bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða bílasápu notar þú?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12986
Page 1 of 3

Author:  Kristjan [ Fri 16. Dec 2005 19:08 ]
Post subject:  Hvaða bílasápu notar þú?

Ég fór að pæla hvort sápan sem ég nota hreinsi bónið nokkuð af í leiðinni.

Image

Ég fæ það samt alltaf á tilfinninguna að glansinn verði minni eftir að ég sápuþvæ bílinn.

Hvað notið þið?

Author:  Aron Andrew [ Fri 16. Dec 2005 19:20 ]
Post subject: 

Ég nota Auto Glym sápuna, Bodywork Shampoo Conditioner.
Finn glans af því finnst mér.
Image

Author:  Kristjan [ Fri 16. Dec 2005 19:25 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Ég nota Auto Glym sápuna, Bodywork Shampoo Conditioner.
Finn glans af því finnst mér.
Image


Já er þetta stálið... hef aldrei keypt þetta útaf því að ég nota oftast svo mikla sápu.. það er kannski bara vandamálið.

Author:  Stanky [ Fri 16. Dec 2005 19:27 ]
Post subject: 

Ég nota þetta hérna

http://www.meguiars.com/?car-washes/NXT-Generation-Car-Wash

En ég nota líka bón frá þeim, þarna NXT Generation, eða þetta hérna

http://www.meguiars.com/?liquid-car-waxes/NXT-Generation-Tech-Wax

Verslaði þetta hjá Gísla, og mér var sagt að ef ég nota þessa sápu þarna eftir að ég er búinn að bóna, ekki strax eftir það, en bara næst þegar þarf að þvo, að þá byggir þetta upp bónhúðina og endist enn lengur. Veit ekki hvort þetta sé satt, en þetta var mér sagt. En þetta virkar helvíti vel og ég er mjög sáttur við útkomuna og blingið :)

kv,
haukur

Author:  DiddiTa [ Fri 16. Dec 2005 19:27 ]
Post subject: 

Hef alltaf notað þetta sonax dót, ekki hugmyyynd um hvort það sé eitthvað gott, aldrei spáð neitt almennilega í því fyrr en þú minnist á þetta :hmm:

Best að prufa auto glymið

Author:  Aron Andrew [ Fri 16. Dec 2005 19:28 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Aron Andrew wrote:
Ég nota Auto Glym sápuna, Bodywork Shampoo Conditioner.
Finn glans af því finnst mér.
Image


Já er þetta stálið... hef aldrei keypt þetta útaf því að ég nota oftast svo mikla sápu.. það er kannski bara vandamálið.


Já þetta klárast svolítið fljótt, ég allavegana nota svona 3 fötur þegar ég þríf bílinn, þá er þetta fljótt að fara ef maður þrífur reglulega.

Author:  DiddiTa [ Fri 16. Dec 2005 19:29 ]
Post subject: 

Svakalega notiði af sápu, ég er búinn að eiga þennan eina brúsa alveg bara síðan ég man eftir mér :P

Author:  Aron Andrew [ Fri 16. Dec 2005 19:30 ]
Post subject: 

DiddiTa wrote:
Svakalega notiði af sápu, ég er búinn að eiga þennan eina brúsa alveg bara síðan ég man eftir mér :P


Ég held þú verðir að fara að þrífa oftar! :lol:

Author:  Epicurean [ Fri 16. Dec 2005 20:02 ]
Post subject: 

Prófaði þennan glansþvottalög um daginn, fannst bíllinn missa glans við hann :? Er nokkuð sáttur við Turtle Wax, Wash and Wax hef notað það töluvert.
Þó prófaði ég um daginn BMW wash and wax (með carnuba vaxi) sem ég keypti upp í B&L það kom alveg rosalega vel út, mæli með því :wink:

Author:  Jökull [ Fri 16. Dec 2005 20:32 ]
Post subject: 

Þið verðið líka að taka inn í þetta að þið eruð að nudda bílinn með því sem þið notið og þannig eyðist húðin.
Getur varla verið að sápan sé að því nema hún sé á bílnum lengi.
Gott er að nota nóg af vatni með sápunni.
Sápan er til þess að vernda lakkið meðan þvegið er en ekki leisa upp óhreinindi. ( mismunandi eftir sápum) :)

Author:  Raggi M5 [ Fri 16. Dec 2005 20:52 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Kristjan wrote:
Aron Andrew wrote:
Ég nota Auto Glym sápuna, Bodywork Shampoo Conditioner.
Finn glans af því finnst mér.
Image


Já er þetta stálið... hef aldrei keypt þetta útaf því að ég nota oftast svo mikla sápu.. það er kannski bara vandamálið.


Já þetta klárast svolítið fljótt, ég allavegana nota svona 3 fötur þegar ég þríf bílinn, þá er þetta fljótt að fara ef maður þrífur reglulega.


Notaru 3 fötur í hvert skipti sem þú þrífur bílinn þinn?????????? :woow:

Author:  Aron Andrew [ Fri 16. Dec 2005 21:01 ]
Post subject: 

Raggi M5 wrote:
Aron Andrew wrote:
Kristjan wrote:
Aron Andrew wrote:
Ég nota Auto Glym sápuna, Bodywork Shampoo Conditioner.
Finn glans af því finnst mér.
Image


Já er þetta stálið... hef aldrei keypt þetta útaf því að ég nota oftast svo mikla sápu.. það er kannski bara vandamálið.


Já þetta klárast svolítið fljótt, ég allavegana nota svona 3 fötur þegar ég þríf bílinn, þá er þetta fljótt að fara ef maður þrífur reglulega.


Notaru 3 fötur í hvert skipti sem þú þrífur bílinn þinn?????????? :woow:


Já, ég hef alltaf notað mikið vatn, er alltaf hræddur um að svampurinn byrji að rispa þegar hann er ekki rennandi blautur!

Author:  Aron Andrew [ Fri 16. Dec 2005 21:02 ]
Post subject: 

En þú varst væntanlega ekki að misskilja og hélst að ég notaði 3 fötur af sápu?

Author:  Raggi M5 [ Fri 16. Dec 2005 21:09 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
En þú varst væntanlega ekki að misskilja og hélst að ég notaði 3 fötur af sápu?


Haahhahaha nei nei :D

Author:  bjahja [ Fri 16. Dec 2005 21:09 ]
Post subject: 

Maður verður að nota að minnsta kosti 3 fötur í hvern þvott.........ég er meira að segja farinn að vera með garðslönguna í annari og þvottahanskann í hinni.
Ef vatnið lekur ekki alltaf þá getur svampurinn/hanskinn gripið sandkorn og skít sem rispar.

En ég nota auto glym shampoo en næst ætla ég að prufa meguiars, ég er hrifinn af bóninu og ætla að prufa restina af línunni

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/