesti ég kannski bara í soliðis á lélect.

Author:  Dr. E31 [ Fri 04. Oct 2002 18:16 ]
Post subject: 

Anti-Fog virkar ekki neitt , ég er búinn að prófa það á báðum bílunum mínum, það kemur bara meiri móða og fer ekkert þótt maður blasti hitarann í botn (fer á endanum, en ég hef ekki þolinmæði í 20min)

Ingi

Author:  iar [ Fri 04. Oct 2002 22:21 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
humm....af hverju virkar að slökkva á miðstöðinni áður en maður drepur á bílnum ?? draga dagblöðin rakann í sig eða eikkvað soliðis ?? humm þetta er skemmtilegt. ef þetta anti-fog dæmi virkar þá fjárfesti ég kannski bara í soliðis á lélect.


Hef heyrt það trick að hafa dagblöð í bílnum á veturna til að draga í sig raka svo ekki þyrfti að skafa rúðurnar að innan á morgnana.

Þetta var reyndar aKureyringur... :wink:

Author:  Flicker [ Sat 05. Oct 2002 18:25 ]
Post subject: 

Ef ég slekk á miðstöðinni rétt áður en ég drep á bílnum er eins og það lokist alveg fyrir hana einhvernvegin og þá kemur ekki eins mikil móða, það er eins og öll móðan komi úr miðstöðinni hjá mér alla vegana... reyndar er aldrei móða nema á framrúðunni hjá mér ef það er einhver móða á annað borð :D

Dr. E31 has a point... ég notaði Anti-Fog eitthvað fyrir nokkrum árum en nota það ekki lengur... en það kemur ekki meiri móða eins og hann heldur fram...

Hvað dagblöðin varðar eiga þau að draga í sig raka eins og iar segir... reyndar hef ég aldrei prófað þetta.. :D

Author:  Guest [ Sat 05. Oct 2002 19:09 ]
Post subject: 

Það virkar að láta dagblöð í gólfið, þau draga í sig rakan og verða á endanum blaut. Það þarf bara að skipta reglulega

Author:  Bjarki [ Sun 06. Oct 2002 11:36 ]
Post subject: 

Besta "trikkið" ef trikk mætti kalla til að losna við móðu (raka í bílnum) inni á rúðunum á veturnar er að dusta snjóinn af fótunum áður en maður sest inn. Og hella vatninu úr mottunum ef það er orðið eitthvað mikið.
Þá er þetta ekkert vesen.

Author:  montoya [ Tue 08. Oct 2002 18:51 ]
Post subject: 

að hafa "ac-ið" á er ekkert sniðugt það vita nefnilega ekki margir að "ac-ið" þurrkar upp loftið í bílnum n.b. þú ert að anda þessu lofti að þér .Það kallar fljótt á veikindi.

í einum bimmanum mínum hafði ég þetta vandamál og leysti það einmitt með því að kveikja á "ac-inu", síðar komst ég af því að miðstöðvarelementið í bílnum (sem þarf að rífa allt mælaborðið úr til að komast að og er staðsett í fimmum farþegamegin og er tengt inná kælivatnshringrás bílsins) var orðið fullt af drullu og farið að leka.(bíllinn var nýinnfluttur frá spáni og þar hafði verið mokað á hann vatnskassaþéttir sem má alls ekki á BMW.

Þannig að ef að gólfið farþegamegin er áberandi blautt og farið að minnka hægt og rólega af kassanum ertu í ekki of góðum málum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/