bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bílar ársins
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12334
Page 1 of 1

Author:  Einsii [ Wed 02. Nov 2005 12:37 ]
Post subject:  Bílar ársins

Í moganum er verið að fjalla eitthvað um bíl ársins, og þar er svo mikið sem er ekki alveg að ganga upp dyrir mér.
Einsog tildæmis að setja venjulegan E60 í forsíðu mynd þegar aðeins M5 var tilnefndur í einhverjum flokki. :?
Svo þegar valinn er lúxusbíll ársins. Þau taka verð með í valið á honum og hann tapar stigum eftir því sem hann er dýrari... Samkvæmt öllu sem er í gangi í evrópu um luxusbíla, þá eiga þeir að vera dýrir, það er einfaldlega stór hluti að því að vera lúxusbíll samkvæmt því sem ég las í mogganum fyrir ekki löngu og er BMW víst talinn skólabókadæmi um lúxusbíl ;)
En svo vinnur einhver ofvaxinn golf sem kostar tæplega 2 kúlur og er með 115ha saumavél í húddinu. hvaða bankastjóri með stórt ego fer útí umboð og kaupir lítinn kraftlausann passat, þegar hann getur ekið um á stærðarinnar benz, audi eða kannski bara BMW ?
íslendingar í hnotskurn. Einhvertima verður þetta val bara auglýsingabæklingur frá Toyota límdur inn í moggann...

Author:  Jónki 320i ´84 [ Wed 02. Nov 2005 17:26 ]
Post subject: 

Nákvmlega, þetta er alveg fáránlegt :evil:

Author:  Benzari [ Wed 02. Nov 2005 17:40 ]
Post subject: 

Reyndar er forsíðubíllinn nýja 3-línan sem varð í öðru sæti í flokki "Fjölskyldu- og lúxusbíla"

Það vita allir að M5 er bíll ársins!

Author:  íbbi_ [ Wed 02. Nov 2005 18:34 ]
Post subject: 

mér finnst þetta samt alveg skiljanlegt að sumu leyti, ég mundi halda að þetta miðaðist að miklu leyti við þann efnahag sem er sona almennt á boðstólnum fyrir sona hina venjulegu launþega..

já mér finnst M5 alveg klárlega bíll ársins í þessum flokk, og mjög ofarlega finnst mér að CLS 55 amg mætti líka vera, það er æðislegur bíl finnst mér,

Author:  Einsii [ Wed 02. Nov 2005 19:10 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
Reyndar er forsíðubíllinn nýja 3-línan sem varð í öðru sæti í flokki "Fjölskyldu- og lúxusbíla"

Það vita allir að M5 er bíll ársins!

shit, hvað ég rugla þeim alltaf saman.. þristurinn er orðinn of stór, og feitur!

Author:  Friðrik [ Wed 02. Nov 2005 22:00 ]
Post subject: 

hmm
ég myndi nú ekkert vera að taka mark á þessu vali, ef ég man rétt þá var mazda Rx8 valinn sportbíll síðasta árs sem ég var reyndar samála en þeir sem stóðu að valinu nefndu einn aðalkost bílsins, að það væri gott aðgengi í aftursætin, ég tel það ekki mikinn kost í sportbíl.
einnig ber að hafa í huga að þetta eru held ég um 8 manns sem standa að þessu vali og ef þið hafið lesið til dæmis bara greinarnar í "bílablaði" moggans þá sést að þetta eru algerir viðvaningar í ritstörfum um bíla, og finnst mér til dæmis reynsluaksturs greinarnar allar vera eins í sniði. þetta eru meira svona kynningar fyrir hinn almenna kaupenda sem lýtur í blaðið á tveggja ára fresti, þegar hann þarf að finna sér nýjan fjölskyldubíl.
þannig þessir 8 manns eru tæpast verðugir til þess að standa að þessu vali.
afsakið ef ég fer með rangt mál í einhverju af þessu..

Author:  Eggert [ Wed 02. Nov 2005 22:13 ]
Post subject: 

Ég er bara nokkuð sammála þessu.. allavega samkvæmt þessu litla sem ég hef séð af bílagreinum í mogganum.. ósköp fátækt eitthvað.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/