Í moganum er verið að fjalla eitthvað um bíl ársins, og þar er svo mikið sem er ekki alveg að ganga upp dyrir mér.
Einsog tildæmis að setja venjulegan E60 í forsíðu mynd þegar aðeins M5 var tilnefndur í einhverjum flokki.
Svo þegar valinn er lúxusbíll ársins. Þau taka verð með í valið á honum og hann tapar stigum eftir því sem hann er dýrari... Samkvæmt öllu sem er í gangi í evrópu um luxusbíla, þá eiga þeir að vera dýrir, það er einfaldlega stór hluti að því að vera lúxusbíll samkvæmt því sem ég las í mogganum fyrir ekki löngu og er BMW víst talinn skólabókadæmi um lúxusbíl
En svo vinnur einhver ofvaxinn golf sem kostar tæplega 2 kúlur og er með 115ha saumavél í húddinu. hvaða bankastjóri með stórt ego fer útí umboð og kaupir lítinn kraftlausann passat, þegar hann getur ekið um á stærðarinnar benz, audi eða kannski bara BMW ?
íslendingar í hnotskurn. Einhvertima verður þetta val bara auglýsingabæklingur frá Toyota límdur inn í moggann...