bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bílakaup
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=13059
Page 1 of 4

Author:  Arnarf [ Thu 22. Dec 2005 00:35 ]
Post subject:  Bílakaup

Ég er nokkuð ákveðinn í að fá mér bmw í sumar og þá helst þrist.

Mig langar þá helst í 325i E36, en verðþakið er kannski í kringum 1 millu.
Svo kæmi kannski 320i E46 líka til greina ef verðið færi ekki of mikið yfir 1 millu.


Hins vegar er ég engan veginn flinkur á að laga bíla, svo það yrði skilyrði að hann þyrfti ekki mikið meira en reglubundið viðhald og allt þetta venjulega.

Ég hef þá mikið verið að spá í, borgar sig að flytja inn? Þeir sem ég hef verið að skoða sem eru hér til sölu hafa ekki alveg allt sem ég myndi kjósa, beinskiptingu, leður, kannski topplúga með og þannig í svipuðum dúr.

Ef þú flytur inn svona bifreið frá þýskalandi, geturu almennt fengið virðisaukann (MwSt.) endurgreiddann ?

Mér sýnist flottir E36 325i sirka 95' vera á sirka 6000evrur á mobile.de og skv. Reiknivélinni væri það 940k, svo plús kannski 100k eða slíkt fyrir þjónustu smára og allt.
Myndi enda í sirka 1.050.000 sirka, passar það?
Ef svo myndi fara að ég þyrfti að selja bílinn, gæti ég fengið nálægt þessari upphæð til baka?

Svo, mæliði með innflutningi á svona bíl?
Er ekki gott að taka þrist sem fyrsta BMW manns?

Ég veit að þetta voru voða margar spurningar, en ef þið getið svarað einhverju af þessu yrði ég mjög þakklátur

Takk fyrir
Arnar

Author:  IceDev [ Thu 22. Dec 2005 00:39 ]
Post subject: 

Mæli ekki með að kaupa 900-1 mill e36 ef að þú ert að hugsa um endursölu


Just my 2 cents

Author:  Gunni [ Thu 22. Dec 2005 00:57 ]
Post subject: 

Fyrir þennan pening ættirðu að geta fengið fínan E36 323 eða 328
árg '95-'97, oft eru þeir ágægtlega útbúnir. Það er hinsvegar ekkert
garanterað að þú fáir það til baka hérna heima. Það er t.d. einn 328
bíll hér á spjallinu sem hefur verið lengi til sölu á þennan pening.

Author:  Arnarf [ Thu 22. Dec 2005 07:16 ]
Post subject: 

Já, það væri gaman að taka þennan 328 hérna, bara vil helst bíða fram í sumar með þetta.
Er til 328i? (engin sjálfsskipting)
Ef þessi væri beinskiptur með leðri myndi ég eflaust kaupa hann strax


Er svona erfitt að selja þessa E36 hérna?

Ætti maður kannski að reyna finna sér E46 320i?

En annars fyrir þennan pening, hvaða bmw mynduði velja

Takk
Arnar

Author:  Gunni [ Thu 22. Dec 2005 09:22 ]
Post subject: 

Það þarf reyndar ekkert að vera að það sé erfitt að selja svona bíl,
6cyl (þá 2,5 eða 2,8 ) og beinskiptur. Svo fer þetta líka eftir lit og þannig.

Ég er mikill E36 maður. Fyrir þennan pening mundi hiklaust reyna að
finna 328, bsk með hálf eða heilleðruðum sportsætum!

Author:  bjahja [ Thu 22. Dec 2005 09:32 ]
Post subject: 

Ég persónulega myndi aldrei kaupa bíl eftir því hvort það er erfitt að selja hann aftur eða ekki.
Fokk it, ef þig langar í 323/325/238 þá kaupir þú þér svoleiðis af því þessir bílar rokkar. Reyndu bara að finna sem best eintak og flytja það inn 8)

Author:  HPH [ Thu 22. Dec 2005 09:36 ]
Post subject: 

Jss er ekki búinn að selja sinn 328i (E36) held ég.

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Dec 2005 10:33 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Jss er ekki búinn að selja sinn 328i (E36) held ég.

Enda minnkar markhópurinn gífurlega við það að bíllinn sé sjálfskiptur.
Því miður því þetta er svakalega góður bíll :)

Author:  Ahugamaður [ Thu 22. Dec 2005 10:52 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
HPH wrote:
Jss er ekki búinn að selja sinn 328i (E36) held ég.

Enda minnkar markhópurinn gífurlega við það að bíllinn sé sjálfskiptur.
Því miður því þetta er svakalega góður bíll :)


Held nú að markhópurinn minnki ekki við sjálfskiptingu! Bara misjafn er smekkur manna!

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Dec 2005 11:16 ]
Post subject: 

Ahugamaður wrote:
Djofullinn wrote:
HPH wrote:
Jss er ekki búinn að selja sinn 328i (E36) held ég.

Enda minnkar markhópurinn gífurlega við það að bíllinn sé sjálfskiptur.
Því miður því þetta er svakalega góður bíll :)


Held nú að markhópurinn minnki ekki við sjálfskiptingu! Bara misjafn er smekkur manna!
Já en ég vil meina að þeir sem hafa smekk fyrir sjálfskiptingu í 328i E36 lækkuðum á 17" áli séu færri en hinir

Author:  saemi [ Thu 22. Dec 2005 11:56 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Ahugamaður wrote:
Djofullinn wrote:
HPH wrote:
Jss er ekki búinn að selja sinn 328i (E36) held ég.

Enda minnkar markhópurinn gífurlega við það að bíllinn sé sjálfskiptur.
Því miður því þetta er svakalega góður bíll :)


Held nú að markhópurinn minnki ekki við sjálfskiptingu! Bara misjafn er smekkur manna!
Já en ég vil meina að þeir sem hafa smekk fyrir sjálfskiptingu í 328i E36 lækkuðum á 17" áli séu færri en hinir


Alveg sammála þessu. E36 328i sjálfskiptur er ekki eins vinsæll og beinskiptur. Þetta eru strákabílar og þeir vilja frekar beinskipt!

En bíllinn er mjög skemmtilegur svona sjálfskiptur, ég prufaði hann og það kom mér á óvart hvað hann er skemmtilegur svona sjálfskiptur.

Author:  Einsii [ Thu 22. Dec 2005 12:50 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Djofullinn wrote:
Ahugamaður wrote:
Djofullinn wrote:
HPH wrote:
Jss er ekki búinn að selja sinn 328i (E36) held ég.

Enda minnkar markhópurinn gífurlega við það að bíllinn sé sjálfskiptur.
Því miður því þetta er svakalega góður bíll :)


Held nú að markhópurinn minnki ekki við sjálfskiptingu! Bara misjafn er smekkur manna!
Já en ég vil meina að þeir sem hafa smekk fyrir sjálfskiptingu í 328i E36 lækkuðum á 17" áli séu færri en hinir


Alveg sammála þessu. E36 328i sjálfskiptur er ekki eins vinsæll og beinskiptur. Þetta eru strákabílar og þeir vilja frekar beinskipt!

En bíllinn er mjög skemmtilegur svona sjálfskiptur, ég prufaði hann og það kom mér á óvart hvað hann er skemmtilegur svona sjálfskiptur.

Enda kom það mér stórkostlega á óvart þegar þú sagðir "ég vil hafa sona bíl sjálfskiptann" þegar ég var að prufa 540 hjá þér og kvartaði yfir ssk ;)

Author:  gstuning [ Thu 22. Dec 2005 13:35 ]
Post subject: 

Það er ekkert mál að gera bílinn hans JSS beinskiptan,
þarf bara einhvern sem nennir því,

Author:  Arnarf [ Thu 22. Dec 2005 16:52 ]
Post subject: 

Kæmi samt kannski alveg til greina að taka sjálfsskiptan, en ég hef bara aldrei keyrt sjálfsskiptan bmw, hef keyrt nokkra beinskipta.

En, væri þess virði að skoða það að flytja svona bíl inn?
Eða væri þess virði að bíða þangað til að eintak sem manni langar í fari til sölu hér heima

Author:  Alpina [ Thu 22. Dec 2005 22:23 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Ég persónulega myndi aldrei kaupa bíl eftir því hvort það er erfitt að selja hann aftur eða ekki.
Fokk it, ef þig langar í 323/325/238 þá kaupir þú þér svoleiðis af því þessir bílar rokkar. Reyndu bara að finna sem best eintak og flytja það inn 8)


Þetta er akkúrat mergur málsins,,

Það var rétt þetta ,,Bjarni......... ef einhverjum langar í einhvern x bíl þá á maður ekki að kaupa y bíl,,,,,,,,,,,,, BARA út af endursölu

ef þú ert að spá í endursölu,,færðu þér corollu eða eitthvað svipað,,

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/