bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318 E46
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12704
Page 1 of 1

Author:  Saxi [ Wed 30. Nov 2005 12:49 ]
Post subject:  BMW 318 E46

Er að spá í 1998 318i 1,9lítra

Hefur einhver reynslu af þessum bílum? Getiði sagt mér eitthvað um eyðslu (er í skóla og þarf eitthvað sem eyðir ekki mjög miklu), bilanatíðni, höndlun í hálku o.fl.

Orkar kannski tvímælis að biðja um álit á BMW á BMW spjalli en þið eruð ábyggilega ekkert hlutdrægir :wink:

Saxi

Author:  iar [ Wed 30. Nov 2005 12:58 ]
Post subject: 

Ég átti E46 318i '01 í þrjú ár og líkaði mjög vel við. Í stuttu máli bilaði hann svotil ekkert. Eina sem ég man eftir í augnablikinu var bilaður ABS skynjari. Hann eyðir mjög litlu eða ~9-10 í miklu innanbæjarsnatti og ~7 utanbæjar. Ég skrifaði smá grein um bílinn sem þú getur lesið hér.

Author:  Bjössi [ Wed 30. Nov 2005 16:11 ]
Post subject: 

ég átti líka svona 2000 árgerð, sjálfskiptan(steptronic), var að eyða ca. 10-11 innanbæjar, það eina sem ég þurfti að gera fyrir hann á 10 mánuðum var að skipta um framljósaperurnar
keyrði hann heilan vetur á heilsársdekkjum og ég varð aldrei stopp

Author:  iar [ Wed 30. Nov 2005 20:30 ]
Post subject: 

Bjössi wrote:
ég átti líka svona 2000 árgerð, sjálfskiptan(steptronic), var að eyða ca. 10-11 innanbæjar, það eina sem ég þurfti að gera fyrir hann á 10 mánuðum var að skipta um framljósaperurnar
keyrði hann heilan vetur á heilsársdekkjum og ég varð aldrei stopp


Ah.. :idea: minn átti líka til að kjammsa svoldið á perunum. :-) Keyrði hann líka alla veturna á vetrardekkjum, ekkert spes dekkjum en hann stóð sig eins og hetja, lenti aldrei í vandræðum, spólvörnin hjálpar þar mjög mikið!

Author:  Saxi [ Thu 01. Dec 2005 14:04 ]
Post subject: 

Takk fyrir svörin

Ég er búinn að vera að skoða umsagnir um þessa bíla á netinu og get varla fundið neitt neikvætt. Þeir eyða litlu og eru áreiðanlegir. Helst rúðuupphalarar, perur og bremsuskynjarar sem eru að fara í þessu.

Hver veit nema ég skelli mér á hann ef hann selst ekki yfir helgina (erfitt að vera svona afskektur)

Saxi

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/