bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Beint frá Þyskalandi??? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1214 |
Page 1 of 2 |
Author: | orezzero [ Tue 08. Apr 2003 12:28 ] |
Post subject: | Beint frá Þyskalandi??? |
Ég er mikið að spá í að fá mér BMW 325i 92-94(eftir summarið) og var að spá hvort það væri ódyrai að fara til Danmerkur og þaðan til þyskalands og lata senda svo bilinn til landsins. Fær maður lika ekki betur med farna bila þarna úti (mini nauðgun á bilunum). ef einhver hefur einhverja hugmynd hvad svona för mundi kosta endilega latið mig vita. lika ef tið hafið einhverja betri hugmynd endilega latið mig vita. ég byðst afsakana á stafsetninguni!!! |
Author: | Djofullinn [ Tue 08. Apr 2003 12:41 ] |
Post subject: | |
Mér hefur nú fundist þessir bílar svolítið dýrir þarna úti, en eflaust finnuru betra eintak þar ![]() |
Author: | Gunni [ Tue 08. Apr 2003 17:48 ] |
Post subject: | |
þegar þú ert kominn í svona "gamla" bíla þá er innflutningur varla að borga sig. Þú getur alveg lent á slæmum eintökum, sem búið er að huxa illa um og skrúfa niður. En svo geturðu líka lent á góðum eintökum. Ég mæli með því að þú skoðir mobile.de og fáir þannir tilfinninguna fyrir því hvað þetta er að kosta. Svo geturðu farið inná hlekkir hérna á síðunni (undir aðalsíðunni) og þar finnurðu excelskjal sem reiknar út fyrir þig kostnaðinn á öllum pakkanum. kveðja, Gunni |
Author: | hlynurst [ Tue 08. Apr 2003 23:26 ] |
Post subject: | |
Sá sem flutti inn bílinn minn er að gera ágæta hluti. Bíllinn er frábær í alla staði og sé ég ekki eftir að hafa keypt hann að utan. Maður er oftast að fá bíla sem eru vel með farnir og hafa oftar en ekki fengið gott aðhald. Mig minnir að notandi að nafni Alpina hafi flutt inn bíl í gegnum þennan mann líka og hann hefur ekkert nema en gott um að hann að segja. Hann skoðar bílana úti og ef honum líst ekki á hann þá flytur hann bílinn ekki inn nema að hann taki enga ábyrgð á honum! |
Author: | Guest [ Wed 09. Apr 2003 02:51 ] |
Post subject: | |
hvað eru menn vanalega að taka í þóknun fyrir að finna bíla úti og koma þeim um borð í skip? |
Author: | Alpina [ Wed 09. Apr 2003 07:27 ] |
Post subject: | |
Undirritaður telur sig hafa þónokkra reynslu af þessum málum og hefur keypt 5 BMW að utan ÞAÐ GETUR ALDREI BORGAÐ SIG AÐ GERA ÞETTA SJÁLFUR Frekar að fá bílinn afhentan með öllum gjöldum og allt innifalið. Innflytjendur gefa sjaldan upp þókknunarupphæð,, ef kúnninn er ánægður með ??? verð þá er innflytjandi ánægður vill benda á Georg 8985202 eða http://uranus.is/ pottþétt viðskipti og geta margir borið vitni um það hlynurst saemi Alpina ofl Sv.H |
Author: | Bjarki [ Wed 09. Apr 2003 13:36 ] |
Post subject: | |
http://www.centrum.is/bilaplan/ Þeir sem eru með þessa síðu eru að flytja bíla frá USA þekki þá ekki neitt sá þetta bara í Fréttablaðinu. Þeir leggja 150þ ISK á hvern bíl ef maka má það sem stendur á síðunni þeirra. Þóknun kr. 150.000 er inní verði Ætli það sé ekki nokkuð nærri lagi. Eru margir í þessum bransa að flytja svona inn notaða bíla og selja hérna heima? |
Author: | morgvin [ Wed 09. Apr 2003 23:31 ] |
Post subject: | |
150þús það þykir mér nú full gróft þar sem það kostar bara um 50þús fram og til baka til danmerkur í norrænu fyrir 2 með bíl. |
Author: | hlynurst [ Thu 10. Apr 2003 00:01 ] |
Post subject: | |
Þetta er venjulega gert þannig að þessir menn fara út og heim í flugvél og senda bílinn heim með skipi. Síðan þarf líka að reikna með hótelgistingu og uppihaldi fyrir þá og svo auðvitað þóknun fyrir vinnuna. Mæli með Georg ef þú ætlar að flytja bíl heim frá þýskalandi. Hann var mjög sanngjarn! |
Author: | morgvin [ Thu 10. Apr 2003 00:08 ] |
Post subject: | |
held að ég myndi gera þetta sjálfur fyrir minni pening þar sem ég á hvort eð er eftir að kíkja til þýskalands. |
Author: | hlynurst [ Thu 10. Apr 2003 00:13 ] |
Post subject: | |
En málið er ekki svo einfalt eins og ég sé það. Þetta reiknilíkan sem Gunni er með (og ég) sagði að þessi bíll ætti að kosta nánast það sama og ég borgaði fyrir minn bíl. Þú sparar kannski smávegis með því að fara með norrænu en sá peningur myndi kannski hverfa ef þá værir lengi á leiðinni. Þú værir að kaupa þér gistingu, mat og fleira. Þar að auki losnar þú við alla þá skriffinsku sem er af þessu. Ég borgaði bara minn bíl og fékk lyklana. Snilld... það er ekkert skemmtilegra en að taka á móti bíl sem maður er búinn að bíða eftir í 3 vikur og keyra hann í fyrsta skipti!!!! ![]() |
Author: | morgvin [ Thu 10. Apr 2003 00:26 ] |
Post subject: | |
já en ef manni langar að fara til þýskalands að skoða stríðsmynjar og meira af dóti. Þá er kannski í lagi að fara sjálfur. Og skriffinska, maður er svo vanur að skrifa á allskyns plögg afhverju ættu 5-20 plögg að breyta einhverju ? |
Author: | Gunni [ Thu 10. Apr 2003 08:28 ] |
Post subject: | |
Ef þú ætlar í norrænu fram og til baka þá tekur það óratíma. þá þarftu að reikna með vinnutap og annað slíkt. Svo er þetta nú þannig að þeir sem eru að flytja inn svona bíla fyrir fól eru komnir með sambönd við bílasala. það er þá orðið nóg fyrir þá að hringja út og segja hvernig bíl þeir eru að leita að. svo finnur bílasalinn 1-3 eintök og gaurinn fer út, skoðar og velur bíl. þú getur ekki gert þetta. þú þarft að fara á bílasöluna og hrökkva eða stökkva, ef þú ætlar að ná bíl meðan þú ert úti. svona er þetta barasta. |
Author: | arnib [ Thu 10. Apr 2003 08:47 ] |
Post subject: | |
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá Gunna, þessir náungar sem eru að standa í þessu vita alveg hvað þeir eru að gera. Þeir eru að sjálfsögðu með einhver viðskiptasambönd, þekkja bílasala ofan á auðvitað að (geri ég ráð fyrir) vera reiprennandi í tungumáli þess lands sem þeir versla við. Við aftur á móti vitum ekkert hvaða skrifstofur þarf að tala við, hvar við fáum tímabundin bílnúmer, hvaða plögg þarf að sækja og skrifa undir og svo framvegis. Ég er reyndar alls ekki að segja að maður ætti ekki að sækja sér bíl út, ég er bara að taka undir það að það hlýtur að vera tímafrekt og kostnaðarsamt ef að allt er tekið inn í reikninginn! Ég er sjálfur að hugsa um að gera þetta, en þá ætla ég líka að líta á það sem frí um leið og taka mér góðan tíma í þetta. Fara út og taka sér tíma í að finna bíl, kaupa hann síðan og dóla eitthvað úti eftir það. Keyra um á hraðbrautum, fara á track á góðum sólardegi og svona!! ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 10. Apr 2003 09:03 ] |
Post subject: | |
Það er nefnilega málið að þú ert kannski að spara einhvern 50-100þús kall á því að gera sjálfur en vanur maður nær þessum pening til baka og rúmleg það með góðum díl. Frekar fæ ég mann sem ég treysti, finnur góðan bíl sem ég samþykki, nær góðum kjörum, sér um alla skriffinskuna og kemur honum heim meðan ég er heima og vinn fyrir kostnaði. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |