| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| veit einhver meira um þetta? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12505 |
Page 1 of 2 |
| Author: | íbbi_ [ Tue 15. Nov 2005 22:15 ] |
| Post subject: | veit einhver meira um þetta? |
ég var að nota ekjuna í vinnuni í dag og sló inn vitlaust númer og það kom á skjáinn BMW M COUPE, ég því miður gat ekki skoðað þetta betur þar sem ég var að vinna og man ekki númerið, er þetta bara einhver M3, eða skyldi vera kominn Mcoupe til landsins? |
|
| Author: | Logi [ Tue 15. Nov 2005 22:17 ] |
| Post subject: | |
Það er til blár Z3 M Coupe hérna, eða var til allavegana... |
|
| Author: | oskard [ Tue 15. Nov 2005 22:19 ] |
| Post subject: | |
er til |
|
| Author: | Thrullerinn [ Tue 15. Nov 2005 22:24 ] |
| Post subject: | |
Sést sjaldan, mjög flottur !!! einkanúmerið 200 |
|
| Author: | Logi [ Tue 15. Nov 2005 22:27 ] |
| Post subject: | |
Þessi bíll er búinn að vera hérna allavegana síðan árið 2000! |
|
| Author: | bjahja [ Tue 15. Nov 2005 23:25 ] |
| Post subject: | |
Er búinn að sjá hann þónokkrum sinnum í hafnarfirði |
|
| Author: | Spiderman [ Wed 16. Nov 2005 00:11 ] |
| Post subject: | |
Flottur bíll úr mjög flottu bílasafni |
|
| Author: | IceDev [ Wed 16. Nov 2005 00:49 ] |
| Post subject: | |
Mér þykir það nú bara eiginlega synd |
|
| Author: | pallorri [ Wed 16. Nov 2005 01:14 ] |
| Post subject: | |
Spiderman wrote: Flottur bíll úr mjög flottu bílasafni
Það er nú meiri sparibíllinn |
|
| Author: | bebecar [ Wed 16. Nov 2005 07:32 ] |
| Post subject: | |
Spiderman wrote: Flottur bíll úr mjög flottu bílasafni
Ég hef fengið að taka vel á honum - bilaðasti götubíll sem ég hef komist í... maður verður að hafa tóneyrað í lagi því það þýðir ósköp lítið að fylgjast með snúningshraðamælinum... hann hreinlega ríkur upp... En þetta er "nánast" of harður bíll fyrir mig - mér var bara íllt í bakinu eftir götur borgarinnar og það kannski skýrir afhverju hann er ekki keyrður meira en þetta. |
|
| Author: | bjahja [ Wed 16. Nov 2005 13:00 ] |
| Post subject: | |
IceDev wrote: Mér þykir það nú bara eiginlega synd
Það er bara rosalega mikil synd, bílar eru til að keyra þá. Get gæti svosem tekið það að mér fyrir hann að keyra bílinn annað slagið ef hann kemst ekkert í það |
|
| Author: | Spiderman [ Wed 16. Nov 2005 14:48 ] |
| Post subject: | |
bjahja wrote: IceDev wrote: Mér þykir það nú bara eiginlega synd Það er bara rosalega mikil synd, bílar eru til að keyra þá. Get gæti svosem tekið það að mér fyrir hann að keyra bílinn annað slagið ef hann kemst ekkert í það Mér finnst þetta engin synd því síðast þegar ég vissi þá tilheyrðu þessir bílar fjölskyldunni. SL 500 Carlson breyttur Cl 600 einhverjar breytingar minnir mig Gamall E coupe Benz BMW 330 BMW X5 BMW X3 BMW M5 E39 reyndar seldur en minnir að hann hafi verið settur upp í vængefnasta 540 bíl á Íslandi. Pachard Ef maður á bílaflota með svona mörgum leiktækjum þá þarf maður ekkert að keyra hvern bíl meira en þetta. |
|
| Author: | bjahja [ Wed 16. Nov 2005 14:51 ] |
| Post subject: | |
En hver er tilgangurinn að eiga svona mörg leiktækið ef maður keyrir tækið, sem er að mínu mati mest spennandi, að meðalali 2800km á ári |
|
| Author: | oskard [ Wed 16. Nov 2005 14:52 ] |
| Post subject: | |
mér finnst 2800km á ári á leiktæki allveg slatti... |
|
| Author: | Spiderman [ Wed 16. Nov 2005 15:15 ] |
| Post subject: | |
Mér finnst 2800 km alveg nóg á ári, það var sama og Spyderinn minn var keyrður. Besta tilfinning sem hægt er að hugsa sér er að eiga leiktæki í bílskúrnum, stífbónaðan og svo lítið notaðan að þegar þú sest í hann þá finnst þér þú vera kominn í nýjan bíl. Síðan keyrir maður bílinn bara reglulega frá Mars-Október og dyttar að honum og setur hann reglulega í gang þessa 4 mánuði sem maður lætur hann standa. En ég held að eigandi þessa umrædda bíls leiki sér alveg nóg annars hefði hann aldrei keypt þessa bíla. Ég mætti honum t.d í Hvalfirðinum í sumar kl. 10 á þriðjudagsmorgni á SL 500, það er ekki margt sem hann gæti hafa verið að gera |
|
| Page 1 of 2 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|