bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
What to do... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12549 |
Page 1 of 1 |
Author: | arnibjorn [ Fri 18. Nov 2005 10:19 ] |
Post subject: | What to do... |
Jæja núna er komið ár frá því að ég fékk bílpróf og er áhugi minn á bílum og BMW sérstaklega búinn að aukast um svona 1000% í það minnsta en það versta er að ég kann ekki shit á þessa hluti... Hvað er best að gera í mínu tilfelli þegar mig langar ekkert smá mikið að læra á vélarnar og svona en nenni að fara í bifélavirkjun? Ég er búinn að vera fylgjast þvílíkt mikið með hérna á spjallinu og pikka upp hitt og þetta sem ég vissi ekki áður en mér finnst það ekki nóg ![]() ![]() ![]() Með von um góð svör Árni Björn ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 18. Nov 2005 10:24 ] |
Post subject: | |
Vera duglegur að gera hlutina sjálfur eftir DIY (Do It Yourself) leiðbeiningum. Fylgjast vel með umræðum. Kannski reyna að kynnast einhverjum sem er mikill bmw gramsari og er mikið í að gera við og breyta. FIKTA!!!! Eina sem virkar. Og ef þú skemmir einhvað þá bara geriru við það. |
Author: | arnibjorn [ Fri 18. Nov 2005 10:30 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Vera duglegur að gera hlutina sjálfur eftir DIY (Do It Yourself) leiðbeiningum.
Fylgjast vel með umræðum. Kannski reyna að kynnast einhverjum sem er mikill bmw gramsari og er mikið í að gera við og breyta. FIKTA!!!! Eina sem virkar. Og ef þú skemmir einhvað þá bara geriru við það. já ekki vitlaust hjá þér! og já ég þarf að fara kynnast einhverjum fleiri í þessu.. skrítið að þó að ég komi úr mikilli bílafjölskyldu þá er enginn sem kann neitt á þá.. bara búnir að vera flytja inn bíla ![]() |
Author: | gstuning [ Fri 18. Nov 2005 10:31 ] |
Post subject: | |
Lestu internetið vel.......... Það er allt á því, Kauptu þér manual fyrir bílinn þinn, Haynes eða Bentley Og reyndu að gera allt sjálfur nema það sé bara of aukið í þínum augum, Tilvalið væri að kaupa druslu partabíl og skrúfa shit úr, kannski reyna að henda því aftur í, og þegar þú áætlar 3tíma þá verðurru 6tíma að einhverju |
Author: | Einarsss [ Fri 18. Nov 2005 10:43 ] |
Post subject: | |
ég var einmitt að fara gera e-ð sem átti að taka klukkutíma um daginn .. það endaði með 4 tímum ![]() En ég verð sennilega fljótari að því næst .. ætli mar verði ekki að taka í sundur heilann bíl og setja saman til að verða sæmilegur DIY gaur ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 18. Nov 2005 11:11 ] |
Post subject: | |
Maður er alltaf meira en helmingi lengur en maður áætlar hlutina þegar maður er að gera það í fyrsta skipti. Sérstaklega ef maður er ekki með réttur verkfærin ![]() |
Author: | bimmer [ Fri 18. Nov 2005 11:15 ] |
Post subject: | |
Talan PI virðist vera ótrúlega sniðug í tímaáætlunum fyrir hin ýmsu verkefni. Maður tekur þann tíma sem maður áætlar að það taki að ljúka e-u verki ef allt gengur upp og ekkert vesen - margfaldar með 3.14 og þá ertu kominn með tíma sem er að öllum líkindum nálægt því sem verkið tekur í raun. |
Author: | IvanAnders [ Fri 18. Nov 2005 11:20 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Talan PI virðist vera ótrúlega sniðug í tímaáætlunum fyrir hin ýmsu verkefni.
Maður tekur þann tíma sem maður áætlar að það taki að ljúka e-u verki ef allt gengur upp og ekkert vesen - margfaldar með 3.14 og þá ertu kominn með tíma sem er að öllum líkindum nálægt því sem verkið tekur í raun. ![]() ![]() ![]() annars er bókin Bíllinn ágæt fyrir alls kyns basic info hvernig hlutirnir virka og ég veit nú ekki hversu fróður þú ert en svo er náttúrulega www.howstuffworks.com fín til að fá skilning á ýmsum hlutum ![]() |
Author: | grettir [ Fri 18. Nov 2005 12:27 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Talan PI virðist vera ótrúlega sniðug í tímaáætlunum fyrir hin ýmsu verkefni.
Maður tekur þann tíma sem maður áætlar að það taki að ljúka e-u verki ef allt gengur upp og ekkert vesen - margfaldar með 3.14 og þá ertu kominn með tíma sem er að öllum líkindum nálægt því sem verkið tekur í raun. Sama aðferð og ég nota við verkáætlanir hérna í vinnunni. Yfirleitt mjög nálægt því ![]() |
Author: | Svezel [ Fri 18. Nov 2005 13:29 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Talan PI virðist vera ótrúlega sniðug í tímaáætlunum fyrir hin ýmsu verkefni.
Maður tekur þann tíma sem maður áætlar að það taki að ljúka e-u verki ef allt gengur upp og ekkert vesen - margfaldar með 3.14 og þá ertu kominn með tíma sem er að öllum líkindum nálægt því sem verkið tekur í raun. another brilliant use for PI ![]() ![]() |
Author: | Sprangus [ Fri 18. Nov 2005 14:04 ] |
Post subject: | |
margar síður á netinu, hef séð nokkrar bækur á bókasöfnum, og svo já.. fikta! nema ekki fikta með rafmagnið eða rafmagnsdót, nema að þú vitir hvernig skal gera, þú villt ekki steikja rafkerfið í bílnum! ![]() |
Author: | íbbi_ [ Fri 18. Nov 2005 19:44 ] |
Post subject: | |
ég hef lært mest á því að halda mínum eigin bílum við og eiga einhverja bíla sem þarfnast viðgerða ![]() |
Author: | oskard [ Fri 18. Nov 2005 19:47 ] |
Post subject: | |
ég hef ekki testað þessa pi útreikninga en það hefur virkað vel hjá mér að taka (áætlaðantíma + 1klst)*2 ![]() |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Sat 19. Nov 2005 00:01 ] |
Post subject: | |
Hættu þessu bulli drengur og farðu í skólann ![]() Ég er í skólanum og það er þvílíkt gaman að læra um áhugamálið sitt ![]() |
Author: | arnibjorn [ Sat 19. Nov 2005 00:16 ] |
Post subject: | |
Jónki 320i ´84 wrote: Hættu þessu bulli drengur og farðu í skólann
![]() Ég er í skólanum og það er þvílíkt gaman að læra um áhugamálið sitt ![]() Ég var sjúklega mikið að spá í að reyna skipta yfir núna um áramótin en hætti við á síðustu stundu ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |