bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Afhverju BMW? Hvernig beist þú á agnið? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12731 |
Page 1 of 5 |
Author: | bebecar [ Thu 01. Dec 2005 21:42 ] |
Post subject: | Afhverju BMW? Hvernig beist þú á agnið? |
Ég þoldi ekki BMW ![]() Ég spurði svo sölumannin afhverju hann treysti 18 ára gutta fyrir svona dýrum bíl - þá tók hann skýrt fram að BMW (ekki bara umboðið) liti á alla sem framtíðar kúnna ![]() Svo var kynnt undir dellunni árið eftir með E12 (528i, ljósblár og með bláu leðri og BSK) bíl sem að Giz átti og á ennþá (reyndar aftur... ) og E30 M3 sem að pabbi hans átti sem að á þeim tíma var bara dýrasti bíll landsins ef ég man rétt. |
Author: | Jss [ Thu 01. Dec 2005 21:46 ] |
Post subject: | |
Mig hefur bara alltaf langað í BMW, hef verið með bíladellu frá því ég man eftir mér. ![]() Síðan hjálpar til að hafa mikið bíladellufólk í kringum sig. |
Author: | arnibjorn [ Thu 01. Dec 2005 21:46 ] |
Post subject: | |
Pabbi minn átti sjúklega flottan bláan E30 325i blæjubíl með ljósuleðri sem ég heillaðist bara að! Síðan þegar ég fékk bílpróf fyrir ári síðan.. nákvæmlega ári síðan.. þá eignaðist ég E30 og þannig byrjaði þetta hjá mer.. kannski aðeins lengra síðan þetta kveiknaði hjá þér en aðal málið er að þetta kveiknaði ![]() |
Author: | Knud [ Thu 01. Dec 2005 21:46 ] |
Post subject: | |
Það sem kynnti undir bmw löngunina hjá mér var þegar ég sat í bíl með frænda mínum 318 is... sem H bmw318is á núna í dag. Sem er svalur bíll Var reyndar bara 16 ára, en það sem þetta virkaði fannst mér magnað. Svo var það þegar ég prufaði líka 730 hérna á bílasölu, alveg besti bíll sem ég hafði keyrt þá. Var búinn að heyra margt gott um þessa bíla, jújú eitthvað slæmt líka en ég hlustaði ekkert á það var alveg kolfallinn bmw aðdáandi. |
Author: | bebecar [ Thu 01. Dec 2005 21:51 ] |
Post subject: | |
Það er nefnilega fyndið að ég álít mig alls ekki KOLFALLIN BMW aðdáanda, ég er miklu meira hrifinn af Porsche t.d. En það er bara nánast sama í hvaða verðflokki eða stærðaflokki maður er... bangið fyrir bökkið er yfirleitt alltaf BEST í BMW. Þetta eru bara þeir mest spes bílar sem maður getur fengið fyrir sanngjarnan pening! |
Author: | Svezel [ Thu 01. Dec 2005 21:59 ] |
Post subject: | |
frændi minn fékk lánaða e34 525ix og e32 750 þegar ég var svona um fermingaraldurinn og mér þóttu þetta alveg óendanlega flottir bílar en ég var svosem ekki alveg kolfallinn. svo ætlaði ég alltaf að kaupa e36 325 en þeir voru bara of dýrir. svo þegar ég sá vínrauða 635csi bílinn í bílalandi 1999 sem ég skoðaði vel og vandlega þá féll ég alveg fyrir bmw. ætlaði að kaupa bílinn en ekki gékk þ.a. ég endaði á vw. það má því segja að 750 og 635csi hafi kveikt í mér ![]() ![]() |
Author: | Geirinn [ Thu 01. Dec 2005 22:04 ] |
Post subject: | Re: Afhverju BMW? Hvernig beist þú á agnið? |
bebecar wrote: Ég spurði svo sölumannin afhverju hann treysti 18 ára gutta fyrir svona dýrum bíl - þá tók hann skýrt fram að BMW (ekki bara umboðið) liti á alla sem framtíðar kúnna 8) sama þó það gæti tekið smá tíma. Verst að ég hef ekki ennþá keypt mér nýjan BMW en það kemur nú líklega að því.
Þú hefur þá kannski keypt af þeim varahluti ? ![]() Vinur minn, Stanky hér á spjallinu, keypti sér E30 fyrr á árinu og ég hafði svosem engan sérstakan áhuga á BMW þá, nema hvað þeir voru með dýrari og betri bílum sem maður hafði heyrt um og flest allir (nema E36 geldingurinn) mjög flottir ![]() Hann talaði mikið um bílinn sem var á leiðinni og hrósaði þessum bílum hástert og ég spilaði bara með og var bara sáttur fyrir hans hönd. Svo var það þegar hann var kominn með bílinn að maður fékk að sitja í og sjá gripinn með eigin augum. Ég hafði aldrei tekið eftir E30 neitt sérstaklega en ég gjörsamlega fékk vírus. Svo fékk ég að taka í bílinn og vinnslan og þéttleikinn þrátt fyrir aldurinn á bílnum var svo gríðarlegur að ég fór að hugsa um að kaupa sjálfur bíl. Ég fór svo að tala um hvað mig langaði mikið að kaupa mér bíl og skoðaði mjög marga E30 á Þýskum síðum og ákvað svo að skella mér á E30 sjálfur. Þetta er bara eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir. Ég hef svo tekið í nokkra aðra BMW bíla og það er bara sama sagan. |
Author: | HPH [ Thu 01. Dec 2005 22:04 ] |
Post subject: | |
ég er búinn að vera með bíladellu frá því að ég fæddist. þannig er að pabbi er búinn að vina í B&L í þúsund ár og ég er ekki nema 19ára og þegar B&L fékk BMW umboðið þá jókst áhuginn hjá mér um svona 300% og drauma Bíllinn minn var E34 M5 (sem var nýr þá) ![]() ![]() *EDIT* Já þeð er líka eitt fyrir nokrum árum átti strákur sem hétir Gummi og átti E34 M5 (MJ 877)(pabbi fékk hann 3sinnum lánaðan ![]() ![]() og svo var þessi bíll tl sölu fyrir cirka ári siðan og ég ætlaði að kaupa hann en ég mátti það ekki vegna þess að pabbi vildi ekki lána mér fyrir honum(BASTARD ![]() ![]() |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Thu 01. Dec 2005 22:09 ] |
Post subject: | |
Þetta byrjaði allt með því að ég sat í e30 320 bíl sem frændi minn átti svona ca. 8-10 ára patti og þá ætlaði ég alltaf að eignast BMW. Síðan keypti hann 750i e32 bíl og þá kolféll ég fyrir BMW og þá var ekki aftur snúið ![]() Maður á 2 í dag og mun eignast miklu fleirri í framtíðinni ![]() ![]() |
Author: | Bjössi [ Thu 01. Dec 2005 22:13 ] |
Post subject: | |
ég fór fyrst að pæla í BMW þegar pabbi átti fyrst e34 520i 1990 árgerð (OU-657) og svo strax á eftir e34 525ix 1993 árgerð (RG-870). Þetta var svona ca. 1995-1996. Svo kom smá lægð á meðan pabbi átti tvo benza en svo var keyptur e39 530i (JF-143) nýr úr umboði árið 2002 og var maður að rúnta um á þessu í æfingarakstrinum og síðan hef ég ekki getað hugsað um annað en BMW, og hef átt tvo sjálfur |
Author: | zazou [ Thu 01. Dec 2005 22:26 ] |
Post subject: | |
Ég tel mig nú ekki vera BMW haus en ég held að bebe hafi hitt naglann á höfuðið: bebecar wrote: ...En það er bara nánast sama í hvaða verðflokki eða stærðaflokki maður er... bangið fyrir bökkið er yfirleitt alltaf BEST í BMW.
Þetta eru bara þeir mest spes bílar sem maður getur fengið fyrir sanngjarnan pening! Ég er frekar sökker fyrir spes/einstökum(unique) bílum... |
Author: | siggik1 [ Thu 01. Dec 2005 23:12 ] |
Post subject: | |
Ég held að það sjáist líka bara á undirskriftinni þinni ![]() ég veit eiginlega ekki havr maður fékk BMW vírusinn, margar 7ur sem eru alveg gullfallegar, man nú ekki boddý númerið á þessari týpu en það eru margir hel fallegir. Maður er búin nað heyra margar sögur um þá og orðið soldið hræddur en þessi flottu e30 cabrio bílar hafa sennilega kveikt áhuga minn fyri bmw alveg ótrúlega svalir bílar. Ég er nú fyrir uniq bíla og næsti bíll verður sennilega bmw... |
Author: | Raggi M5 [ Thu 01. Dec 2005 23:14 ] |
Post subject: | |
Mig langaði alltaf til að eignast BMW, svo rak ég augun í M5-inn sem ég átti. Þá var ekki aftur snúið, sérstaklega eftir að ég reynsluók honum ![]() Ég sýktist samt MUN meira eftir að ég byrjaði á þessu elskulega spjalli, ekki að það sé eitthvað slæmt ![]() |
Author: | Twincam [ Thu 01. Dec 2005 23:36 ] |
Post subject: | |
ég er ekki BMW fan ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 01. Dec 2005 23:40 ] |
Post subject: | |
Twincam wrote: ég er ekki BMW fan
![]() þú ert líka pufe |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |