bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Réttingaverkstæði segja upp samningum við VIS
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=13037
Page 1 of 2

Author:  iar [ Tue 20. Dec 2005 08:02 ]
Post subject:  Réttingaverkstæði segja upp samningum við VIS

Sáuð þið fréttirnar á RÚV í gær?

Frétt á ruv.is
Sjónvarpsfréttir í gær kl. 19:00

ruv.is wrote:
Réttingaverkstæði segja upp samningum við VIS
Nokkur réttingaverkstæði hafa sagt upp samstarfssamningi við Vátryggingarfélag Íslands. Félagið neitar að borga uppsett verð fyrir viðgerðir á bílum viðskipta sinna.

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandins segir aðdraganda málsins vera þann að fyrir þremur árum hafi tryggingafélögin haft með sér samráð um verðlagningu á viðgerðum eftir sérstöku Cabas-einingakerfi. Síðan þá hafi litlar breytingar orðið á verðlagi verkstæðanna. Á sama tíma hafi hins vegar kostnaður aukist mikið. Meðal annars í formi launahækkanna um tæp 20%.

Framkvæmdastjórinn segir deiluna í slæmum hnút.

Author:  ///MR HUNG [ Tue 20. Dec 2005 09:21 ]
Post subject: 

Kominn tími til og ætla að vona að fleiri þori þessu líka.

Author:  grettir [ Tue 20. Dec 2005 10:03 ]
Post subject: 

Fyrir dálítið löngu síðan fór ég á sprautuverkstæði með einhverja lista og drasl. Í glugganum var miði sem á stóð "Hér er ekki unnið fyrir Vís"

Enda er Vís bara prump.

Author:  íbbi_ [ Tue 20. Dec 2005 10:19 ]
Post subject: 

já það stendur í glugganum á versktæðinu sem ég versla við

Author:  Djofullinn [ Tue 20. Dec 2005 10:24 ]
Post subject: 

Jebb jebb þetta er glæsilegt. Þeir eru bara komnir í rugl, sérstaklega Vís. Ef maður ætlar að fá greitt út tjón þá þarf maður að sætta sig við 50% af því sem það myndi kosta ef maður færi á verkstæði.

Er einmitt að fara að díla við Vís núna... :? Það var keyrt á 320i gaurinn, afturbretti, stuðari og afturbitinn. Engar beyglur bara rispur. Fæ örugglega bara eitthvað klink...

Author:  Thrullerinn [ Tue 20. Dec 2005 11:09 ]
Post subject: 

..þetta er vægast sagt slæm auglýsing fyrir VÍS :?
kannski að maður skipti..

Author:  Sezar [ Tue 20. Dec 2005 11:24 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
..þetta er vægast sagt slæm auglýsing fyrir VÍS :?
kannski að maður skipti..


Sjóvá er líka með einhverja herferð. Búnir að segja upp samningum við mörg verkstæði. Og orðnir virkilega stífir.

Author:  íbbi_ [ Tue 20. Dec 2005 14:09 ]
Post subject: 

TM eru byrjaðir á þessu líka, maður fær bara eithtvað grín ef maður vill fá tjónið borgað

Author:  IceDev [ Tue 20. Dec 2005 14:59 ]
Post subject: 

Rofl



"Vís - Við tryggjum bílinn þinn....ef okkur sýnist"

Author:  fart [ Tue 20. Dec 2005 15:01 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
TM eru byrjaðir á þessu líka, maður fær bara eithtvað grín ef maður vill fá tjónið borgað


Þá er bara ein lausn á þessu.... taka lán á bílinn upp í max út frá einhverju verðmati sem tryggingafélagið samþykkir. Nú ef maður stútar svo bílnum þá hljóta þeir að þurfa að borga út í samræmi við það verðmat sem þeir lánuðu út á :wink:

Author:  bebecar [ Tue 20. Dec 2005 15:11 ]
Post subject: 

fart wrote:
íbbi_ wrote:
TM eru byrjaðir á þessu líka, maður fær bara eithtvað grín ef maður vill fá tjónið borgað


Þá er bara ein lausn á þessu.... taka lán á bílinn upp í max út frá einhverju verðmati sem tryggingafélagið samþykkir. Nú ef maður stútar svo bílnum þá hljóta þeir að þurfa að borga út í samræmi við það verðmat sem þeir lánuðu út á :wink:


Good point... en það leysir ekki vandamálin þegar gert er við tjónið er það - matsatriði út frá því...?

Annars finnst mér þetta nú bara ógeðslegt. Borgar helling í tryggingar til þess eins að standa í stappi ef þú lendir í tjóni og vera svikinn þar af tryggingafélaginu!

Væri miklu nær að standa að almennilegri áhættuflokkun á tryggingum og hækka þær þar sem áhættan er mest og LÆKKA þar sem hún er minnst.

Svo dettur manni líka í hug að þetta sé sóknarfæri fyrir FÍB þar sem þeir ættu að geta setið báðum megin við borðið í þessu tilfelli með hagsmuni bíleigenda að leiðarljósi....

Author:  Lindemann [ Wed 21. Dec 2005 01:06 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Væri miklu nær að standa að almennilegri áhættuflokkun á tryggingum og hækka þær þar sem áhættan er mest og LÆKKA þar sem hún er minnst.


tryggingarnar eru reyndar svæðisbundnar.

Ég var með lögheimilið í fyrra á vestfjörðum, borgaði þá u.m.b. 40þús fyrir skyldutryggingu á 530. Núna er ég með lögheimilið í 107 og fékk reikning uppá 63þús á sama bíl, enn tjónlaus.

Reyndar voru tryggingafélögin að minnka þennan mun þannig núna er minni munur milli áhættuminnstu svæðanna og áhættumestu.

Author:  bebecar [ Wed 21. Dec 2005 10:16 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
bebecar wrote:
Væri miklu nær að standa að almennilegri áhættuflokkun á tryggingum og hækka þær þar sem áhættan er mest og LÆKKA þar sem hún er minnst.


tryggingarnar eru reyndar svæðisbundnar.

Ég var með lögheimilið í fyrra á vestfjörðum, borgaði þá u.m.b. 40þús fyrir skyldutryggingu á 530. Núna er ég með lögheimilið í 107 og fékk reikning uppá 63þús á sama bíl, enn tjónlaus.

Reyndar voru tryggingafélögin að minnka þennan mun þannig núna er minni munur milli áhættuminnstu svæðanna og áhættumestu.


Það þarf miklu fleiri flokka, eftir aldri, gerð bíls, afli, tjónasögu o.s.frv.

Author:  ///MR HUNG [ Wed 21. Dec 2005 10:26 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
já það stendur í glugganum á versktæðinu sem ég versla við
Eðalverkstæði sem ég ætla ekki að nafngreina enn ég er að laga stuðara eftir þá sem ég gat blásið allt lakkið af og er þetta gaur sem hefur lengi titlað sjálfan sig sem besta bílamálara á landinu :roll:

Author:  Djofullinn [ Wed 21. Dec 2005 11:08 ]
Post subject: 

MR HUNG wrote:
íbbi_ wrote:
já það stendur í glugganum á versktæðinu sem ég versla við
Eðalverkstæði sem ég ætla ekki að nafngreina enn ég er að laga stuðara eftir þá sem ég gat blásið allt lakkið af og er þetta gaur sem hefur lengi titlað sjálfan sig sem besta bílamálara á landinu :roll:
Er ekki betra að nefngreina það svo menn séu ekki að gera þau mistök að fara þangað? ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/