bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Flytja inn ''lip''?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12581
Page 1 of 1

Author:  ///Matti [ Sun 20. Nov 2005 18:29 ]
Post subject:  Flytja inn ''lip''?

Sælir.
Ég var að spá hvernig framsvunta flokkast eða hversu mikill tollur leggst á þetta? :?
Hún kostar 125 dollara úti.Hvað haldiði að hún kosti komin heim?

Image

Author:  anger [ Mon 21. Nov 2005 01:51 ]
Post subject: 

varla ætlaru að lata þetta á m3

Author:  bjahja [ Mon 21. Nov 2005 01:57 ]
Post subject: 

anger wrote:
varla ætlaru að lata þetta á m3


Af hverju ekki?
Rieger er da bomb 8)

Author:  ///Matti [ Mon 21. Nov 2005 19:14 ]
Post subject: 

Quote:
varla ætlaru að lata þetta á m3

Jú,var reyndar að spá í því.Mér finnst þetta mjög flott lip 8)

Author:  anger [ Mon 21. Nov 2005 20:02 ]
Post subject: 

held að þetta geri þinn flotta bil ljótann

Author:  ///Matti [ Mon 21. Nov 2005 23:42 ]
Post subject: 

Quote:
held að þetta geri þinn flotta bil ljótann

Kemur í ljós :wink: Þá er nú ekki mikið mál að taka hana bara undan
en ég hald að þetta sé alveg málið en back 2 topic :?
Hversu mikill tollur er á bílaaukahlutum?

Author:  bimmer [ Mon 21. Nov 2005 23:45 ]
Post subject: 

Þetta er mjög algeng spurning.

Væri hægt að búa til viðbót við reiknivélina fyrir bílverð þannig að maður gæti reiknað út verð á varahlutum? Hvað segja spjallstjórar?

Author:  oskard [ Mon 21. Nov 2005 23:54 ]
Post subject: 

Ef einhver nennir að tala við tollinn og taka þetta allt saman þá get ég
eða árnib sett saman eitthvað viðmót :)

Author:  arnib [ Tue 22. Nov 2005 00:33 ]
Post subject: 

Það mætti segja að reiknivélin styðji það nú þegar, því að maður getur slegið inn verð, flutningsverð og valið tollflokk.

Ég gæti trúað að tollflokkurinn fyrir fornbíla gefi ansi góða mynd því að ég hugsa að tollurinn á þessu sé eitthvað nálægt 15%, en fornbílar og pallbílar eru með 13%.

Sem dæmi ef að við veljum verð "bíls" - 150 USD.
Setjum 5000 kr sem flutningskostnað, og segjum að varahluturinn okkar sé "Pallbíll",
fáum við:

Quote:
Verð ökutækis í USD: 150 USD
Gengi á USD: 61 ISK
Flutningskostnaður: 5.000 ISK
Stofn til Tolls og Virðisauka: 14.150 ISK


Tollur(13%): 1.840 ISK
Virðisauki(24,5%): 3.917 ISK
Samtals aðflutningsgjöld: 5.757 ISK


Stofn til aðflutningsgjalda: 14.150 ISK
Aðflutningsgjöld 5.757 ISK

Ýmis kostnaður við skráningu: 21.864 ISK
Samtals: 41.771 ISK


Og leggja síðan saman rauðu línurnar - til að bæta ekki við "ýmsa kostnaðinum" sem fylgir skráningu á bílum.

Ef að þið vitið nákvæmar upplýsingar um hver tollflokkur er fyrir varahluti, þá er auðvitað ekkert mál að bæta við tollflokki fyrir það, og hann gæti einmitt verið þá þannig að hún myndi sleppa "Ýmsum kostnaði".

Eins og stendur á reiknivélinni eru öll komment vel þegin á arnib@bmwkraftur.is :)

Author:  grettir [ Tue 22. Nov 2005 11:08 ]
Post subject: 

Ég flutti inn lip á 300 EUR á genginu rúmlega 80, þetta voru ca. 25 þúsund.
Borgaði 12 þúsund í toll :shock:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/